Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2025 12:00 Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til sigurs gegn Portúgal á heimavelli og Ungverjalandi á útivelli, og því verða þeir með í HM-umspilinu í lok mars. Getty/Stephen McCarthy Viku eftir að hafa skrifað pistil um að hann skuldaði Heimi Hallgrímssyni afsökunarbeiðni hefur kjaftagleiði Írinn Eamon Dunphy nú sagt að Heimir eigi ekkert hrós skilið fyrir að Írland hafi komist í HM-umspilið í fótbolta. Hinn áttræði Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, sparaði ekki hrósið í garð Heimis eftir 2-0 sigurinn gegn Portúgal í Dublin í síðustu viku. Hann hefði fært Írum stolt á nýjan leik, valið réttu leikmennina og framkallað ógleymanlegt kvöld með sigri á einu besta liði heims. Dunphy hafði fram að því verið afar gagnrýninn á Heimi og kallað eftir því í haust að hann yrði rekinn en bað hann afsökunar á því. „Heimir – hneigðu þig. Þú átt það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy eftir Portúgalsleikinn. Margur hefði kannski haldið að 3-2 útisigurinn magnaði gegn Ungverjum í Búdapest þremur dögum síðar, þar sem Írland tryggði sig inn í HM-umspilið, myndi gera Dunphy enn ánægðari með Heimi. Írar hafa líka keppst við að hrósa Heimi enda óvanir því að geta komist á stórmót, og sannkölluð þjóðhátíð ríkti eftir sigurinn á Ungverjum á sunnudaginn. En þegar enginn virtist hafa neitt neikvætt að segja um Heimi tók Dunphy til máls í sjónvarpsþættinum vinsæla The Tonight Show á Virgin Media, í fyrrakvöld, þegar hann var spurður hvort að Heimir ætti ekki skilið hrós fyrir að koma Írlandi í HM-umspilið: „Nei, ekki að mínu mati,“ sagði Dunphy. „Hann á auðvitað einhvern þátt í þessu. En hann hefur haft Troy Parrott [innsk.: sem skoraði öll fimm mörkin gegn Portúgal og Ungverjalandi] oft utan hóps og ekki látið hann spila [innsk.: Parrott var frá keppni í tæpa 40 daga í haust vegna meiðsla]. Og ef okkar aðalmaður Evan Ferguson hefði verið ómeiddur þá hefði Parrott mögulega ekkert spilað í þessum leikjum,“ sagði Dunphy í þættinum, samkvæmt frétt Balls.ie. „Seamous Coleman, sem var stórkostlegur í leikjunum tveimur og er frábær leiðtogi, var utan hóps fyrir nokkrum vikum,“ sagði Dunphy og hélt áfram: „Nei er því svarið. Á sama tíma verður að gefa leikmönnum og stuðningsmönnum gríðarlegt hrós. Leikmennirnir nærðust á stuðningsmönnunum sem ferðuðust og líka þeim sem voru á Aviva leikvanginum – við vorum með 50.000 manns á Aviva í síðustu viku. Þetta er ungt lið, ungir leikmenn, með hungur og þor til að láta slag standa,“ sagði Dunphy. Síðar kallaði hann Heimi „dásamlegan“ þjálfara. „Sem þú vilt reka?“ spurði þá þáttastjórnandinn. „Já, tannlæknirinn! Já, tja, það gæti enn verið að hann verði rekinn,“ sagði Dunphy en bætti við að það yrði þó með hreinum ólíkindum eftir síðustu leiki. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Hinn áttræði Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, sparaði ekki hrósið í garð Heimis eftir 2-0 sigurinn gegn Portúgal í Dublin í síðustu viku. Hann hefði fært Írum stolt á nýjan leik, valið réttu leikmennina og framkallað ógleymanlegt kvöld með sigri á einu besta liði heims. Dunphy hafði fram að því verið afar gagnrýninn á Heimi og kallað eftir því í haust að hann yrði rekinn en bað hann afsökunar á því. „Heimir – hneigðu þig. Þú átt það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy eftir Portúgalsleikinn. Margur hefði kannski haldið að 3-2 útisigurinn magnaði gegn Ungverjum í Búdapest þremur dögum síðar, þar sem Írland tryggði sig inn í HM-umspilið, myndi gera Dunphy enn ánægðari með Heimi. Írar hafa líka keppst við að hrósa Heimi enda óvanir því að geta komist á stórmót, og sannkölluð þjóðhátíð ríkti eftir sigurinn á Ungverjum á sunnudaginn. En þegar enginn virtist hafa neitt neikvætt að segja um Heimi tók Dunphy til máls í sjónvarpsþættinum vinsæla The Tonight Show á Virgin Media, í fyrrakvöld, þegar hann var spurður hvort að Heimir ætti ekki skilið hrós fyrir að koma Írlandi í HM-umspilið: „Nei, ekki að mínu mati,“ sagði Dunphy. „Hann á auðvitað einhvern þátt í þessu. En hann hefur haft Troy Parrott [innsk.: sem skoraði öll fimm mörkin gegn Portúgal og Ungverjalandi] oft utan hóps og ekki látið hann spila [innsk.: Parrott var frá keppni í tæpa 40 daga í haust vegna meiðsla]. Og ef okkar aðalmaður Evan Ferguson hefði verið ómeiddur þá hefði Parrott mögulega ekkert spilað í þessum leikjum,“ sagði Dunphy í þættinum, samkvæmt frétt Balls.ie. „Seamous Coleman, sem var stórkostlegur í leikjunum tveimur og er frábær leiðtogi, var utan hóps fyrir nokkrum vikum,“ sagði Dunphy og hélt áfram: „Nei er því svarið. Á sama tíma verður að gefa leikmönnum og stuðningsmönnum gríðarlegt hrós. Leikmennirnir nærðust á stuðningsmönnunum sem ferðuðust og líka þeim sem voru á Aviva leikvanginum – við vorum með 50.000 manns á Aviva í síðustu viku. Þetta er ungt lið, ungir leikmenn, með hungur og þor til að láta slag standa,“ sagði Dunphy. Síðar kallaði hann Heimi „dásamlegan“ þjálfara. „Sem þú vilt reka?“ spurði þá þáttastjórnandinn. „Já, tannlæknirinn! Já, tja, það gæti enn verið að hann verði rekinn,“ sagði Dunphy en bætti við að það yrði þó með hreinum ólíkindum eftir síðustu leiki.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira