„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur skrifa 5. desember 2025 08:17 Félagsleg einangrun hefur undanfarin ár orðið vaxandi samfélagsvandi víða um heim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur m.a. skilgreint hana sem lýðheilsuvá á pari við ofneyslu áfengis, tóbaksreykingar og aðrar stórar áskoranir í lýðheilsumálum. Þá sýna nýjustu rannsóknir að félagsleg einangrun vex hraðast og er mest áberandi hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Margir hafa tilhneigingu til að tengja félagslega einangrun við jaðarhópa, en rannsóknir sýna að hún nær mun víðar. Áhættuþættir eru margir og ólíkir og meðal annarra hópa sem eru í hættu á að einangrast félagslega er afreksíþróttafólk. Leiðin á toppinn Það hljómar vissulega ótrúlega, sérstaklega þegar litið er til mikilvægs forvarnagildis íþrótta almennt, að afreksíþróttafólk sé útsett fyrir félagslegri einangrun. En ef við skoðum málin nánar, eru ýmsar vísbendingar sem skýra það hvers vegna bæði félagsleg einangrun og einmanaleiki eru áberandi í þessum hópi fólks. Þegar börn ganga til liðs við íþróttafélög og hefja iðkun í hinum ýmsu keppnisíþróttum eiga margir ungir iðkendur drauma um atvinnumennsku og frama í íþróttinni. En eins og á svo mörgum öðrum sviðum, þar sem samkeppni er hörð, eru margir kallaðir en fáir útvaldir þegar kemur að atvinnumennsku. Leiðin á toppinn krefst gríðarlegs aga, aukaæfinga, ferðalaga, fjármagns og fórna á frítíma. Þetta er auðvitað allt hluti af vinnunni við að komast alla leið. En á þessari leið heltast margir af upprunalega vinahópnum úr lestinni. Þegar á toppinn er komið standa þessir einstaklingar oft einir eftir og gömlu vinirnir og liðsfélagarnir hafa snúið sér að öðrum hugðarefnum og siglt á önnur mið félagslega. „Hrörnar þöll sú er stendur þorpi á“ Þessi vegferð hefur ekki aðeins áhrif á félagslíf heldur einnig á sjálfsmynd og tengsl. Slúðursögur af afreksíþróttafólki og „persónubrestum“ þess eru vissulega reglulegur hluti af gulu pressunni og furðar fólk sig gjarnan á því hvers vegna þetta afburðafólk virðist svo gjarnt á að lenda í vanda. En þegar nánar er skyggnst inn í veruleika þessa fólks er ljóst að vanlíðan og einmanaleiki geta oft spilað þar stórt hlutverk. Að ná að komast inn í atvinnumennsku þýðir fyrir flesta unga iðkendur að nú þarf að fara utan. Atvinnumennskan felur í sér að rífa sig upp og flytja í einhvern bæ t.d. í Noregi eða Þýskalandi þar sem lítið eða ekkert félagsnet er til staðar, burt frá fjölskyldu og vinum og inn í félagslið, þar sem viðkomandi á mögulega lítið sameiginlegt með öðrum liðsmönnum, annað en sífellda samkeppni um árangur, viðurkenningu, laun og möguleikana á að komast lengra. Þetta er uppskrift að einmanaleika og einangrun þessa afreksfólks og því er mikilvægt að við hlúum vel að félagslegri og andlegri heilsu þess, ekki síður en líkamlegu atgervi. Annars er hætta á því að sú mikla fjárfesting sem bæði einstaklingur og samfélag hafa lagst í, til að ná þessum árangri, beri skammvinnan árangur og skili jafnvel aukinni vanlíðan og áhættuhegðun. Hvað er til ráða? Ef við ætlum að styðja afreksíþróttafólk til langs tíma, þurfum við að sjá félagslega heilsu sem jafn mikilvægan þátt og líkamlegt atgervi. Ýmsar leiðir eru færar til að styðja betur við afreksíþróttafólkið okkar og eru sumar þeirra jafnvel þeim kostum gæddar að þær geta jafnvel bætt stöðu íþróttafélaga í heild sinni, sem félagslegra miðstöðva í samfélaginu. Til dæmis er mjög gagnlegt að finna iðkendum ný hlutverk innan félaga og í liðunum þegar ljóst er að mögulega séu þeir ekki að fara alla leið. Að halda upprunalega hópnum saman og virkja hann sem félagslegt stoðkerfi afreksfólksins og einnig sem grunnstoðir íþróttafélagsins er ekki aðeins gott fyrir afreksfólkið, heldur einnig fyrir félögin í heild. Þá er mikilvægt að þjálfarar, fagfólk og foreldri hugi vel að félagslegri líðan iðkenda og styðji vel við félagslíf þeirra, ekki síður en líkamlega heilsu. Enn fremur að íþróttafólk fái fræðslu um félagslega og andlega heilsu sem hluta af þjálfun, rétt eins og næringu og varnir gegn meiðslum. Að lokum er mikilvægt að þegar ferli atvinnufólks lýkur, sé til staðar raunverulegt stuðningsnet, þar sem viðbúið er að gríðarlegt félagslegt tómarúm blasi við. Með því að hlúa vel að andlegri og félagslegri heilsu íþróttafólksins okkar, getum við bæði stutt við langan og blómlegan feril þess og stuðlað að mjúkri lendingu þegar honum lýkur. Höfundar starfa að vitundarvakningu um Félagslega einangrun fyrir Félags- og Húsnæðismálaráðuneytið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Félagsleg einangrun hefur undanfarin ár orðið vaxandi samfélagsvandi víða um heim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur m.a. skilgreint hana sem lýðheilsuvá á pari við ofneyslu áfengis, tóbaksreykingar og aðrar stórar áskoranir í lýðheilsumálum. Þá sýna nýjustu rannsóknir að félagsleg einangrun vex hraðast og er mest áberandi hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Margir hafa tilhneigingu til að tengja félagslega einangrun við jaðarhópa, en rannsóknir sýna að hún nær mun víðar. Áhættuþættir eru margir og ólíkir og meðal annarra hópa sem eru í hættu á að einangrast félagslega er afreksíþróttafólk. Leiðin á toppinn Það hljómar vissulega ótrúlega, sérstaklega þegar litið er til mikilvægs forvarnagildis íþrótta almennt, að afreksíþróttafólk sé útsett fyrir félagslegri einangrun. En ef við skoðum málin nánar, eru ýmsar vísbendingar sem skýra það hvers vegna bæði félagsleg einangrun og einmanaleiki eru áberandi í þessum hópi fólks. Þegar börn ganga til liðs við íþróttafélög og hefja iðkun í hinum ýmsu keppnisíþróttum eiga margir ungir iðkendur drauma um atvinnumennsku og frama í íþróttinni. En eins og á svo mörgum öðrum sviðum, þar sem samkeppni er hörð, eru margir kallaðir en fáir útvaldir þegar kemur að atvinnumennsku. Leiðin á toppinn krefst gríðarlegs aga, aukaæfinga, ferðalaga, fjármagns og fórna á frítíma. Þetta er auðvitað allt hluti af vinnunni við að komast alla leið. En á þessari leið heltast margir af upprunalega vinahópnum úr lestinni. Þegar á toppinn er komið standa þessir einstaklingar oft einir eftir og gömlu vinirnir og liðsfélagarnir hafa snúið sér að öðrum hugðarefnum og siglt á önnur mið félagslega. „Hrörnar þöll sú er stendur þorpi á“ Þessi vegferð hefur ekki aðeins áhrif á félagslíf heldur einnig á sjálfsmynd og tengsl. Slúðursögur af afreksíþróttafólki og „persónubrestum“ þess eru vissulega reglulegur hluti af gulu pressunni og furðar fólk sig gjarnan á því hvers vegna þetta afburðafólk virðist svo gjarnt á að lenda í vanda. En þegar nánar er skyggnst inn í veruleika þessa fólks er ljóst að vanlíðan og einmanaleiki geta oft spilað þar stórt hlutverk. Að ná að komast inn í atvinnumennsku þýðir fyrir flesta unga iðkendur að nú þarf að fara utan. Atvinnumennskan felur í sér að rífa sig upp og flytja í einhvern bæ t.d. í Noregi eða Þýskalandi þar sem lítið eða ekkert félagsnet er til staðar, burt frá fjölskyldu og vinum og inn í félagslið, þar sem viðkomandi á mögulega lítið sameiginlegt með öðrum liðsmönnum, annað en sífellda samkeppni um árangur, viðurkenningu, laun og möguleikana á að komast lengra. Þetta er uppskrift að einmanaleika og einangrun þessa afreksfólks og því er mikilvægt að við hlúum vel að félagslegri og andlegri heilsu þess, ekki síður en líkamlegu atgervi. Annars er hætta á því að sú mikla fjárfesting sem bæði einstaklingur og samfélag hafa lagst í, til að ná þessum árangri, beri skammvinnan árangur og skili jafnvel aukinni vanlíðan og áhættuhegðun. Hvað er til ráða? Ef við ætlum að styðja afreksíþróttafólk til langs tíma, þurfum við að sjá félagslega heilsu sem jafn mikilvægan þátt og líkamlegt atgervi. Ýmsar leiðir eru færar til að styðja betur við afreksíþróttafólkið okkar og eru sumar þeirra jafnvel þeim kostum gæddar að þær geta jafnvel bætt stöðu íþróttafélaga í heild sinni, sem félagslegra miðstöðva í samfélaginu. Til dæmis er mjög gagnlegt að finna iðkendum ný hlutverk innan félaga og í liðunum þegar ljóst er að mögulega séu þeir ekki að fara alla leið. Að halda upprunalega hópnum saman og virkja hann sem félagslegt stoðkerfi afreksfólksins og einnig sem grunnstoðir íþróttafélagsins er ekki aðeins gott fyrir afreksfólkið, heldur einnig fyrir félögin í heild. Þá er mikilvægt að þjálfarar, fagfólk og foreldri hugi vel að félagslegri líðan iðkenda og styðji vel við félagslíf þeirra, ekki síður en líkamlega heilsu. Enn fremur að íþróttafólk fái fræðslu um félagslega og andlega heilsu sem hluta af þjálfun, rétt eins og næringu og varnir gegn meiðslum. Að lokum er mikilvægt að þegar ferli atvinnufólks lýkur, sé til staðar raunverulegt stuðningsnet, þar sem viðbúið er að gríðarlegt félagslegt tómarúm blasi við. Með því að hlúa vel að andlegri og félagslegri heilsu íþróttafólksins okkar, getum við bæði stutt við langan og blómlegan feril þess og stuðlað að mjúkri lendingu þegar honum lýkur. Höfundar starfa að vitundarvakningu um Félagslega einangrun fyrir Félags- og Húsnæðismálaráðuneytið.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun