Viðskipti innlent

Kaffi Ó-le opið á ný

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Af samfélagsmiðlum að dæma virðist kaffihúsið hafa lokið upp dyrum sínum á nýjan leik fyrr í vikunni.
Af samfélagsmiðlum að dæma virðist kaffihúsið hafa lokið upp dyrum sínum á nýjan leik fyrr í vikunni. Simon Turner/@nordicadventurer

Kaffihúsið vinsæla Kaffi Ó-le hefur verið opnað á ný eftir nokkurra mánaða lokun. Það er enn sem áður í sama húsnæði í Hafnarstræti og bruggar enn sama gamla kaffið.

Kaffi Ó-le hafði verið rekið við góðan orðstír meðal kaffiáhugamanna, bæði sérvitringa og gutlara, þegar það lokaði í byrjun september. Staðurinn hafði verið rekinn samhliða veitingastaðnum Brút og lokaði samhliða honum sömuleiðis.

Nú er hann opinn á ný en það staðfestir bæði starfsmaður á kaffibarnum sem og uppfærslur á samfélagsmiðlum. Staðurinn hefur lítið breyst og en er boðið upp á kaffi frá kaffibrennslunni Kaffibrugghúsinu.

Yfir vetrartímann er opið frá klukkan 8:00 til 15:00 miðvikudaga og til og með sunnudögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×