Körfubolti

Blikar unnu í Grafar­vogi og fimm lið eru jöfn á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sölvi Ólason var öflugur í sigri í spennuleik í kvöld.
Sölvi Ólason var öflugur í sigri í spennuleik í kvöld. vísir / anton brink

Það vantar ekki spennuna í 1. deild karla í körfubolta eftir leiki níundu umferðar.

Breiðablik vann tveggja stiga útisigur á Fjölni í kvöld, 90-88, í síðasta leik umferðarinnar.

Það þýðir að Breiðablik náði Fjölni að stigum en þessi tvö lið eru tvö af þeim fimm sem sitja á toppnum með sjö sigra og tvö töp.

Hin liðin með sama stigafjölda eru Haukar, Höttur og Sindri.

Sardaar Calhoun skoraði 29 stig fyrir Blika og Logi Guðmundsson var með 23 stig. Sölvi Ólason átti líka fínan leik og skilaði 16 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Viktor Máni Steffensen var með 23 stig fyrir Fjölni og Sigvaldi Eggertsson bauð upp á þrennu með 18 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar. Fotios Lampropoulos og William Thompson skoruðu báðir með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×