Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2025 16:51 Til stendur að senda fimm hundruð þjóðvarðliða til Washington DC, til viðbótar við þá sem eru þar fyrir. AP Photo/Anthony Peltier) Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári. Maðurinn hefur verið nafngreindur og heitir Rahmanullah Lakanwal. Hann skaut hermennina með .357 Smith & Wesson marghleypu. Báðir eru þeir enn sagðir í alvarlegu ástandi en Lakanwal var einnig skotinn og er á sjúkrahúsi. Hann er ekki í lífshættu en hann stendur frammi fyrir ákærum fyrir morðtilraunir og vopnaburð. Mögulegt er, samkvæmt AP fréttaveitunni, að hann verði ákærður í fleiri liðum seinna meir. Fréttakona Fox News segir að á árum áður hafi Lakanwal, sem er 29 ára gamall, verið meðlimur í afganskri sérsveit sem barðist gegn hryðjuverkastarfsemi og var undir stjórn CIA. Þá er hann sagður hafa tekið þátt í bardögum í Kandahar-héraði í Afganistan, en hörðustu bardagar hins langa stríðs í Afganistan fóru fram þar. Lakanwal var fluttur til Bandaríkjanna í ágúst 2021, þegar Kabúl féll í hendur Talibana og fékk hæli í apríl. Tugir þúsunda Afgana voru fluttir til Bandaríkjanna um svipað leyti og Lakanwal en Donald Trump, forseti, hefur boðað að staða þeirra í Bandaríkjunum verði tekin til endurskoðunar. Þá er búið að stöðva allar dvalarleyfisveitingar til fólks frá Afganistan. Sjá einnig: Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Samkvæmt AP hefur Lakanwal búið í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna, ásamt eiginkonu og fimm börnum. Þaðan keyrði hann þvert yfir Bandaríkin til Washington DC, þar sem hann skaut hermennina, tvítuga konu og 24 ára mann. Árásin er rannsökuð af Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) en Kash Patel, yfirmaður stofnunarinnar, segir að hún sé rannsökuð sem hryðjuverk. Útsendarar FBI eru sagðir hafa gert húsleit víðsvegar um Bandaríkin og hefur Patel heitið því að engu verði til sparað við rannsókn málsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Afganistan Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Maðurinn hefur verið nafngreindur og heitir Rahmanullah Lakanwal. Hann skaut hermennina með .357 Smith & Wesson marghleypu. Báðir eru þeir enn sagðir í alvarlegu ástandi en Lakanwal var einnig skotinn og er á sjúkrahúsi. Hann er ekki í lífshættu en hann stendur frammi fyrir ákærum fyrir morðtilraunir og vopnaburð. Mögulegt er, samkvæmt AP fréttaveitunni, að hann verði ákærður í fleiri liðum seinna meir. Fréttakona Fox News segir að á árum áður hafi Lakanwal, sem er 29 ára gamall, verið meðlimur í afganskri sérsveit sem barðist gegn hryðjuverkastarfsemi og var undir stjórn CIA. Þá er hann sagður hafa tekið þátt í bardögum í Kandahar-héraði í Afganistan, en hörðustu bardagar hins langa stríðs í Afganistan fóru fram þar. Lakanwal var fluttur til Bandaríkjanna í ágúst 2021, þegar Kabúl féll í hendur Talibana og fékk hæli í apríl. Tugir þúsunda Afgana voru fluttir til Bandaríkjanna um svipað leyti og Lakanwal en Donald Trump, forseti, hefur boðað að staða þeirra í Bandaríkjunum verði tekin til endurskoðunar. Þá er búið að stöðva allar dvalarleyfisveitingar til fólks frá Afganistan. Sjá einnig: Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Samkvæmt AP hefur Lakanwal búið í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna, ásamt eiginkonu og fimm börnum. Þaðan keyrði hann þvert yfir Bandaríkin til Washington DC, þar sem hann skaut hermennina, tvítuga konu og 24 ára mann. Árásin er rannsökuð af Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) en Kash Patel, yfirmaður stofnunarinnar, segir að hún sé rannsökuð sem hryðjuverk. Útsendarar FBI eru sagðir hafa gert húsleit víðsvegar um Bandaríkin og hefur Patel heitið því að engu verði til sparað við rannsókn málsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Afganistan Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira