Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar 8. desember 2025 09:32 Vandinn sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi er flókinn og margþættur. Í grunninn má þó rekja nær allan vandann til skorts á starfsfólki til að sinna þjónustunni. Lokun endurhæfingar á Kristnesi um helgar hefur vakið sterk og skiljanleg viðbrögð en þar vantar átta stöðugildi svo hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Mikið álag hefur verið á lyflækningadeild og einnig ríkir óvissa vegna fyrirhugaðra uppsagna ferliverkasamninga við sérgreinalækna og hafa þrír læknar sagt upp. Þetta er keðjuverkandi mönnunarvandi sem snertir allt kerfið á svæðinu og því er nauðsynlegt að leita fjölbreyttra og samþættra leiða til að leysa hann. Mönnun hefst í skólakerfinu Nauðsynlegt er að ráðist verði í markvisst kynningarátak í framhaldsskólum á Norðurlandi þar sem námstækifæri í hjúkrun, sjúkraliðanámi, læknisfræði og öðrum heilbrigðisgreinum eru kynnt. Skilaboðin þurfa að vera skýr: hér eru tækifæri til starfa, hér er framtíð. Hjúkrunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er nú kennt sem lotunám en fjöldi nemenda af Norðausturlandi mætti vera mun meiri. Þá er enn beðið eftir hermisetri hjúkrunarfræðideildarinnar en það er nauðsynlegt til að styrkja aðstöðu fyrir verklega kennslu og þjálfun og þar með fjölga nemendum. Viðurkenna þarf að landsbyggðin er dýrari og læra af reynslu Norðmanna Það er einfaldlega dýrara að reka heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Því þarf að tryggja aukið fjármagn til SAk ásamt svigrúmi til launahvata og sértækra mönnunarúrræða. Við eigum jafnframt að horfa til þess sem Norðmenn hafa gert, þar sem öflugar fjarlækningar, sérhæfð þjónusta á svæðissjúkrahúsum og markvissir hvatar hafa verið notaðir til að tryggja örugga þjónustu á landsbyggðunum. Sveitarfélagið verður líka að axla ábyrgð Akureyri á að vera raunhæfur kostur fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem vill byggja líf sitt og starf á Norðurlandi. Við þurfum að fara í heildstæða skoðun á því hvað sveitarfélagið getur gert til að laða að fólk í nánu samstarfi við ríki og heilbrigðisstofnanir. Fráflæðisvandinn Fráflæðisvandi er nú þegar að þrýsta á lyflækningadeild SAk og endurhæfingu á Kristnesi. Ákvörðunin um að loka Kristnesi um helgar mun gera þennan vanda verri. Það að 22 hjúkrunarrými á Hlíðarheimilinu hafi verið lokuð í nokkur ár er ólíðandi í þeirri stöðu sem nú er uppi. Það þarf að hraða opnun þessara rýma sem frekast er unnt og jafnframt skoða aðrar lausnir í millitíðinni til að mæta alvarlegum fráflæðis- og húsnæðisvanda. Bráðaaðgerðir og langtímaáætlun Við þurfum bæði tafarlausar aðgerðir og skýra langtímasýn. Nú þegar þarf að tryggja mönnun á lyflækningadeild, verja endurhæfingu á Kristnesi og hraða opnun rýma á Hlíð. Á sama tíma liggur fyrir að byggja við Sjúkrahúsið á Akureyri og reisa nýtt hjúkrunarheimili. Spurningin sem við verðum að svara núna er einföld: hvernig ætlum við að manna þessa viðbót? Ef ekki er gripið inn í nú þegar stöndum við frammi fyrir því að geta ekki lengur haldið uppi þeirri frábæru þjónustu sem starfsfólk á SAk, HSN og Heilsuvernd sinnir. Góð skilyrði eru fyrir því að byggja upp trausta og framsækna heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Starfshópurinn sem nú vinnur að málinu þarf að horfa heildstætt á vandann og leita fjölbreyttra lausna í þverfaglegu samstarfi ráðuneyta og hlutaðeigenda. Þar þurfa sérstaklega að koma að ráðuneyti mennta-, heilbrigðis-, húsnæðis- og byggðamála, því aðeins með slíku samspili náum við varanlegum árangri. Höfundur er oddviti Framsóknar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Vandinn sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi er flókinn og margþættur. Í grunninn má þó rekja nær allan vandann til skorts á starfsfólki til að sinna þjónustunni. Lokun endurhæfingar á Kristnesi um helgar hefur vakið sterk og skiljanleg viðbrögð en þar vantar átta stöðugildi svo hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Mikið álag hefur verið á lyflækningadeild og einnig ríkir óvissa vegna fyrirhugaðra uppsagna ferliverkasamninga við sérgreinalækna og hafa þrír læknar sagt upp. Þetta er keðjuverkandi mönnunarvandi sem snertir allt kerfið á svæðinu og því er nauðsynlegt að leita fjölbreyttra og samþættra leiða til að leysa hann. Mönnun hefst í skólakerfinu Nauðsynlegt er að ráðist verði í markvisst kynningarátak í framhaldsskólum á Norðurlandi þar sem námstækifæri í hjúkrun, sjúkraliðanámi, læknisfræði og öðrum heilbrigðisgreinum eru kynnt. Skilaboðin þurfa að vera skýr: hér eru tækifæri til starfa, hér er framtíð. Hjúkrunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er nú kennt sem lotunám en fjöldi nemenda af Norðausturlandi mætti vera mun meiri. Þá er enn beðið eftir hermisetri hjúkrunarfræðideildarinnar en það er nauðsynlegt til að styrkja aðstöðu fyrir verklega kennslu og þjálfun og þar með fjölga nemendum. Viðurkenna þarf að landsbyggðin er dýrari og læra af reynslu Norðmanna Það er einfaldlega dýrara að reka heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Því þarf að tryggja aukið fjármagn til SAk ásamt svigrúmi til launahvata og sértækra mönnunarúrræða. Við eigum jafnframt að horfa til þess sem Norðmenn hafa gert, þar sem öflugar fjarlækningar, sérhæfð þjónusta á svæðissjúkrahúsum og markvissir hvatar hafa verið notaðir til að tryggja örugga þjónustu á landsbyggðunum. Sveitarfélagið verður líka að axla ábyrgð Akureyri á að vera raunhæfur kostur fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem vill byggja líf sitt og starf á Norðurlandi. Við þurfum að fara í heildstæða skoðun á því hvað sveitarfélagið getur gert til að laða að fólk í nánu samstarfi við ríki og heilbrigðisstofnanir. Fráflæðisvandinn Fráflæðisvandi er nú þegar að þrýsta á lyflækningadeild SAk og endurhæfingu á Kristnesi. Ákvörðunin um að loka Kristnesi um helgar mun gera þennan vanda verri. Það að 22 hjúkrunarrými á Hlíðarheimilinu hafi verið lokuð í nokkur ár er ólíðandi í þeirri stöðu sem nú er uppi. Það þarf að hraða opnun þessara rýma sem frekast er unnt og jafnframt skoða aðrar lausnir í millitíðinni til að mæta alvarlegum fráflæðis- og húsnæðisvanda. Bráðaaðgerðir og langtímaáætlun Við þurfum bæði tafarlausar aðgerðir og skýra langtímasýn. Nú þegar þarf að tryggja mönnun á lyflækningadeild, verja endurhæfingu á Kristnesi og hraða opnun rýma á Hlíð. Á sama tíma liggur fyrir að byggja við Sjúkrahúsið á Akureyri og reisa nýtt hjúkrunarheimili. Spurningin sem við verðum að svara núna er einföld: hvernig ætlum við að manna þessa viðbót? Ef ekki er gripið inn í nú þegar stöndum við frammi fyrir því að geta ekki lengur haldið uppi þeirri frábæru þjónustu sem starfsfólk á SAk, HSN og Heilsuvernd sinnir. Góð skilyrði eru fyrir því að byggja upp trausta og framsækna heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Starfshópurinn sem nú vinnur að málinu þarf að horfa heildstætt á vandann og leita fjölbreyttra lausna í þverfaglegu samstarfi ráðuneyta og hlutaðeigenda. Þar þurfa sérstaklega að koma að ráðuneyti mennta-, heilbrigðis-, húsnæðis- og byggðamála, því aðeins með slíku samspili náum við varanlegum árangri. Höfundur er oddviti Framsóknar á Akureyri.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun