Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 13:01 Þann 20. nóvember síðastliðinn skrifar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, pistil þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af virðingarleysi foreldra gagnvart skólaskyldu og að foreldrar taki leyfi í gríð og erg til að geta sólað sig á baðströndum Tenerife. Ég tek undir með Katrínu að mikilvægt er að virðing ríki fyrir skólaskyldu barna, en eins og í hjónabandi þarf virðing að vera gagnkvæm svo hægt sé að tala um að slíkt sé ríkjandi. Ef rýna á í fjarvistir nemenda frá lögbundinni skólaskyldu er mikilvægt að þeir sem veita slíka þjónustu séu einnig teknir til skoðunar. Hjá nemanda sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg eru aðeins skráð inn veikindi og leyfi í hans skólaferli. Hvað með forföll í kennslu barna? Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá Skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar eru engar verkreglur um hvernig tilkynna eigi forráðamönnum forföll í kennslu. Ég á barn á unglingastigi sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg og á þeim 14 vikum sem liðnar eru af þessu skólaári hafa 30 kennslustundir fallið niður. Upplýsingar um forföll í kennslu hjá mínu barni þurfti sérstaklega að taka saman eftir að ég óskaði eftir þeim. Þær upplýsingar sem ég fékk frá stjórnendum skólans eru að þau hafi óskað eftir fjármagni til þess að mæta þessum forföllum í kennslu, en hefði verið hafnað á rökum sparnaðar. Katrín Sigríður hefur óskað eftir því að Mennta- og barnamálaráðuneytið skoði sérstaklega svart á hvítu tölfræði fjarvista hjá nemendum yfir skólaárið. Mér þætti vænt um að einnig væru skoðuð forföll í kennslu í skólum svo hægt sé að rýna í virðingu gagnvart skólakerfinu með tölfræðilega réttmætum hætti. Höfundur er móðir og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Þann 20. nóvember síðastliðinn skrifar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, pistil þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af virðingarleysi foreldra gagnvart skólaskyldu og að foreldrar taki leyfi í gríð og erg til að geta sólað sig á baðströndum Tenerife. Ég tek undir með Katrínu að mikilvægt er að virðing ríki fyrir skólaskyldu barna, en eins og í hjónabandi þarf virðing að vera gagnkvæm svo hægt sé að tala um að slíkt sé ríkjandi. Ef rýna á í fjarvistir nemenda frá lögbundinni skólaskyldu er mikilvægt að þeir sem veita slíka þjónustu séu einnig teknir til skoðunar. Hjá nemanda sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg eru aðeins skráð inn veikindi og leyfi í hans skólaferli. Hvað með forföll í kennslu barna? Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá Skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar eru engar verkreglur um hvernig tilkynna eigi forráðamönnum forföll í kennslu. Ég á barn á unglingastigi sem sækir lögbundna þjónustu frá Reykjavíkurborg og á þeim 14 vikum sem liðnar eru af þessu skólaári hafa 30 kennslustundir fallið niður. Upplýsingar um forföll í kennslu hjá mínu barni þurfti sérstaklega að taka saman eftir að ég óskaði eftir þeim. Þær upplýsingar sem ég fékk frá stjórnendum skólans eru að þau hafi óskað eftir fjármagni til þess að mæta þessum forföllum í kennslu, en hefði verið hafnað á rökum sparnaðar. Katrín Sigríður hefur óskað eftir því að Mennta- og barnamálaráðuneytið skoði sérstaklega svart á hvítu tölfræði fjarvista hjá nemendum yfir skólaárið. Mér þætti vænt um að einnig væru skoðuð forföll í kennslu í skólum svo hægt sé að rýna í virðingu gagnvart skólakerfinu með tölfræðilega réttmætum hætti. Höfundur er móðir og kennari.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar