„Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. desember 2025 17:42 Þórunn Sveinbjarnardóttir er forseti Alþingis. Vísir/Anton Brink Svo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi. Þetta herma heimildir Vísis innan úr þinghúsinu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Líkt og Vísir fjallaði um í dag fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar í fjölda ræðna. Þegar sex þingmenn höfðu flutt ræðu kvaddi forseti sér hljóðs og minnti þingmenn á tímamörk og einnig að verið væri að tala undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég bið háttvirta þingmenn um að virða þingsköpin.“ Hvatti þingmenn til að ræða við sína formenn Þá kom dagskrá þingsins til umræðu eftir að Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. Fimm þingmenn stigu í ræðustól til þess að mótmæla tillögu Guðmundar Ara, áður en Þórunn kvaddi sér aftur hljóðs. „Það er rétt að forseti upplýsi háttvirta þingmenn um að þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi eru upplýstir um gang mála hér og einnig um það hvað er fyrirhugað að setja á dagskrá þingfunda eftir helgi. Ég mæli með því að háttvirtir þingmenn ræði við þingflokksformenn flokka sinna og kynni sér hvað er í pípunum,“ sagði hún. Þingfundur hófst klukkan 13 en klukkan 13:09 tilkynnti Þórunn að hún hefði ákveðið að gera tíu mínútna hlé á þingfundi og kalla til fundar með þingflokksformönnum. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðu nærstaddir Þórunni segja þegar hún gekk niður úr stóli forseta. Þórunn hefur ekki svarað fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Samfylkingin Samgönguáætlun Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Þetta herma heimildir Vísis innan úr þinghúsinu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Líkt og Vísir fjallaði um í dag fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar í fjölda ræðna. Þegar sex þingmenn höfðu flutt ræðu kvaddi forseti sér hljóðs og minnti þingmenn á tímamörk og einnig að verið væri að tala undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég bið háttvirta þingmenn um að virða þingsköpin.“ Hvatti þingmenn til að ræða við sína formenn Þá kom dagskrá þingsins til umræðu eftir að Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. Fimm þingmenn stigu í ræðustól til þess að mótmæla tillögu Guðmundar Ara, áður en Þórunn kvaddi sér aftur hljóðs. „Það er rétt að forseti upplýsi háttvirta þingmenn um að þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi eru upplýstir um gang mála hér og einnig um það hvað er fyrirhugað að setja á dagskrá þingfunda eftir helgi. Ég mæli með því að háttvirtir þingmenn ræði við þingflokksformenn flokka sinna og kynni sér hvað er í pípunum,“ sagði hún. Þingfundur hófst klukkan 13 en klukkan 13:09 tilkynnti Þórunn að hún hefði ákveðið að gera tíu mínútna hlé á þingfundi og kalla til fundar með þingflokksformönnum. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðu nærstaddir Þórunni segja þegar hún gekk niður úr stóli forseta. Þórunn hefur ekki svarað fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Samfylkingin Samgönguáætlun Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent