Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 13:00 Íslenskir læknar, sem hafa farið í sérnám í Bandaríkjunum, hafa undanfarin misseri ekki fengið starfsleyfi vegna sérmenntunarinnar. Getty Læknar með sérmenntun frá Bandaríkjunum fá ekki starfsleyfi í sinni sérgrein hérlendis, þrátt fyrir að eldri læknar með sömu menntun hafi fengið hana samþykkta. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það vegna galla í nýlegri reglugerð frá árinu 2023. Formaður læknafélagsins segir mikla gremju meðal lækna og landið hafi ekki efni á að missa þetta fólk, sem vilji koma aftur heim. Læknafélagið á fund með Landlækni í byrjun vikunnar vegna málsins. „Til að leita lausna og fá skýringar á stöðunni, sem kemur okkur mjög á óvart því það er áratuga reynsla af sérnámi í Bandaríkjunum og við vitum það öll, gríðarlega góð uppbygging og mikil stöðlun á sérnámi í Bandaríkjunum,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Almenn reiði Meðal þeirra raka sem læknar hafa fengið fyrir því að fá ekki sérfræðileyfi er að ekki sé til íslensk marklýsing í sérgreininni. Það er vegna þess að hún er ekki kennd hér á landi og vilji fólk mennta sig á því sviði verður það að leita út fyrir landssteinana. „Það sætir furðu að fólk sem er með nákvæmlega sömu menntun að baki og aðrir sérfræðingar á undan fái allt í einu neitun. Þetta auðvitað virkar ofboðslega neikvætt og það er mikil reiði almennt í hópi lækna út af þessari afgreiðslu.“ „Höfum ekki efni á þessu“ Læknar sem hafa ekki fengið sérfræðinám sitt samþykkt að undanförnu hafa engin svör fengið frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Þetta er eitthvað sem mér finnst ekki ásættanlegt,“ segir Steinunn. Hún segir skjóta skökku við að ekki sé tekið betur á móti nýjum sérfræðingum þegar íslenskir læknar hafa markvisst verið sóttir út vegna læknaskorts hérlendis. „Við erum að reyna að fjölga hér læknum. Við erum með nýjan kjarasamning sem gerir ráð fyrir betri vinnutíma lækna, að læknar fái endurheimt og við vitum að það krefst fleiri handa,“ segir Steinunn. „Við viljum taka vel á móti nýjum sérfræðingum, okkur vantar þetta fólk og við höfum ekki efni á þessu.“ Heilbrigðismál Bandaríkin Embætti landlæknis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er það vegna galla í nýlegri reglugerð frá árinu 2023. Formaður læknafélagsins segir mikla gremju meðal lækna og landið hafi ekki efni á að missa þetta fólk, sem vilji koma aftur heim. Læknafélagið á fund með Landlækni í byrjun vikunnar vegna málsins. „Til að leita lausna og fá skýringar á stöðunni, sem kemur okkur mjög á óvart því það er áratuga reynsla af sérnámi í Bandaríkjunum og við vitum það öll, gríðarlega góð uppbygging og mikil stöðlun á sérnámi í Bandaríkjunum,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Almenn reiði Meðal þeirra raka sem læknar hafa fengið fyrir því að fá ekki sérfræðileyfi er að ekki sé til íslensk marklýsing í sérgreininni. Það er vegna þess að hún er ekki kennd hér á landi og vilji fólk mennta sig á því sviði verður það að leita út fyrir landssteinana. „Það sætir furðu að fólk sem er með nákvæmlega sömu menntun að baki og aðrir sérfræðingar á undan fái allt í einu neitun. Þetta auðvitað virkar ofboðslega neikvætt og það er mikil reiði almennt í hópi lækna út af þessari afgreiðslu.“ „Höfum ekki efni á þessu“ Læknar sem hafa ekki fengið sérfræðinám sitt samþykkt að undanförnu hafa engin svör fengið frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Þetta er eitthvað sem mér finnst ekki ásættanlegt,“ segir Steinunn. Hún segir skjóta skökku við að ekki sé tekið betur á móti nýjum sérfræðingum þegar íslenskir læknar hafa markvisst verið sóttir út vegna læknaskorts hérlendis. „Við erum að reyna að fjölga hér læknum. Við erum með nýjan kjarasamning sem gerir ráð fyrir betri vinnutíma lækna, að læknar fái endurheimt og við vitum að það krefst fleiri handa,“ segir Steinunn. „Við viljum taka vel á móti nýjum sérfræðingum, okkur vantar þetta fólk og við höfum ekki efni á þessu.“
Heilbrigðismál Bandaríkin Embætti landlæknis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira