„Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Hinrik Wöhler skrifar 28. nóvember 2025 21:33 Einar Jónsson, þjálfari Fram, er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir misjafnt gengi í upphafi tímabils. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var upplitsdjarfur þrátt fyrir tveggja marka tap gegn FH í Olísdeild karla í kvöld. Framarar voru sjö mörkum undir þegar rúmar sex mínútur voru eftir en áttu þá góðan kafla og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Frábær karakter að koma til baka, við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu. Ánægður með okkur að gera þetta að leik í lokin. Við hefðum jafnvel getað stolið stigi, við vorum að klikka á skotum yfir völlinn á opið mark. Þegar talið er upp úr pokanum þá eru klaufaleg augnablik hjá okkur sem fer með þennan leik,“ sagði Einar eftir leikinn. Eins og Einar benti á þá voru Framarar ekki langt frá því að stela stigi eftir flottan lokakafla en segir að liðið hafi einfaldlega misst Hafnfirðinga of langt frá sér í kjölfar slæms kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Mér fannst vörnin loksins góð en hefur hún hefur ekki verið góð í langan tíma og margt jákvætt sem ég get tekið út úr þessu. Það vantaði pínu gæði og reynslu á köflum. Við misstum FH-ingana of langt fram úr okkur í seinni hálfleik.“ „Mér fannst sóknarleikurinn fínn í fyrri hálfleik. Við skorum 14 mörk og förum með 5-6 dauðafæri. Sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik, þá vorum við í basli og ég átti alveg átti von á því þar sem við erum að spila rosa mikið á sömu mönnunum. Það mæðir mikið á Viktori [Sigurðssyni] og Dánjal [Ragnarssyni] og þeir voru orðnir kannski smá bensínlausir og vantaði smá orku í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Viktor Sigurðsson, sem kom frá Val fyrr á tímabilinu, skoraði sex mörk í kvöld.Vísir/Anton Brink Tveir leikir sem svíða Íslands- og bikarmeistarar Fram hafa ekki náð sama takti og í fyrra það sem af er tímabili og sitja nú í 8. sæti með 10 stig. Einar er þó bjartsýnn á framhaldið og segir að það séu fyrst og fremst tveir leikir sem hann sé ósáttur með hingað til. „Það eru tveir leikir sem svíða mjög sárt en það er Selfoss úti og Stjarnan heima í síðustu umferð. Það voru lélegir leikir af okkar hálfu, þar fyrir utan hefur þetta verið fínt og margt mjög jákvætt.“ Meiðslalistinn hjá Fram er langur um þessar mundir en þar má finna leikmenn á borð við Marel Baldvinsson, Rúnar Kárason, Þorstein Gauta Hjálmarsson og Magnús Öder Einarsson. Einar segir að það hafi skiljanlega áhrif. „Það eru margir leikmenn búnir að spila mikið og við erum búnir að reyna nýta fyrri hlutann ágætlega en við erum með fullt af mönnum óleikfærum. Við græðum á þessu þegar fram líða stundir en enginn spurning, maður hefði viljað vera ofar. Það eru þó fyrst og fremst tveir leikir sem sitja í mér sem þetta varðar,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Sjá meira
„Frábær karakter að koma til baka, við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu. Ánægður með okkur að gera þetta að leik í lokin. Við hefðum jafnvel getað stolið stigi, við vorum að klikka á skotum yfir völlinn á opið mark. Þegar talið er upp úr pokanum þá eru klaufaleg augnablik hjá okkur sem fer með þennan leik,“ sagði Einar eftir leikinn. Eins og Einar benti á þá voru Framarar ekki langt frá því að stela stigi eftir flottan lokakafla en segir að liðið hafi einfaldlega misst Hafnfirðinga of langt frá sér í kjölfar slæms kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Mér fannst vörnin loksins góð en hefur hún hefur ekki verið góð í langan tíma og margt jákvætt sem ég get tekið út úr þessu. Það vantaði pínu gæði og reynslu á köflum. Við misstum FH-ingana of langt fram úr okkur í seinni hálfleik.“ „Mér fannst sóknarleikurinn fínn í fyrri hálfleik. Við skorum 14 mörk og förum með 5-6 dauðafæri. Sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik, þá vorum við í basli og ég átti alveg átti von á því þar sem við erum að spila rosa mikið á sömu mönnunum. Það mæðir mikið á Viktori [Sigurðssyni] og Dánjal [Ragnarssyni] og þeir voru orðnir kannski smá bensínlausir og vantaði smá orku í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Viktor Sigurðsson, sem kom frá Val fyrr á tímabilinu, skoraði sex mörk í kvöld.Vísir/Anton Brink Tveir leikir sem svíða Íslands- og bikarmeistarar Fram hafa ekki náð sama takti og í fyrra það sem af er tímabili og sitja nú í 8. sæti með 10 stig. Einar er þó bjartsýnn á framhaldið og segir að það séu fyrst og fremst tveir leikir sem hann sé ósáttur með hingað til. „Það eru tveir leikir sem svíða mjög sárt en það er Selfoss úti og Stjarnan heima í síðustu umferð. Það voru lélegir leikir af okkar hálfu, þar fyrir utan hefur þetta verið fínt og margt mjög jákvætt.“ Meiðslalistinn hjá Fram er langur um þessar mundir en þar má finna leikmenn á borð við Marel Baldvinsson, Rúnar Kárason, Þorstein Gauta Hjálmarsson og Magnús Öder Einarsson. Einar segir að það hafi skiljanlega áhrif. „Það eru margir leikmenn búnir að spila mikið og við erum búnir að reyna nýta fyrri hlutann ágætlega en við erum með fullt af mönnum óleikfærum. Við græðum á þessu þegar fram líða stundir en enginn spurning, maður hefði viljað vera ofar. Það eru þó fyrst og fremst tveir leikir sem sitja í mér sem þetta varðar,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Sjá meira