Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 6. desember 2025 07:30 Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í áætluninni - ásamt því sem fram kemur í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, eiga eftir að stuðla að gríðarlegum samfélagslegum ávinningi fyrir bæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á landinu öllu. „Ræsum vélarnar“ Það var vel við hæfi að ný samgönguáætlun hafi verið kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“. Fram kemur m.a. í kynningu að framkvæmdir við Sundabraut munu hefjast á kjörtímabilinu. Umræður um lagningu Sundabrautar eiga sér langa sögu. Hugmyndin um Sundabraut var líklega sett fram árið 1975 og virðist hafa komist til umræðu varðandi aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984. Vegna ósamkomulags mismunandi meirihluta í borgarstjórn undanfarna áratugi hefur verkefninu sífellt verið frestað. En hver framkvæmd á sér sinn tíma. Samkvæmt nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar - og samþykktum núverandi borgarstjórnar, er tími Sundabrautar að hefjast núna. Við í Flokki fólksins höfum ávallt verið þeirrar skoðunar að lagning Sundabrautar sé algjört lykilverkefni í samgöngumálum. Sú áhersla skilaði sér beint inn í meirihlutaviðræður borgarstjórnarflokkana fyrr á þessu ári. Eins og fram kom í umfangsmiklum kynningum á verkefninu í byrjun vetrar, mun Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hafa yfirumsjón með lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þetta mikilvæga verkefni mun ekki aðeins bæta samgöngur - heldur einnig skapa grundvöll fyrir enn fleiri ný íbúðahverfi og hagstæðari borgarþróun til framtíðar. „Borgin við Sundin“ Tæplega 40% landsmanna búa í höfuðborginni, um 63% búa á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 80% íbúa landsins eru í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Tilkoma Sundabrautar mun þess vegna verða mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsmanna sem þurfa að sækja vinnu, þjónustu eða annað til höfuðborgarinnar. Efling samgangna í borginni er því styrkur fyrir landið sem heild. Á næstu árum mun Sundabraut skapa nýja möguleika í uppbyggingu hverfa í Reykjavík. Hægt verður að skipuleggja þróun byggðar alla leið frá Geldinganesi upp á Kjalarnes. Eftir áratuga uppbyggingu í borginni - bæði á þéttingarreitum og nýjum svæðum, mun í náinni framtíð verða til ný byggð meðfram sundum og yfir nes. Með því mun Reykjavík loksins með réttu, verða “Borgin við sundin”. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skipulag Húsnæðismál Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í áætluninni - ásamt því sem fram kemur í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, eiga eftir að stuðla að gríðarlegum samfélagslegum ávinningi fyrir bæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á landinu öllu. „Ræsum vélarnar“ Það var vel við hæfi að ný samgönguáætlun hafi verið kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“. Fram kemur m.a. í kynningu að framkvæmdir við Sundabraut munu hefjast á kjörtímabilinu. Umræður um lagningu Sundabrautar eiga sér langa sögu. Hugmyndin um Sundabraut var líklega sett fram árið 1975 og virðist hafa komist til umræðu varðandi aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984. Vegna ósamkomulags mismunandi meirihluta í borgarstjórn undanfarna áratugi hefur verkefninu sífellt verið frestað. En hver framkvæmd á sér sinn tíma. Samkvæmt nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar - og samþykktum núverandi borgarstjórnar, er tími Sundabrautar að hefjast núna. Við í Flokki fólksins höfum ávallt verið þeirrar skoðunar að lagning Sundabrautar sé algjört lykilverkefni í samgöngumálum. Sú áhersla skilaði sér beint inn í meirihlutaviðræður borgarstjórnarflokkana fyrr á þessu ári. Eins og fram kom í umfangsmiklum kynningum á verkefninu í byrjun vetrar, mun Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hafa yfirumsjón með lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þetta mikilvæga verkefni mun ekki aðeins bæta samgöngur - heldur einnig skapa grundvöll fyrir enn fleiri ný íbúðahverfi og hagstæðari borgarþróun til framtíðar. „Borgin við Sundin“ Tæplega 40% landsmanna búa í höfuðborginni, um 63% búa á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 80% íbúa landsins eru í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Tilkoma Sundabrautar mun þess vegna verða mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsmanna sem þurfa að sækja vinnu, þjónustu eða annað til höfuðborgarinnar. Efling samgangna í borginni er því styrkur fyrir landið sem heild. Á næstu árum mun Sundabraut skapa nýja möguleika í uppbyggingu hverfa í Reykjavík. Hægt verður að skipuleggja þróun byggðar alla leið frá Geldinganesi upp á Kjalarnes. Eftir áratuga uppbyggingu í borginni - bæði á þéttingarreitum og nýjum svæðum, mun í náinni framtíð verða til ný byggð meðfram sundum og yfir nes. Með því mun Reykjavík loksins með réttu, verða “Borgin við sundin”. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar