Innlent

Bíll al­elda við Setbergsskóla í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
þættir22

Eldur kviknaði í sendiferðabíl við Setbergsskóla í Hafnarfirði í nótt. Þegar slökkviliðsmenn bar að garði, um klukkan tvö, var bíllinn alelda en vel gekk að slökkva eldinn.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn slökkvibíll sendur á vettvang.

Tilkynning um eldinn barst til lögreglunnar klukkan 02:11 í nótt. Lögreglan segir upptök eldsins í rannsókn, ekki sé enn vitað hvernig eldurinn kviknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×