Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar 3. desember 2025 08:03 Við þekkjum flest eineltishringinn – geranda, þolanda, áhorfendur, verndara, þá sem hvetja og þá sem þegja. Hann er notaður til að kenna okkur hvernig við getum stutt og hjálpað þolendum. Samt getur verið erfitt að vita hvað á að gera – og enn erfiðara að framkvæma það. Stundum virðist einfaldara að gera ekkert. Í stafrænum heimi verður hringurinn óljósari og oft ósýnilegur: Hvern á að láta vita? Ertu áhorfandi ef þú ert að lesa ofbeldisfullar athugasemdir? Ertu þátttakandi ef þú skrollar bara framhjá og „líke-ar“ ekki? Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Glerártorgi, hvað gerirðu? Flest okkar myndu bregðast við með einhverjum hætti – stíga á milli, spyrja þolandann hvort hann sé öruggur, kalla á lögreglu eða láta starfsmann vita. Og svo eru þeir sem myndu ganga framhjá án þess að aðhafast. Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Facebook, hvað gerirðu? Aðstæðurnar eru hinar sömu – þú sérð hótun og ert áhorfandi. Munurinn er vettvangurinn. Enn eru fjölmargir valkostir: einhverjir reyna að grípa inn í, aðrir hafa samband við þolandann, einhverjir tilkynna færsluna eða leita aðstoðar. Aðrir skrolla framhjá án þess að aðhafast. Munurinn á þessum aðstæðum er fyrst og fremst vettvangurinn og hversu brýna við upplifum stöðuna. Í raunheimi finnum við oft fyrir ábyrgð, sama hvort við gerum eitthvað eða ekki. Á netinu er auðveldara að gleyma – annað hvort vegna fjölda áreita eða vegna þess að næsta efni tekur strax yfir. Margir telja að skrolla sé hlutleysi, en það er blekking. Þögnin okkar viðheldur ofbeldinu og getur skaðað þolanda. Ef enginn gripi inn í á Glerártorgi – myndi ofbeldið stoppa eða ágerast? Og haldið þið að stafrænt ofbeldi stoppi ef við skrollum fram hjá? Afleiðingar stafræns ofbeldis eru jafn slæmar og afleiðingar annarra tegunda ofbeldis. Þolendur upplifa ótta, kvíða, hræðslu, vanlíðan og óöryggi og geta ekki notað sömu tækni og miðla af öryggi og aðrir. Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni. En með því að bregðast við og verða verndarar getum við lagt okkar af mörkum. Að vera verndari í stafrænum heimi er í grunninn það sama og í raunheimi: þú stendur með öðrum og líður ekki ofbeldi, hatur eða fordóma. Ef auðveldara er að beita ofbeldi á netinu, þar sem gerandinn felur sig á bak við skjá – þá eigum við líka að nýta skjáinn og taka afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig geturðu verið verndari? – Taktu afstöðu: svaraðu athugasemdinni eða tilkynntu hana. – Ekki styðja ofbeldi: ekki „like-a“ eða dreifa ofbeldi, hatri eða fordómum. – Sýndu stuðning: sendu skilaboð til þolanda og láttu vita að þú hafir séð þetta og finnst þetta ekki í lagi. Við hjá Aflinu hvetjum þig eindregið til að upplýsa þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og gera það sem þú getur til að vera ekki hlutlaus áhorfandi. Vertu verndari. Höfundur er framkvæmdastýra Aflsins - samtök fyrir þolendur ofbeldis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest eineltishringinn – geranda, þolanda, áhorfendur, verndara, þá sem hvetja og þá sem þegja. Hann er notaður til að kenna okkur hvernig við getum stutt og hjálpað þolendum. Samt getur verið erfitt að vita hvað á að gera – og enn erfiðara að framkvæma það. Stundum virðist einfaldara að gera ekkert. Í stafrænum heimi verður hringurinn óljósari og oft ósýnilegur: Hvern á að láta vita? Ertu áhorfandi ef þú ert að lesa ofbeldisfullar athugasemdir? Ertu þátttakandi ef þú skrollar bara framhjá og „líke-ar“ ekki? Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Glerártorgi, hvað gerirðu? Flest okkar myndu bregðast við með einhverjum hætti – stíga á milli, spyrja þolandann hvort hann sé öruggur, kalla á lögreglu eða láta starfsmann vita. Og svo eru þeir sem myndu ganga framhjá án þess að aðhafast. Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Facebook, hvað gerirðu? Aðstæðurnar eru hinar sömu – þú sérð hótun og ert áhorfandi. Munurinn er vettvangurinn. Enn eru fjölmargir valkostir: einhverjir reyna að grípa inn í, aðrir hafa samband við þolandann, einhverjir tilkynna færsluna eða leita aðstoðar. Aðrir skrolla framhjá án þess að aðhafast. Munurinn á þessum aðstæðum er fyrst og fremst vettvangurinn og hversu brýna við upplifum stöðuna. Í raunheimi finnum við oft fyrir ábyrgð, sama hvort við gerum eitthvað eða ekki. Á netinu er auðveldara að gleyma – annað hvort vegna fjölda áreita eða vegna þess að næsta efni tekur strax yfir. Margir telja að skrolla sé hlutleysi, en það er blekking. Þögnin okkar viðheldur ofbeldinu og getur skaðað þolanda. Ef enginn gripi inn í á Glerártorgi – myndi ofbeldið stoppa eða ágerast? Og haldið þið að stafrænt ofbeldi stoppi ef við skrollum fram hjá? Afleiðingar stafræns ofbeldis eru jafn slæmar og afleiðingar annarra tegunda ofbeldis. Þolendur upplifa ótta, kvíða, hræðslu, vanlíðan og óöryggi og geta ekki notað sömu tækni og miðla af öryggi og aðrir. Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni. En með því að bregðast við og verða verndarar getum við lagt okkar af mörkum. Að vera verndari í stafrænum heimi er í grunninn það sama og í raunheimi: þú stendur með öðrum og líður ekki ofbeldi, hatur eða fordóma. Ef auðveldara er að beita ofbeldi á netinu, þar sem gerandinn felur sig á bak við skjá – þá eigum við líka að nýta skjáinn og taka afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig geturðu verið verndari? – Taktu afstöðu: svaraðu athugasemdinni eða tilkynntu hana. – Ekki styðja ofbeldi: ekki „like-a“ eða dreifa ofbeldi, hatri eða fordómum. – Sýndu stuðning: sendu skilaboð til þolanda og láttu vita að þú hafir séð þetta og finnst þetta ekki í lagi. Við hjá Aflinu hvetjum þig eindregið til að upplýsa þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og gera það sem þú getur til að vera ekki hlutlaus áhorfandi. Vertu verndari. Höfundur er framkvæmdastýra Aflsins - samtök fyrir þolendur ofbeldis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun