Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Bjarki Sigurðsson skrifar 21. nóvember 2025 23:31 Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir er yfirlæknir efnaskipta-og offituteymi Reykjalundar. Vísir/Bjarni Yfirlæknir á Reykjalundi segir ungu fólki sem þarf á endurhæfingu að halda vegna offitu fara fjölgandi. Margir hafi einangrast í Covid-faraldrinum og aldrei náð sér eftir það. Á Heilbrigðisþingi í dag var sérstök áhersla lögð á heilbrigðistengda endurhæfingu. Ráðherra vinnur að gerð hvítbókar um endurhæfingarþjónustu en fjöldi fólks var með erindi á þinginu í dag. Komnir ungir með fylgisjúkdóma Meðal þess sem var rætt var endurhæfing einstaklinga með offitu. Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, segist hafa tekið eftir fjölgun yngri skjólstæðinga sem þurfa á endurhæfingu að halda vegna offitu. „Þeir eru líka að glíma við alvarlegri offitu og oft komnir með fylgisjúkdóma mjög ungir. Okkur finnst þessi hópur kannski þurfa annars konar úrræði heldur en þetta hefðbundna sem við höfum verið að veita á Reykjalundi,“ segir Guðrún. Reyna að aðlaga þjónustuna Þó það sé slæmt að heyra af fjölgun ungs fólks með offitu, sé jákvætt að hærra hlutfall leiti sér aðstoðar. Það þurfi að mæta þessum hópi fyrr. „Það er það sem við höfum verið að vinna með á Reykjalundi, að aðlaga starfsemina að þörfinni í samfélaginu. Við finnum það klárlega að það er þörf fyrir meiri þjónustu, til lengri tíma og fyrir stærri hópa,“ segir Guðrún. Einangrast í Covid Þá þurfi sumt ungt fólk ekki á endurhæfingu að halda, heldur hreinni hæfingu. „Maður gerir ráð fyrir því að endurhæfing snúist um að þjálfa einstaklinginn aftur í þá færni sem hann hefur haft. Ef þú ert með einstakling sem hefur aldrei haft þessa færni þá getur þú ekki endurhæft hann þangað til baka. Þá erum við að tala um einstaklinga sem þurfa að þróa með sér nýja færni. Það er önnur meðferð,“ segir Guðrún. Gæti það tengst því að þetta sé einhver sem hefur glímt við offitu frá unga aldri? „Þarna erum við til dæmis að sjá hóp sem okkur finnst hafa einangrast svolítið í Covid. Einstaklingar sem voru að klára grunnskóla þegar Covid var að byrja og fóru ekki í framhaldsskóla eða vinnu. Eru mikið einangraðir heima. Þeir þurfa úrræði sem tekur lengri tíma til að komast aftur af stað út í samfélagið,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Á Heilbrigðisþingi í dag var sérstök áhersla lögð á heilbrigðistengda endurhæfingu. Ráðherra vinnur að gerð hvítbókar um endurhæfingarþjónustu en fjöldi fólks var með erindi á þinginu í dag. Komnir ungir með fylgisjúkdóma Meðal þess sem var rætt var endurhæfing einstaklinga með offitu. Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, segist hafa tekið eftir fjölgun yngri skjólstæðinga sem þurfa á endurhæfingu að halda vegna offitu. „Þeir eru líka að glíma við alvarlegri offitu og oft komnir með fylgisjúkdóma mjög ungir. Okkur finnst þessi hópur kannski þurfa annars konar úrræði heldur en þetta hefðbundna sem við höfum verið að veita á Reykjalundi,“ segir Guðrún. Reyna að aðlaga þjónustuna Þó það sé slæmt að heyra af fjölgun ungs fólks með offitu, sé jákvætt að hærra hlutfall leiti sér aðstoðar. Það þurfi að mæta þessum hópi fyrr. „Það er það sem við höfum verið að vinna með á Reykjalundi, að aðlaga starfsemina að þörfinni í samfélaginu. Við finnum það klárlega að það er þörf fyrir meiri þjónustu, til lengri tíma og fyrir stærri hópa,“ segir Guðrún. Einangrast í Covid Þá þurfi sumt ungt fólk ekki á endurhæfingu að halda, heldur hreinni hæfingu. „Maður gerir ráð fyrir því að endurhæfing snúist um að þjálfa einstaklinginn aftur í þá færni sem hann hefur haft. Ef þú ert með einstakling sem hefur aldrei haft þessa færni þá getur þú ekki endurhæft hann þangað til baka. Þá erum við að tala um einstaklinga sem þurfa að þróa með sér nýja færni. Það er önnur meðferð,“ segir Guðrún. Gæti það tengst því að þetta sé einhver sem hefur glímt við offitu frá unga aldri? „Þarna erum við til dæmis að sjá hóp sem okkur finnst hafa einangrast svolítið í Covid. Einstaklingar sem voru að klára grunnskóla þegar Covid var að byrja og fóru ekki í framhaldsskóla eða vinnu. Eru mikið einangraðir heima. Þeir þurfa úrræði sem tekur lengri tíma til að komast aftur af stað út í samfélagið,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira