Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar 3. desember 2025 08:03 Við þekkjum flest eineltishringinn – geranda, þolanda, áhorfendur, verndara, þá sem hvetja og þá sem þegja. Hann er notaður til að kenna okkur hvernig við getum stutt og hjálpað þolendum. Samt getur verið erfitt að vita hvað á að gera – og enn erfiðara að framkvæma það. Stundum virðist einfaldara að gera ekkert. Í stafrænum heimi verður hringurinn óljósari og oft ósýnilegur: Hvern á að láta vita? Ertu áhorfandi ef þú ert að lesa ofbeldisfullar athugasemdir? Ertu þátttakandi ef þú skrollar bara framhjá og „líke-ar“ ekki? Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Glerártorgi, hvað gerirðu? Flest okkar myndu bregðast við með einhverjum hætti – stíga á milli, spyrja þolandann hvort hann sé öruggur, kalla á lögreglu eða láta starfsmann vita. Og svo eru þeir sem myndu ganga framhjá án þess að aðhafast. Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Facebook, hvað gerirðu? Aðstæðurnar eru hinar sömu – þú sérð hótun og ert áhorfandi. Munurinn er vettvangurinn. Enn eru fjölmargir valkostir: einhverjir reyna að grípa inn í, aðrir hafa samband við þolandann, einhverjir tilkynna færsluna eða leita aðstoðar. Aðrir skrolla framhjá án þess að aðhafast. Munurinn á þessum aðstæðum er fyrst og fremst vettvangurinn og hversu brýna við upplifum stöðuna. Í raunheimi finnum við oft fyrir ábyrgð, sama hvort við gerum eitthvað eða ekki. Á netinu er auðveldara að gleyma – annað hvort vegna fjölda áreita eða vegna þess að næsta efni tekur strax yfir. Margir telja að skrolla sé hlutleysi, en það er blekking. Þögnin okkar viðheldur ofbeldinu og getur skaðað þolanda. Ef enginn gripi inn í á Glerártorgi – myndi ofbeldið stoppa eða ágerast? Og haldið þið að stafrænt ofbeldi stoppi ef við skrollum fram hjá? Afleiðingar stafræns ofbeldis eru jafn slæmar og afleiðingar annarra tegunda ofbeldis. Þolendur upplifa ótta, kvíða, hræðslu, vanlíðan og óöryggi og geta ekki notað sömu tækni og miðla af öryggi og aðrir. Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni. En með því að bregðast við og verða verndarar getum við lagt okkar af mörkum. Að vera verndari í stafrænum heimi er í grunninn það sama og í raunheimi: þú stendur með öðrum og líður ekki ofbeldi, hatur eða fordóma. Ef auðveldara er að beita ofbeldi á netinu, þar sem gerandinn felur sig á bak við skjá – þá eigum við líka að nýta skjáinn og taka afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig geturðu verið verndari? – Taktu afstöðu: svaraðu athugasemdinni eða tilkynntu hana. – Ekki styðja ofbeldi: ekki „like-a“ eða dreifa ofbeldi, hatri eða fordómum. – Sýndu stuðning: sendu skilaboð til þolanda og láttu vita að þú hafir séð þetta og finnst þetta ekki í lagi. Við hjá Aflinu hvetjum þig eindregið til að upplýsa þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og gera það sem þú getur til að vera ekki hlutlaus áhorfandi. Vertu verndari. Höfundur er framkvæmdastýra Aflsins - samtök fyrir þolendur ofbeldis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest eineltishringinn – geranda, þolanda, áhorfendur, verndara, þá sem hvetja og þá sem þegja. Hann er notaður til að kenna okkur hvernig við getum stutt og hjálpað þolendum. Samt getur verið erfitt að vita hvað á að gera – og enn erfiðara að framkvæma það. Stundum virðist einfaldara að gera ekkert. Í stafrænum heimi verður hringurinn óljósari og oft ósýnilegur: Hvern á að láta vita? Ertu áhorfandi ef þú ert að lesa ofbeldisfullar athugasemdir? Ertu þátttakandi ef þú skrollar bara framhjá og „líke-ar“ ekki? Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Glerártorgi, hvað gerirðu? Flest okkar myndu bregðast við með einhverjum hætti – stíga á milli, spyrja þolandann hvort hann sé öruggur, kalla á lögreglu eða láta starfsmann vita. Og svo eru þeir sem myndu ganga framhjá án þess að aðhafast. Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Facebook, hvað gerirðu? Aðstæðurnar eru hinar sömu – þú sérð hótun og ert áhorfandi. Munurinn er vettvangurinn. Enn eru fjölmargir valkostir: einhverjir reyna að grípa inn í, aðrir hafa samband við þolandann, einhverjir tilkynna færsluna eða leita aðstoðar. Aðrir skrolla framhjá án þess að aðhafast. Munurinn á þessum aðstæðum er fyrst og fremst vettvangurinn og hversu brýna við upplifum stöðuna. Í raunheimi finnum við oft fyrir ábyrgð, sama hvort við gerum eitthvað eða ekki. Á netinu er auðveldara að gleyma – annað hvort vegna fjölda áreita eða vegna þess að næsta efni tekur strax yfir. Margir telja að skrolla sé hlutleysi, en það er blekking. Þögnin okkar viðheldur ofbeldinu og getur skaðað þolanda. Ef enginn gripi inn í á Glerártorgi – myndi ofbeldið stoppa eða ágerast? Og haldið þið að stafrænt ofbeldi stoppi ef við skrollum fram hjá? Afleiðingar stafræns ofbeldis eru jafn slæmar og afleiðingar annarra tegunda ofbeldis. Þolendur upplifa ótta, kvíða, hræðslu, vanlíðan og óöryggi og geta ekki notað sömu tækni og miðla af öryggi og aðrir. Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni. En með því að bregðast við og verða verndarar getum við lagt okkar af mörkum. Að vera verndari í stafrænum heimi er í grunninn það sama og í raunheimi: þú stendur með öðrum og líður ekki ofbeldi, hatur eða fordóma. Ef auðveldara er að beita ofbeldi á netinu, þar sem gerandinn felur sig á bak við skjá – þá eigum við líka að nýta skjáinn og taka afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig geturðu verið verndari? – Taktu afstöðu: svaraðu athugasemdinni eða tilkynntu hana. – Ekki styðja ofbeldi: ekki „like-a“ eða dreifa ofbeldi, hatri eða fordómum. – Sýndu stuðning: sendu skilaboð til þolanda og láttu vita að þú hafir séð þetta og finnst þetta ekki í lagi. Við hjá Aflinu hvetjum þig eindregið til að upplýsa þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og gera það sem þú getur til að vera ekki hlutlaus áhorfandi. Vertu verndari. Höfundur er framkvæmdastýra Aflsins - samtök fyrir þolendur ofbeldis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun