Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Agnar Már Másson skrifar 21. nóvember 2025 18:38 Ólafur Þór Hauksson, nú héraðssaksóknari, var skipaður í embætti sérstaks saksóknara í hruninu. Vísir/Vilhelm Tæp 55 prósent landsmanna eru hlynnt því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka störf sérstaks saksóknara í hrunmálunum svokölluðu þar sem fjöldi bankamanna var sóttur til saka í framhaldi af efnahagshruninu 2008. Þetta kemur fram í könnun sem Gallúp framkvæmdi að beiðni Steinþórs Gunnarssonar, sem hann hlaut dóm í Ímon-málinu svokallaða árið 2015 en var svo sýknaður við endurupptöku málsins tíu árum síðar. Steinþór hafði fyrr verið sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Steinþór segir 3. október rista djúpt í huga sínum. Á þeim degi fyrir sautján árum framkvæmdi hann viðskipti sem áttu eftir að breyta lífi hans.Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í maí fram þingsályktunartillögu um stofnun þriggja manna rannsóknarnefndar sem myndi rannsaka sérstakan saksóknara og aðra sem komu að málunum. Lagði hún þetta fram í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun um PPP-málið svokallaða þar sem greint var frá því að starfsmenn sérstaks saksóknara hefðu stundað njósnir í hjáverkum. Fjöldi starfsmanna og stjórnenda fjármálafyrirtækja var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun. Embætti Sérstaks saksóknara lét hlera símtöl sakborninga og réðst í umfangsmiklar húsleitir á heimilum og vinnustöðum bankamanna, gjarnan að fjölmiðlum viðstöddum. Yngsta kynslóðin langhlynntust Þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd sem tæki til skoðunar störf sérstaks saksóknara og annarra opinberra aðila sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins. Þar sögðust 55 prósent vera hlynnt en 22 prósent andvíg. Um 23 prósent svöruðu hvorki né. Karlar voru alla jafna hlynntari nefndinni en konur. Spurning: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd sem taki til skoðunar störf embættis sérstaks saksóknara og annarra opinberra aðila sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins 2008?Gallup Athygli vekur að yngsti hópurinn, 18–29, er langhlynntastur því að málin séu tekin til rannsóknar; 38 prósent segjast alfarið hlynnt, 7 prósent mjög hlynnt og 23 prósent frekar hlynnt. Um 805 manns svöruðu könnuninni, sem var framkvæmd dagana 22. október - 6. nóvember 2025. Fólkið vinnur enn í kerfinu „Það er fullt af fólki sem þurfti að sæta því að embættismenn brutu á því,“ segir Steinþór í samtali við Vísi. Steinþór bendir meðal annars á að tæplega fjörutíu manns séu búnir að fá skaðabætur vegna þess að ríkið hleður símann þeirra með ólöglegum hætti. „Það er enn þá til staðar þetta fólk sem misbeitti valdinu. Þeir vinna margir hverjir enn í kerfinu,“ bætir hann við. Ólafur Þór Hauksson, fyrrverandi sérstakur saksóknari, er héraðssaksóknari í dag. Vonar að málið verði ekki að bitbeini Spurður út í tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um að koma á fót rannsóknarnefnd vegna hrunmála segist hann vonast eftir þverpólitískri sátt um málið á þingi. Hann bendir þó á að Guðrún hafi sjálf ekkert gert í þessu máli þegar hún var dómsmálaráðherra. Hann kveðst vona að málið verði ekki að pólitísku bitbeini. Fleiri sem saksóttir voru í hruninu hafa gagnrýnt vinnubrögð sérstaks saksóknara að undanförnu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallaði í maí eftir því að dómsmálaráðherra gengist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hrunið Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Dómsmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í könnun sem Gallúp framkvæmdi að beiðni Steinþórs Gunnarssonar, sem hann hlaut dóm í Ímon-málinu svokallaða árið 2015 en var svo sýknaður við endurupptöku málsins tíu árum síðar. Steinþór hafði fyrr verið sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Steinþór segir 3. október rista djúpt í huga sínum. Á þeim degi fyrir sautján árum framkvæmdi hann viðskipti sem áttu eftir að breyta lífi hans.Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í maí fram þingsályktunartillögu um stofnun þriggja manna rannsóknarnefndar sem myndi rannsaka sérstakan saksóknara og aðra sem komu að málunum. Lagði hún þetta fram í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun um PPP-málið svokallaða þar sem greint var frá því að starfsmenn sérstaks saksóknara hefðu stundað njósnir í hjáverkum. Fjöldi starfsmanna og stjórnenda fjármálafyrirtækja var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun. Embætti Sérstaks saksóknara lét hlera símtöl sakborninga og réðst í umfangsmiklar húsleitir á heimilum og vinnustöðum bankamanna, gjarnan að fjölmiðlum viðstöddum. Yngsta kynslóðin langhlynntust Þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd sem tæki til skoðunar störf sérstaks saksóknara og annarra opinberra aðila sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins. Þar sögðust 55 prósent vera hlynnt en 22 prósent andvíg. Um 23 prósent svöruðu hvorki né. Karlar voru alla jafna hlynntari nefndinni en konur. Spurning: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd sem taki til skoðunar störf embættis sérstaks saksóknara og annarra opinberra aðila sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins 2008?Gallup Athygli vekur að yngsti hópurinn, 18–29, er langhlynntastur því að málin séu tekin til rannsóknar; 38 prósent segjast alfarið hlynnt, 7 prósent mjög hlynnt og 23 prósent frekar hlynnt. Um 805 manns svöruðu könnuninni, sem var framkvæmd dagana 22. október - 6. nóvember 2025. Fólkið vinnur enn í kerfinu „Það er fullt af fólki sem þurfti að sæta því að embættismenn brutu á því,“ segir Steinþór í samtali við Vísi. Steinþór bendir meðal annars á að tæplega fjörutíu manns séu búnir að fá skaðabætur vegna þess að ríkið hleður símann þeirra með ólöglegum hætti. „Það er enn þá til staðar þetta fólk sem misbeitti valdinu. Þeir vinna margir hverjir enn í kerfinu,“ bætir hann við. Ólafur Þór Hauksson, fyrrverandi sérstakur saksóknari, er héraðssaksóknari í dag. Vonar að málið verði ekki að bitbeini Spurður út í tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um að koma á fót rannsóknarnefnd vegna hrunmála segist hann vonast eftir þverpólitískri sátt um málið á þingi. Hann bendir þó á að Guðrún hafi sjálf ekkert gert í þessu máli þegar hún var dómsmálaráðherra. Hann kveðst vona að málið verði ekki að pólitísku bitbeini. Fleiri sem saksóttir voru í hruninu hafa gagnrýnt vinnubrögð sérstaks saksóknara að undanförnu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallaði í maí eftir því að dómsmálaráðherra gengist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar.
Hrunið Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Dómsmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira