Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 19:02 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir að frumvarp um hvalveiðar verði líklega lagt fram á næsta þingi. vísir/samsett Atvinnuvegaráðherra segist enn þeirrar skoðunar að tímabært sé að hætta hvalveiðum. Frumvarp um framtíð veiðanna verði þó líklega ekki lagt fram á þessu þingi líkt og til stóð. Málið sé umfangsmikið og vanda þurfi vel til verka. Eftir það mikla fjaðrafok sem staðið hefur í kringum hvalveiðar skipaði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, starfshóp til að rýna lagaumgjörð veiðanna og skrifa skýrslu sem á að verða grundvöllur að framtíðarskipan þeirra. Skýrslunni var skilað í tíð nýrrar ríkisstjórnar og atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson birti hana í samráðsgátt í maí. Þar sagði að stefnt væri að framlagningu frumvarps um hvalveiðar á næsta löggjafarþingi, eða því sem nú stendur yfir. Ekkert slíkt frumvarp er þó að finna í þingmálaskrá og er málið á ís samkvæmt ráðherra. „Eins og staðan er núna að þá erum við að gera ráð fyrir að það geti orðið næsta haust,” segir Hanna Katrín. „Það er búið að tala um það lengi að það þarf að færa lögin í nútímaátt með tilliti til dýravelferðar og annarra atriða. Það er hins vegar þannig í stóru og viðamiklu ráðuneyti að það er ekki hægt að gera allt og þetta er bara í farvegi.” Meðal síðustu embættisverka Bjarna Benediktssonar eftir kosningar í desember í fyrra var að veita Hval hf. fimm ára veiðileyfi og óvíst er hvort íslenska ríkið baki sér bótaskyldu verði veiðarnar nú bannaðar. Þegar Hanna Katrín var í stjórnarandstöðu lýsti hún yfir andstöðu við veiðarnar. „Þegar tekið er tillit til þess að enginn af þremur stoðum sjálfbærni styður hvalveiðar, ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega, að þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum,” sagði Hanna Katrín í pontu fyrir um tveimur árum. Hún segist enn sömu skoðunar. „Já, ég er það í sjálfu sér. Ég held að það liggi alveg fyrir að þetta er ekki atvinnugrein sem er að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið í þeim skilningi að það vegi upp neikvæða þætti þess. En það er hins vegar full ástæða til þess að sýna þeim sem starfa við þetta þá virðingu að vanda vel til verka,” segir Hanna Katrín. Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Dýraheilbrigði Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Eftir það mikla fjaðrafok sem staðið hefur í kringum hvalveiðar skipaði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, starfshóp til að rýna lagaumgjörð veiðanna og skrifa skýrslu sem á að verða grundvöllur að framtíðarskipan þeirra. Skýrslunni var skilað í tíð nýrrar ríkisstjórnar og atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson birti hana í samráðsgátt í maí. Þar sagði að stefnt væri að framlagningu frumvarps um hvalveiðar á næsta löggjafarþingi, eða því sem nú stendur yfir. Ekkert slíkt frumvarp er þó að finna í þingmálaskrá og er málið á ís samkvæmt ráðherra. „Eins og staðan er núna að þá erum við að gera ráð fyrir að það geti orðið næsta haust,” segir Hanna Katrín. „Það er búið að tala um það lengi að það þarf að færa lögin í nútímaátt með tilliti til dýravelferðar og annarra atriða. Það er hins vegar þannig í stóru og viðamiklu ráðuneyti að það er ekki hægt að gera allt og þetta er bara í farvegi.” Meðal síðustu embættisverka Bjarna Benediktssonar eftir kosningar í desember í fyrra var að veita Hval hf. fimm ára veiðileyfi og óvíst er hvort íslenska ríkið baki sér bótaskyldu verði veiðarnar nú bannaðar. Þegar Hanna Katrín var í stjórnarandstöðu lýsti hún yfir andstöðu við veiðarnar. „Þegar tekið er tillit til þess að enginn af þremur stoðum sjálfbærni styður hvalveiðar, ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega, að þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum,” sagði Hanna Katrín í pontu fyrir um tveimur árum. Hún segist enn sömu skoðunar. „Já, ég er það í sjálfu sér. Ég held að það liggi alveg fyrir að þetta er ekki atvinnugrein sem er að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið í þeim skilningi að það vegi upp neikvæða þætti þess. En það er hins vegar full ástæða til þess að sýna þeim sem starfa við þetta þá virðingu að vanda vel til verka,” segir Hanna Katrín.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Dýraheilbrigði Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira