Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2025 23:39 Benedikt S. Benediktsson er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/Anton Brink Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Um áramótin hækka vörugjöld á bíla sem ganga fyrir bensíni og dísil. Gjald fólksbíla fer úr fimm prósentum í fimmtán. Gjöld á bíla sem áður báru þrettán prósenta vörugjald, svo sem vinnuvélar, fara í tuttugu prósent og gjöld á hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól fara úr þrjátíu prósentum í fjörutíu. Fólk kaupi bíl strax Fjölmörg bílaumboð hafa í aðdraganda hækkunarinnar hvatt fólk í bílahugleiðingum að ganga frá kaupum fyrr en síðar, enda verði bílarnir dýrari eftir áramót. Dæmi um auglýsingar frá bílaumboðum þar sem fólk er látið vita af hækkuninni.Vísir/Sara Líklegt er að auglýsingarnar hafi borið árangur en fjórtán hundruð ökutæki voru nýskráð í nóvember. Sama mánuð í fyrra voru þau fimm hundruð. Fjöldi nýskráðra bíla var tæplega þrefaldur í nóvember í ár miðað við sama mánuð á síðasta ári.Vísir/Sara Töluverð áhrif Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir gríðarlega fjölgun nýskráðra tvinnbíla vekja athygli. „Ef þetta fer fram sem horfið, verði þessi aukning fyrir áramót og þá verður væntanlega lág deyða í sölu á nýjum bílum fram eftir næsta ári. Jafnvel fram yfir verslunarmannahelgi eða eitthvað slíkt. Þá má gera ráð fyrir því að sala á rafmagnsbílum verði í góðu horfi þar sem þetta hefur minni háttar áhrif á hana. En þegar það kemur að öllum bílum sem að einhverju leyti ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, já þá má gera ráð fyrir að það hafi töluverð áhrif,“ segir Benedikt. Fáir vilji leigja rafbíla Sextíu og fimm prósent nýskráðra bíla einstaklinga eru rafmagnsbílar og hækkun gjaldanna nær því ekki til þeirra. Hins vegar eru rafbílar eingöngu tæp níu prósent af nýskráningum bílaleiga. „Helmingurinn af kaupendum eru bílaleigur. Það eru erfiðleikar sem þær þurfa að glíma við þegar kemur að því að koma rafbílum í útleigu. Þannig að þar er eitthvað verkefni sem þarf að vinna,“ segir Benedikt. „Það er alla vega ljóst að meðalbílaleigubíll og svipaðir bílar munu taka hvað mestri hækkun ef fram fer sem horfir,“ segir Benedikt. Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Um áramótin hækka vörugjöld á bíla sem ganga fyrir bensíni og dísil. Gjald fólksbíla fer úr fimm prósentum í fimmtán. Gjöld á bíla sem áður báru þrettán prósenta vörugjald, svo sem vinnuvélar, fara í tuttugu prósent og gjöld á hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól fara úr þrjátíu prósentum í fjörutíu. Fólk kaupi bíl strax Fjölmörg bílaumboð hafa í aðdraganda hækkunarinnar hvatt fólk í bílahugleiðingum að ganga frá kaupum fyrr en síðar, enda verði bílarnir dýrari eftir áramót. Dæmi um auglýsingar frá bílaumboðum þar sem fólk er látið vita af hækkuninni.Vísir/Sara Líklegt er að auglýsingarnar hafi borið árangur en fjórtán hundruð ökutæki voru nýskráð í nóvember. Sama mánuð í fyrra voru þau fimm hundruð. Fjöldi nýskráðra bíla var tæplega þrefaldur í nóvember í ár miðað við sama mánuð á síðasta ári.Vísir/Sara Töluverð áhrif Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir gríðarlega fjölgun nýskráðra tvinnbíla vekja athygli. „Ef þetta fer fram sem horfið, verði þessi aukning fyrir áramót og þá verður væntanlega lág deyða í sölu á nýjum bílum fram eftir næsta ári. Jafnvel fram yfir verslunarmannahelgi eða eitthvað slíkt. Þá má gera ráð fyrir því að sala á rafmagnsbílum verði í góðu horfi þar sem þetta hefur minni háttar áhrif á hana. En þegar það kemur að öllum bílum sem að einhverju leyti ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, já þá má gera ráð fyrir að það hafi töluverð áhrif,“ segir Benedikt. Fáir vilji leigja rafbíla Sextíu og fimm prósent nýskráðra bíla einstaklinga eru rafmagnsbílar og hækkun gjaldanna nær því ekki til þeirra. Hins vegar eru rafbílar eingöngu tæp níu prósent af nýskráningum bílaleiga. „Helmingurinn af kaupendum eru bílaleigur. Það eru erfiðleikar sem þær þurfa að glíma við þegar kemur að því að koma rafbílum í útleigu. Þannig að þar er eitthvað verkefni sem þarf að vinna,“ segir Benedikt. „Það er alla vega ljóst að meðalbílaleigubíll og svipaðir bílar munu taka hvað mestri hækkun ef fram fer sem horfir,“ segir Benedikt.
Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30