Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:46 Innilegar hamingjuóskir til samfélagsins alls á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Mörg stór skref eru að baki í réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikill árangur hefur náðst frá því við fögnuðum deginum síðast. Hins vegar er enn mikið verk að vinna. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er nefnilega ekki bara til þess gerður að fagna og skála. Hann spratt upp úr baráttu fatlaðs fólks sjálfs fyrir valdeflingu, þátttöku og mannréttindum. Dagurinn á að minna okkur á að hindranir hverfa ekki af sjálfu sér og að jafnrétti krefst raunverulegra aðgerða. Lögfesting... og hvað svo? Í ár höldum við upp á daginn í nýju samhengi. Þann 12. nóvember lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF. Þetta var gríðarstór áfangi sem ÖBÍ réttindasamtök hafa barist fyrir í hartnær tvo áratugi. Með lögfestingunni viðurkennir Alþingi að réttindi fatlaðs fólks séu mannréttindi sem íslensk stjórnvöld bera skýrar og lögbundnar skyldur til að virða. En þótt lögfesting sé stórt skref er hún ekki nema einnmitt það, eitt skref. Lögfestingin ein og sér kemur ekki á fullu aðgengi, útrýmir biðlistum, tryggir þjónustu, menntun eða stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Til þess þurfa bæði ríki og sveitarfélög að taka skuldbindingar samningsins alvarlega, setja skýr markmið, fjármagna aðgerðir og innleiða breytingar í samráði við fatlað fólk. Ýmislegt annað hefur áunnist á árinu. Ber þar að nefna gildistöku nýrra laga um almannatryggingakerfið og stofnun Mannréttindastofnunnar Íslands. Stuttu eftir lögfestinguna voru svo tilnefndir talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi. Það er jákvætt skref og getur orðið mikilvægur vettvangur. Upplýst samfélag og Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtök fagna alþjóðadegi fatlaðs fólks á ýmsan hátt. Við stöndum fyrir átaki sem nefnist Upplýst samfélag og gengur út á að baða mannvirki í fjólubláu ljósi. Mikill fjöldi fyrirtækja, stofnanna og annarra tekur þátt í dag og kunnum við þeim þakkir fyrir. Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka hafa verið veitt á þessum degi allt frá árinu 2007. Þau minna okkur á að víða er unnið frábært starf, bæði af einstaklingum og stofnunum, til að brjóta niður fordóma og skapa eitt samfélag fyrir öll. Handhafi verðlaunanna í ár er Magnús Orri Arnarson, kvikmyndaframleiðandi og þáttagerðarmaður með meiru. Einnig voru tilnefnd Listvinnzlan, Sigurður Hólmar Jóhannesson og Hákon Arnar Bjarkason. ÖBÍ veitir í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast fötlunarfræði á masters- eða doktorsstigi í dag. Rannsóknir á högum fatlaðs fólks skipta enda lykilmáli í réttindabaráttunni. Við bindum vonir við að samfélagið allt fagni deginum með okkur og standi með réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við hjá ÖBÍ hvetjum jafnframt Alþingi og ráðherra til að taka höndum saman og gera eitthvað úr deginum í framtíðinni svo úr verði sameiginlegt átak samfélagsins alls, ekki einungis hagsmunasamtaka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Innilegar hamingjuóskir til samfélagsins alls á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Mörg stór skref eru að baki í réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikill árangur hefur náðst frá því við fögnuðum deginum síðast. Hins vegar er enn mikið verk að vinna. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er nefnilega ekki bara til þess gerður að fagna og skála. Hann spratt upp úr baráttu fatlaðs fólks sjálfs fyrir valdeflingu, þátttöku og mannréttindum. Dagurinn á að minna okkur á að hindranir hverfa ekki af sjálfu sér og að jafnrétti krefst raunverulegra aðgerða. Lögfesting... og hvað svo? Í ár höldum við upp á daginn í nýju samhengi. Þann 12. nóvember lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF. Þetta var gríðarstór áfangi sem ÖBÍ réttindasamtök hafa barist fyrir í hartnær tvo áratugi. Með lögfestingunni viðurkennir Alþingi að réttindi fatlaðs fólks séu mannréttindi sem íslensk stjórnvöld bera skýrar og lögbundnar skyldur til að virða. En þótt lögfesting sé stórt skref er hún ekki nema einnmitt það, eitt skref. Lögfestingin ein og sér kemur ekki á fullu aðgengi, útrýmir biðlistum, tryggir þjónustu, menntun eða stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Til þess þurfa bæði ríki og sveitarfélög að taka skuldbindingar samningsins alvarlega, setja skýr markmið, fjármagna aðgerðir og innleiða breytingar í samráði við fatlað fólk. Ýmislegt annað hefur áunnist á árinu. Ber þar að nefna gildistöku nýrra laga um almannatryggingakerfið og stofnun Mannréttindastofnunnar Íslands. Stuttu eftir lögfestinguna voru svo tilnefndir talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi. Það er jákvætt skref og getur orðið mikilvægur vettvangur. Upplýst samfélag og Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtök fagna alþjóðadegi fatlaðs fólks á ýmsan hátt. Við stöndum fyrir átaki sem nefnist Upplýst samfélag og gengur út á að baða mannvirki í fjólubláu ljósi. Mikill fjöldi fyrirtækja, stofnanna og annarra tekur þátt í dag og kunnum við þeim þakkir fyrir. Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka hafa verið veitt á þessum degi allt frá árinu 2007. Þau minna okkur á að víða er unnið frábært starf, bæði af einstaklingum og stofnunum, til að brjóta niður fordóma og skapa eitt samfélag fyrir öll. Handhafi verðlaunanna í ár er Magnús Orri Arnarson, kvikmyndaframleiðandi og þáttagerðarmaður með meiru. Einnig voru tilnefnd Listvinnzlan, Sigurður Hólmar Jóhannesson og Hákon Arnar Bjarkason. ÖBÍ veitir í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast fötlunarfræði á masters- eða doktorsstigi í dag. Rannsóknir á högum fatlaðs fólks skipta enda lykilmáli í réttindabaráttunni. Við bindum vonir við að samfélagið allt fagni deginum með okkur og standi með réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við hjá ÖBÍ hvetjum jafnframt Alþingi og ráðherra til að taka höndum saman og gera eitthvað úr deginum í framtíðinni svo úr verði sameiginlegt átak samfélagsins alls, ekki einungis hagsmunasamtaka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar