Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2025 06:33 Eins og sést er rúðan brotin og húsið þakið sóti. Þá sést einnig sót á gangstéttarhellunum fyrir utan. Vísir/Vilhelm Skemmdir urðu utan á fjölbýlishúsi í Bríetartúni þegar kviknaði í sorphirðubíl fyrir utan húsið snemma morguns þann 17. nóvember. Rannsókn lögreglu á brunanum er lokið. Niðurstaða rannsóknar var að líklega hefði glussaslanga farið í sundur með þeim afleiðingum að glussaolía fór yfir heita vél og vélarhluti og eldur kviknaði. Ásthildur Björnsdóttir, íbúi í húsinu, segir stórsjá á húsinu í kjölfar brunans og þau bíði þess nú að tjónið verði metið. „Það brotnaði stór gluggi í íbúðinni minni og það brotnuðu allar þrjár rúður gluggans sökum hitans sem stafaði frá eldinum. Það varð einnig tjón á gluggakarminum og líklega eins á glugga í íbúðinni fyrir ofan. Einnig varð tjón á klæðningu og hellum fyrir utan hús,“ segir hún og það sé óljóst hvort klæðningin sé skemmd eða þakin sót. Í kjallara húsnæðisins er ungbarnaleikskóli. Vísir/Vilhelm „Hér erum við því með snemmbúna jólagjöf í boði sorpbíls frá Reykjavíkurborg í formi mölvaðrar rúðu sem enn hefur ekkert verið gert í.“ Hún segir þetta afskaplega leiðinlegt og þá sérstaklega að enn hafi enginn komið frá tryggingafélögunum til að meta tjónið. Henni hafi verið tjáð af lögreglu að borgin væri tryggð hjá Sjóvá en enginn hafi enn komið frá félaginu til að meta tjónið. Kaskótrygging ökutækis bæti tjón Sjóva segir í svari til fréttastofu að þau geti ekki tjáð sig um einstaka mál en að almennt sé það þannig ef eldsvoði kemur skyndilega og óvænt upp í bifreið bæti kaskótrygging viðkomandi ökutækis tjónið á bílnum, svo framarlega sem slík trygging er til staðar. Þá segir að ef fasteign verði fyrir tjóni vegna elds sé það almennt bætt úr brunatryggingu fasteignarinnar. Komi upp eldur í bíl sem veldur tjóni á fasteign geti stofnast bótaréttur úr lögboðinni ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar. Samkvæmt 4. grein laga um ökutækjatryggingar nr. 30/2019 þarf tjónið þá að tengjast notkun ökutækis. „Við mat á því hvort bifreið hafi verið í notkun er horft til þess hvort eldurinn/tjónið megi rekja til sérstakra hættueiginleika bifreiðar, s.s. vélarafls, hreyfingar eða þyngdar. Upptök eldsvoða þurfa því að vera kunn til að unnt sé að ákvarða bótarétt úr ábyrgðartryggingu bifreiðar vegna tjóns á nærliggjandi fasteign,“ segir í svarinu. Mikill viðbúnaður var í Bríetartúni þegar bíllinn brann. Vísir/Árni Í framkvæmd sé það því yfirleitt þannig að ef eldsupptök eru ókunn sé tjónþola fyrst bent á að leita til brunatryggingar fasteignarinnar hjá sínu tryggingafélagi. Þegar eldsupptök eru svo kunn kunni í kjölfarið að stofnast endurkröfuréttur milli tryggingafélaga eða tryggingategunda, ef í ljós kemur að upptök eldsvoða hafi mátt rekja til notkunar eða sérstakra hættueiginleika bifreiðar. Töf á tæmingu djúpgáma Fram kom fyrr í vikunni að tæming djúpgáma í Reykjavík væri um viku á eftir áætlun vegna brunans. Verktakar hefðu aðstoðað við tæmingu djúpgámanna. „Það er verið að forrita kranann á bílnum sem hefur tekið örlítið lengri tíma en áætlað var. Það er slæmt að missa bíl í bruna en sem betur varð ekki tjón á fólki eða íbúðum í kring,“ sagði Atli Ómarsson, deildarstjóri sorphirðu hjá Reykjavík. Slökkvilið Sorphirða Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í ruslabíl í Bríetartúni í Reykjavík í morgun. 17. nóvember 2025 07:24 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Ásthildur Björnsdóttir, íbúi í húsinu, segir stórsjá á húsinu í kjölfar brunans og þau bíði þess nú að tjónið verði metið. „Það brotnaði stór gluggi í íbúðinni minni og það brotnuðu allar þrjár rúður gluggans sökum hitans sem stafaði frá eldinum. Það varð einnig tjón á gluggakarminum og líklega eins á glugga í íbúðinni fyrir ofan. Einnig varð tjón á klæðningu og hellum fyrir utan hús,“ segir hún og það sé óljóst hvort klæðningin sé skemmd eða þakin sót. Í kjallara húsnæðisins er ungbarnaleikskóli. Vísir/Vilhelm „Hér erum við því með snemmbúna jólagjöf í boði sorpbíls frá Reykjavíkurborg í formi mölvaðrar rúðu sem enn hefur ekkert verið gert í.“ Hún segir þetta afskaplega leiðinlegt og þá sérstaklega að enn hafi enginn komið frá tryggingafélögunum til að meta tjónið. Henni hafi verið tjáð af lögreglu að borgin væri tryggð hjá Sjóvá en enginn hafi enn komið frá félaginu til að meta tjónið. Kaskótrygging ökutækis bæti tjón Sjóva segir í svari til fréttastofu að þau geti ekki tjáð sig um einstaka mál en að almennt sé það þannig ef eldsvoði kemur skyndilega og óvænt upp í bifreið bæti kaskótrygging viðkomandi ökutækis tjónið á bílnum, svo framarlega sem slík trygging er til staðar. Þá segir að ef fasteign verði fyrir tjóni vegna elds sé það almennt bætt úr brunatryggingu fasteignarinnar. Komi upp eldur í bíl sem veldur tjóni á fasteign geti stofnast bótaréttur úr lögboðinni ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar. Samkvæmt 4. grein laga um ökutækjatryggingar nr. 30/2019 þarf tjónið þá að tengjast notkun ökutækis. „Við mat á því hvort bifreið hafi verið í notkun er horft til þess hvort eldurinn/tjónið megi rekja til sérstakra hættueiginleika bifreiðar, s.s. vélarafls, hreyfingar eða þyngdar. Upptök eldsvoða þurfa því að vera kunn til að unnt sé að ákvarða bótarétt úr ábyrgðartryggingu bifreiðar vegna tjóns á nærliggjandi fasteign,“ segir í svarinu. Mikill viðbúnaður var í Bríetartúni þegar bíllinn brann. Vísir/Árni Í framkvæmd sé það því yfirleitt þannig að ef eldsupptök eru ókunn sé tjónþola fyrst bent á að leita til brunatryggingar fasteignarinnar hjá sínu tryggingafélagi. Þegar eldsupptök eru svo kunn kunni í kjölfarið að stofnast endurkröfuréttur milli tryggingafélaga eða tryggingategunda, ef í ljós kemur að upptök eldsvoða hafi mátt rekja til notkunar eða sérstakra hættueiginleika bifreiðar. Töf á tæmingu djúpgáma Fram kom fyrr í vikunni að tæming djúpgáma í Reykjavík væri um viku á eftir áætlun vegna brunans. Verktakar hefðu aðstoðað við tæmingu djúpgámanna. „Það er verið að forrita kranann á bílnum sem hefur tekið örlítið lengri tíma en áætlað var. Það er slæmt að missa bíl í bruna en sem betur varð ekki tjón á fólki eða íbúðum í kring,“ sagði Atli Ómarsson, deildarstjóri sorphirðu hjá Reykjavík.
Slökkvilið Sorphirða Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í ruslabíl í Bríetartúni í Reykjavík í morgun. 17. nóvember 2025 07:24 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í ruslabíl í Bríetartúni í Reykjavík í morgun. 17. nóvember 2025 07:24