Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar 2. desember 2025 13:00 Jólatré eru ómissandi hluti jólahaldsins hjá flestum landsmönnum. Siðurinn barst til landsins seint á 19. öld með dönskum kaupmönnum. Þar sem sígræn tré uxu ekki á Íslandi var þörf á innflutningi. Þar til ræktun hófst, var algengt að Íslendingar útbyggju heimagerð jólatré úr tréstoðum vöfðum sígrænu efni úr náttúrunni eins og sortulyngi, krækilyngi og eini. Slík tré voru notuð fram yfir miðja síðustu öld. Ræktun á jólatrjám hérlendis hófst um það leyti. Fyrstu íslensku jólatrén komu á markað í kringum 1970 og til að byrja með var rauðgreni aðaltegundin. Í dag eru jólatré ræktuð víða, bæði hjá skógræktarfélögum um allt land, skógarbændum og í þjóðskógunum. Áætla má að felld verði í kringum 10.000 jólatré hér á landi þetta árið, bæði heimilistré, torgtré sem prýða bæjarfélög um allt land og svokölluð tröpputré. Einnig eru greinar klipptar og seldar og notaðar í skreytingar. Margar tegundir sígrænna trjáa henta sem jólatré. Stafafura hefur verið vinsælasta jólatréð hér síðustu áratugi. Hún er dökkgræn, ilmar vel og fellir ekki barrið ef vel er hugsað um hana. Stafafuran hentar vel til skreytinga þar sem nokkuð rúmt er á milli greinakransa. Auk stafafuru er höggvið blágreni, sitkagreni og fjallaþinur sem jólatré ásamt hinu hefðbundna, þétta og ilmandi rauðgreni sem heldur hefur látið undan, síga því blágreni og sitkagreni halda nálum sínum betur en rauðgrenið. Undanfarin ár hefur það notið sívaxandi vinsælda að skógræktarfélög, skógarbændur og Land og skógur bjóði almenningi í skógana á aðventunni. Víða er boðið upp á að fólk geti valið sér tré og höggvið sjálft. Sums staðar eru komnir markaðir eða viðburðir í tengslum við þessa skemmtilegu hefð. Hjá mörgum fjölskyldum er slíkt orðið fastur liður í jólaundirbúningi og veitir kærkomið frí frá jólastressinu að koma út í skóg. Jólatré eru lifandi og meðhöndlun þeirra skiptir miklu máli. Nýhöggvið tré þarf að standa á köldum stað þangað til það er tekið inn í stofu. Þegar jólatréð er sett í fót er gott að saga þunna sneið neðan af stofninum og stinga því í beint í jólatrésfót með vatni. Sumir setja sjóðandi vatn ofan í fótinn þegar tréð er komið í til að opna fyrir viðaræðarnar svo trén nái að draga upp vatn. Eftir það verður að vökva trén með köldu vatni og gæta þess að ekki þorni í fætinum, sérstaklega fyrstu dagana meðan tréð er að fylla sig af vatni. Ef þessum reglum er fylgt stendur tréð ferskt og ilmandi allar hátíðirnar. Íslensk jólatré eru umhverfisvænni en innflutt lifandi tré eða gervitré. Þau eru ræktuð án eiturefna, ólíkt þeim trjám sem flutt eru til landsins. Erlendis þarf almennt að nota illgresis- og skordýraeitur við ræktun trjánna. Íslensku trén eru flutt stutta leið á markað, hafa minna kolefnisspor og eftir hátíðarnar eru þau endurunnin og nýtt í moltugerð. Lifandi tré eru alltaf umhverfisvænni en gervitré úr plasti sem flutt eru yfir hálfan hnöttinn og ill- eða ómögulegt er að endurvinna þegar þeim er hent. Íslensku trén eru oftast hluti af grisjun skógarreita, sem gengur ekki á skóglendi heldur stuðlar að betri vexti eftirstandandi trjáa. Með því að velja íslenskt jólatré styður þú beint við skógrækt á Íslandi, en fyrir hvert selt tré er hægt að gróðursetja 30–40 ný tré, auk þess sem tekjur af jólatrjám nýtast til uppbyggingar skóga til útivistar og yndis almennings. Nánari upplýsingar um sölustaði jólatrjáa má finna á skog.is/jolatrjaavefurinn/. Veljum íslenskt! Höfundur er verkefnastjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tré Jól Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Jólatré eru ómissandi hluti jólahaldsins hjá flestum landsmönnum. Siðurinn barst til landsins seint á 19. öld með dönskum kaupmönnum. Þar sem sígræn tré uxu ekki á Íslandi var þörf á innflutningi. Þar til ræktun hófst, var algengt að Íslendingar útbyggju heimagerð jólatré úr tréstoðum vöfðum sígrænu efni úr náttúrunni eins og sortulyngi, krækilyngi og eini. Slík tré voru notuð fram yfir miðja síðustu öld. Ræktun á jólatrjám hérlendis hófst um það leyti. Fyrstu íslensku jólatrén komu á markað í kringum 1970 og til að byrja með var rauðgreni aðaltegundin. Í dag eru jólatré ræktuð víða, bæði hjá skógræktarfélögum um allt land, skógarbændum og í þjóðskógunum. Áætla má að felld verði í kringum 10.000 jólatré hér á landi þetta árið, bæði heimilistré, torgtré sem prýða bæjarfélög um allt land og svokölluð tröpputré. Einnig eru greinar klipptar og seldar og notaðar í skreytingar. Margar tegundir sígrænna trjáa henta sem jólatré. Stafafura hefur verið vinsælasta jólatréð hér síðustu áratugi. Hún er dökkgræn, ilmar vel og fellir ekki barrið ef vel er hugsað um hana. Stafafuran hentar vel til skreytinga þar sem nokkuð rúmt er á milli greinakransa. Auk stafafuru er höggvið blágreni, sitkagreni og fjallaþinur sem jólatré ásamt hinu hefðbundna, þétta og ilmandi rauðgreni sem heldur hefur látið undan, síga því blágreni og sitkagreni halda nálum sínum betur en rauðgrenið. Undanfarin ár hefur það notið sívaxandi vinsælda að skógræktarfélög, skógarbændur og Land og skógur bjóði almenningi í skógana á aðventunni. Víða er boðið upp á að fólk geti valið sér tré og höggvið sjálft. Sums staðar eru komnir markaðir eða viðburðir í tengslum við þessa skemmtilegu hefð. Hjá mörgum fjölskyldum er slíkt orðið fastur liður í jólaundirbúningi og veitir kærkomið frí frá jólastressinu að koma út í skóg. Jólatré eru lifandi og meðhöndlun þeirra skiptir miklu máli. Nýhöggvið tré þarf að standa á köldum stað þangað til það er tekið inn í stofu. Þegar jólatréð er sett í fót er gott að saga þunna sneið neðan af stofninum og stinga því í beint í jólatrésfót með vatni. Sumir setja sjóðandi vatn ofan í fótinn þegar tréð er komið í til að opna fyrir viðaræðarnar svo trén nái að draga upp vatn. Eftir það verður að vökva trén með köldu vatni og gæta þess að ekki þorni í fætinum, sérstaklega fyrstu dagana meðan tréð er að fylla sig af vatni. Ef þessum reglum er fylgt stendur tréð ferskt og ilmandi allar hátíðirnar. Íslensk jólatré eru umhverfisvænni en innflutt lifandi tré eða gervitré. Þau eru ræktuð án eiturefna, ólíkt þeim trjám sem flutt eru til landsins. Erlendis þarf almennt að nota illgresis- og skordýraeitur við ræktun trjánna. Íslensku trén eru flutt stutta leið á markað, hafa minna kolefnisspor og eftir hátíðarnar eru þau endurunnin og nýtt í moltugerð. Lifandi tré eru alltaf umhverfisvænni en gervitré úr plasti sem flutt eru yfir hálfan hnöttinn og ill- eða ómögulegt er að endurvinna þegar þeim er hent. Íslensku trén eru oftast hluti af grisjun skógarreita, sem gengur ekki á skóglendi heldur stuðlar að betri vexti eftirstandandi trjáa. Með því að velja íslenskt jólatré styður þú beint við skógrækt á Íslandi, en fyrir hvert selt tré er hægt að gróðursetja 30–40 ný tré, auk þess sem tekjur af jólatrjám nýtast til uppbyggingar skóga til útivistar og yndis almennings. Nánari upplýsingar um sölustaði jólatrjáa má finna á skog.is/jolatrjaavefurinn/. Veljum íslenskt! Höfundur er verkefnastjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun