Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar 8. desember 2025 17:01 Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki. Því er mælt með að neyta sem allra minnst af þessum vörum. Neysla á 50 grömmum af unnu kjöti á dag eykur áhættuna á ristilkrabbameini um 18%. Fjöldi rannsókna sýna einnig tengsl milli unninna kjötvara og brjósta-, bris-, blöðruhálskirtils- og þvagblöðrukrabbameina. Rekja má 644.000 ótímabær dauðsföll árlega til neyslu á unnu kjöti. Ferilrannsókn sem fylgdi 134.297 þátttakendum eftir sýndi að þau sem neyttu yfir 150 grömm af unnu kjöti á viku voru 46% líklegri til að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Fjöldi framsærra ferilrannsókna hafa sýnt sterk tengsl milli neyslu á unninni kjötvöru og áunninni sykursýki, en 50 gramma dagsneysla jók áhættuna á sjúkdómnum um 51%. Ellefu milljónir manna deyja árlega vegna slæms mataræðis. Skýringarmynd frá bresku samtökunum Cancer Research UK. Neysla svínakjöts Á Íslandi eru um 80 þúsund svínum slátrað árlega. Það gera um 200 svín á dag. Árleg innlend framleiðsla á svínakjöti er um 6.000-7.000 tonn. Við þetta bætist svo við innflutningur á um 1.700 tonnum. Meðalneysla Íslendings á svínakjöti er 21 kg á ári. Stór hluti svínakjöts endar sem unnin kjötvara. Meðferð svína í matvælaiðnaði Nær allar afurðir af svínum koma frá verksmiðjubúum. Framleiðslan byggir á þauleldi þar sem velferð dýra er fórnað fyrir hagkvæmni. Dýrin eru haldin við aðstæður sem eru eins langt frá þeirra náttúrulega umhverfi og hugsast getur. Þau geta með engu móti uppfyllt sínar náttúrulegu þarfir eða sýnt sitt eðlilega atferli. Svín eru með greindustu dýrum, þau er mannelsk og leikglöð. Í verksmiðjubúum landsins lifa þau innilokuð ævilangt. Þeim er aldrei hleypt út og geta aldrei andað að sér fersku lofti. Gyltur eru hafðar í gotstíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Tennur grísa og hali þeirra er klipptur án deyfingar. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein er klippt af dýrinu. Þegar að endalokum er komið þá eru þessi dásamlegu dýr sett í gasklefa þar sem sem þau enda líf sitt óttaslegin og þjökuð af sársauka. Framleiðsla á heilsuspillandi vörum úr þjáðum dýrum Þjáning svína í matvælaiðnaði er ekki einungis hörmulegt brot á réttindum dýra heldur er varan sem fengin er með þessum ömurlegu aðferðum ógn við heilsu manna. Á sama tíma og íslenska ríkið vill tala fyrir lýðheilsu fær þessi iðnaður greidda styrki úr vösum landsmanna. Það skýtur skökku við markmiði stjórnvalda um heilsueflingu þjóðar. Það er brýnt að niðurgreiðsla á slíkri matvöru verði hætt. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi fjórða árið í röð. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður.Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Heilbrigðismál Matur Dýraheilbrigði Mest lesið Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Sjá meira
Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki. Því er mælt með að neyta sem allra minnst af þessum vörum. Neysla á 50 grömmum af unnu kjöti á dag eykur áhættuna á ristilkrabbameini um 18%. Fjöldi rannsókna sýna einnig tengsl milli unninna kjötvara og brjósta-, bris-, blöðruhálskirtils- og þvagblöðrukrabbameina. Rekja má 644.000 ótímabær dauðsföll árlega til neyslu á unnu kjöti. Ferilrannsókn sem fylgdi 134.297 þátttakendum eftir sýndi að þau sem neyttu yfir 150 grömm af unnu kjöti á viku voru 46% líklegri til að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Fjöldi framsærra ferilrannsókna hafa sýnt sterk tengsl milli neyslu á unninni kjötvöru og áunninni sykursýki, en 50 gramma dagsneysla jók áhættuna á sjúkdómnum um 51%. Ellefu milljónir manna deyja árlega vegna slæms mataræðis. Skýringarmynd frá bresku samtökunum Cancer Research UK. Neysla svínakjöts Á Íslandi eru um 80 þúsund svínum slátrað árlega. Það gera um 200 svín á dag. Árleg innlend framleiðsla á svínakjöti er um 6.000-7.000 tonn. Við þetta bætist svo við innflutningur á um 1.700 tonnum. Meðalneysla Íslendings á svínakjöti er 21 kg á ári. Stór hluti svínakjöts endar sem unnin kjötvara. Meðferð svína í matvælaiðnaði Nær allar afurðir af svínum koma frá verksmiðjubúum. Framleiðslan byggir á þauleldi þar sem velferð dýra er fórnað fyrir hagkvæmni. Dýrin eru haldin við aðstæður sem eru eins langt frá þeirra náttúrulega umhverfi og hugsast getur. Þau geta með engu móti uppfyllt sínar náttúrulegu þarfir eða sýnt sitt eðlilega atferli. Svín eru með greindustu dýrum, þau er mannelsk og leikglöð. Í verksmiðjubúum landsins lifa þau innilokuð ævilangt. Þeim er aldrei hleypt út og geta aldrei andað að sér fersku lofti. Gyltur eru hafðar í gotstíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Tennur grísa og hali þeirra er klipptur án deyfingar. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein er klippt af dýrinu. Þegar að endalokum er komið þá eru þessi dásamlegu dýr sett í gasklefa þar sem sem þau enda líf sitt óttaslegin og þjökuð af sársauka. Framleiðsla á heilsuspillandi vörum úr þjáðum dýrum Þjáning svína í matvælaiðnaði er ekki einungis hörmulegt brot á réttindum dýra heldur er varan sem fengin er með þessum ömurlegu aðferðum ógn við heilsu manna. Á sama tíma og íslenska ríkið vill tala fyrir lýðheilsu fær þessi iðnaður greidda styrki úr vösum landsmanna. Það skýtur skökku við markmiði stjórnvalda um heilsueflingu þjóðar. Það er brýnt að niðurgreiðsla á slíkri matvöru verði hætt. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi fjórða árið í röð. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður.Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun