„Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. desember 2025 12:37 Arnór Sigurjónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Á myndinni til hægri má sjá þá Donald Trump forseta Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Valberg/Getty Sérfræðingur í varnar- og öryggismálum segir stöðu NATO áhyggjuefni í kjölfar útgáfu nýrrar þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna og jafnframt stórkostlegt vandamál fyrir Ísland. Evrópa og Bandaríkin eigi ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu. Í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eru stjórnvöld í Evrópu harðlega gagnrýnd. Þar segir að Bandaríkin vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu sem standi fyrir siðmenningarlegri eyðingu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir stefnuna lýsa vanvirðingu við Evrópu og ekki sé hægt að útiloka afskipti Bandaríkjastjórnar af kosningum líkt og gerst hafi í S-Ameríku. „Stærsta vandamálið er væntanlega það að Evrópa og Bandaríkin eiga ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum þarf Evrópa að vera undir það búin að geta staðið á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega,“ sagði Arnór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Evrópubúar ættu að hafa áhyggjur Hann telur ástæðu fyrir íbúa Evrópu að hafa áhyggjur, ekki síst Úkraínumenn. Bandaríkjamenn vilji koma á viðskiptatengslum við Rússa sem sé ómögulegt nema friður náist. „En hvernig það á að gera, það kemur ekki fram. Væntanlega á kostnað Úkraínu með, með því að gefa eftir land og ekki síst er Evrópa gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins.“ „Og það segir sitt að Pútín forseti er mjög ánægður með þessa nýju stefnu Bandaríkjanna,“ bætir Arnór við. Arnór segir stöðu NATO áhyggjuefni en bíða þurfi eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem væntanleg er. Vísbendingar séu um að Bandaríkin gætu dregið sig úr mörgum af sameiginlegum ákvörðunarferlum innan bandalagsins. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa í áratugi útvistað alfarið allar varnir landsins til annars vegar Bandaríkjanna í gegnum varnarsamninginn og hins vegar Atlantshafsbandalagsins í gegnum aðild okkar að því bandalagi.“ „Þessi stefna hefur verið góð og gild í mörg ár en það er kominn tími til þess að spyrja sig núna hvort að þetta sé skynsamlegt viðhorf gagnvart öryggi og vörnum landsins.“ Tímabært að íhuga að koma á fót íslenskum her Það sé frumskylda sérhverra sjálfstæðra og fullgildra þjóða að geta brugðist sjálf við strax áður en aðstoð berist, ef hún þá berst. „Ég hef talað fyrir því lengi að það sé tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega að koma á fót íslenskum her. Hann þarf ekki að vera stór en hann þarf að vera virkur og geta brugðist við óvæntum eða ófyrirséðum hættum.“ „Þetta væri þá fyrsti fyrirsvarinn fyrir því að við getum varið okkar innviði, hernaðarlega mikilvæga innviði þannig að við getum tekið á móti liðsauka ef hann kemur,“ sagði Arnór að endingu. NATO Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eru stjórnvöld í Evrópu harðlega gagnrýnd. Þar segir að Bandaríkin vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu sem standi fyrir siðmenningarlegri eyðingu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir stefnuna lýsa vanvirðingu við Evrópu og ekki sé hægt að útiloka afskipti Bandaríkjastjórnar af kosningum líkt og gerst hafi í S-Ameríku. „Stærsta vandamálið er væntanlega það að Evrópa og Bandaríkin eiga ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum þarf Evrópa að vera undir það búin að geta staðið á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega,“ sagði Arnór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Evrópubúar ættu að hafa áhyggjur Hann telur ástæðu fyrir íbúa Evrópu að hafa áhyggjur, ekki síst Úkraínumenn. Bandaríkjamenn vilji koma á viðskiptatengslum við Rússa sem sé ómögulegt nema friður náist. „En hvernig það á að gera, það kemur ekki fram. Væntanlega á kostnað Úkraínu með, með því að gefa eftir land og ekki síst er Evrópa gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins.“ „Og það segir sitt að Pútín forseti er mjög ánægður með þessa nýju stefnu Bandaríkjanna,“ bætir Arnór við. Arnór segir stöðu NATO áhyggjuefni en bíða þurfi eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem væntanleg er. Vísbendingar séu um að Bandaríkin gætu dregið sig úr mörgum af sameiginlegum ákvörðunarferlum innan bandalagsins. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa í áratugi útvistað alfarið allar varnir landsins til annars vegar Bandaríkjanna í gegnum varnarsamninginn og hins vegar Atlantshafsbandalagsins í gegnum aðild okkar að því bandalagi.“ „Þessi stefna hefur verið góð og gild í mörg ár en það er kominn tími til þess að spyrja sig núna hvort að þetta sé skynsamlegt viðhorf gagnvart öryggi og vörnum landsins.“ Tímabært að íhuga að koma á fót íslenskum her Það sé frumskylda sérhverra sjálfstæðra og fullgildra þjóða að geta brugðist sjálf við strax áður en aðstoð berist, ef hún þá berst. „Ég hef talað fyrir því lengi að það sé tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega að koma á fót íslenskum her. Hann þarf ekki að vera stór en hann þarf að vera virkur og geta brugðist við óvæntum eða ófyrirséðum hættum.“ „Þetta væri þá fyrsti fyrirsvarinn fyrir því að við getum varið okkar innviði, hernaðarlega mikilvæga innviði þannig að við getum tekið á móti liðsauka ef hann kemur,“ sagði Arnór að endingu.
NATO Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira