Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Lovísa Arnardóttir skrifar 2. desember 2025 15:52 Sorphirðubíllinn er algjörlega ónýtur. Vísir/Árni Tæming djúpgáma við íbúðarhúsnæði í Reykjavík er um viku á eftir áætlun. Verktakar frá Íslenska gámafélaginu og Terra hafa aðstoðað Reykjarvíkurborg með tæmingu djúpgáma í íbúðarhverfum allt frá því að sorphirðubíll borgarinnar, sem notaður var til að tæma djúpgáma, brann þann 17. nóvember í Bríetartúni. „Við höfum fengið verktaka til að tæma gámana fyrir okkur meðan verið er að vinna í lagfæringum á krana á varabíl sem sorphirða Reykjavíkurborgar á, og hann byrjaði í síðustu viku að tæma,“ segir í svari frá borginni um málið og að það hafi verið brugðist við töfum, meðal annars, með því að senda sorphirðubíl að djúpgámum til að taka sorp upp við þá staði þar sem gámar eru fullir. Atli Ómarsson, deildarstjóri sorphirðu hjá Reykjavík, segir ástandið hafa orðið hvað verst vegna tafa í stórum og fjölmennum hverfum, eins og Valshverfi í Hlíðunum, en verktakar verði þar í fyrramálið að tæma djúpgámana. Fjallað var um það snemma morguns 17. nóvember að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefði verið kallað út í Bríetartún vegna bruna í sorphirðubíl. Bíllinn skemmdist í brunanum og er ónothæfur. Atli segir þetta aðallega hafa komið að sök í stærri hverfum. Þar hafi sorphirðumenn farið oft að hreinsa upp en stefnt sé að því að vera í Valshverfi í fyrramálið. „Það eru svo margar íbúðir og fáir gámar. Þeir þola illa að dragast aftur úr, ólíkt annars staðar,“ segir Atli og að sem betur fer gerist þetta á þessum árstíma, annars væri eflaust lyktin auk þess að plaga fólk. Þessi mynd var tekin í Hlíðarendahverfi í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Forrita flókinn búnað og veikindi Atli segir flókinn búnað á bílunum. „Það er verið að forrita kranann á bílnum sem hefur tekið örlítið lengri tíma en áætlað var. Það er slæmt að missa bíl í bruna en sem betur varð ekki tjón á fólki eða íbúðum í kring,“ segir hann. Hann segir verktaka hafa aðstoðað Reykjavíkurborg við tæmingu en haustflensan hafi haft áhrif og valdið meiri töfum en ella. Djúpgámar eru víða í íbúðarhverfum í Reykjavík. Sums staðar eru þeir líka á grenndarstöðvum en þá er það Sorpa sem sér um tæmingi þeirra. Reykjavíkurborg „Við höfum bent fólki á að það er hægt að fara á endurvinnslustöðvar, það má fara með almennt rusl þangað, og plast og pappír á grenndarstöðvar,“ segir hann en segist á sama tíma meðvitaður um að sumir eigi ekki bíl og að það sé ekki skemmtilegt að ferðast langar leiðir með rusl. „En þetta stendur allt til bóta og við verðum vonandi búin að losa í Valshverfi áður en fólk vaknar í fyrramálið,“ segir hann að lokum. Sorphirða Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Við höfum fengið verktaka til að tæma gámana fyrir okkur meðan verið er að vinna í lagfæringum á krana á varabíl sem sorphirða Reykjavíkurborgar á, og hann byrjaði í síðustu viku að tæma,“ segir í svari frá borginni um málið og að það hafi verið brugðist við töfum, meðal annars, með því að senda sorphirðubíl að djúpgámum til að taka sorp upp við þá staði þar sem gámar eru fullir. Atli Ómarsson, deildarstjóri sorphirðu hjá Reykjavík, segir ástandið hafa orðið hvað verst vegna tafa í stórum og fjölmennum hverfum, eins og Valshverfi í Hlíðunum, en verktakar verði þar í fyrramálið að tæma djúpgámana. Fjallað var um það snemma morguns 17. nóvember að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefði verið kallað út í Bríetartún vegna bruna í sorphirðubíl. Bíllinn skemmdist í brunanum og er ónothæfur. Atli segir þetta aðallega hafa komið að sök í stærri hverfum. Þar hafi sorphirðumenn farið oft að hreinsa upp en stefnt sé að því að vera í Valshverfi í fyrramálið. „Það eru svo margar íbúðir og fáir gámar. Þeir þola illa að dragast aftur úr, ólíkt annars staðar,“ segir Atli og að sem betur fer gerist þetta á þessum árstíma, annars væri eflaust lyktin auk þess að plaga fólk. Þessi mynd var tekin í Hlíðarendahverfi í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Forrita flókinn búnað og veikindi Atli segir flókinn búnað á bílunum. „Það er verið að forrita kranann á bílnum sem hefur tekið örlítið lengri tíma en áætlað var. Það er slæmt að missa bíl í bruna en sem betur varð ekki tjón á fólki eða íbúðum í kring,“ segir hann. Hann segir verktaka hafa aðstoðað Reykjavíkurborg við tæmingu en haustflensan hafi haft áhrif og valdið meiri töfum en ella. Djúpgámar eru víða í íbúðarhverfum í Reykjavík. Sums staðar eru þeir líka á grenndarstöðvum en þá er það Sorpa sem sér um tæmingi þeirra. Reykjavíkurborg „Við höfum bent fólki á að það er hægt að fara á endurvinnslustöðvar, það má fara með almennt rusl þangað, og plast og pappír á grenndarstöðvar,“ segir hann en segist á sama tíma meðvitaður um að sumir eigi ekki bíl og að það sé ekki skemmtilegt að ferðast langar leiðir með rusl. „En þetta stendur allt til bóta og við verðum vonandi búin að losa í Valshverfi áður en fólk vaknar í fyrramálið,“ segir hann að lokum.
Sorphirða Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira