Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2025 11:26 Róbert Ragnarsson er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Hann hefur starfað sem bæjarstjóri Grindavíkur, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í ráðgjafarfyrirtæki. Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, hefur boðið sig fram til að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Róbert greinir frá þessu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla i dag. Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík ákvað í síðasta mánuði að leiðtogavali flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar verði þann 31.janúar næstkomandi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnt að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Í tilkynningu Róberts segir að Reykjavík sé stærsta og öflugasta sveitarfélag landsins og eigi að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Það hafi ekki tekist. „Það eru langir biðlistar í þjónustu fyrir börn, umferðin fer á hliðina þegar snjóar og ungt fólk leitar út fyrir borgina í leit að húsnæði og leikskólaþjónustu. Á meðan tekur borgarstjórn 12 tíma að fjalla um fjárhagsáætlun og helsta fréttin er ágreiningur um selalaug! Engin furða að traust til borgarstjórnar mælist lægra en hitastig í maí. Þetta á ekki að vera bragurinn á framsækinni borg. Ég gekk til liðs við Viðreisn árið 2016 vegna þess að flokkurinn boðar valfrelsi, styður við atvinnulífið og hefur kjark til að taka til í fjármálum og rekstri. Ég býð mig fram í fyrsta sæti til að leiða öflugan hóp til sigurs í borgarstjórnarkosningum. Ég sé fyrir mér borg með skilvirkum rekstri og fjárfestingu í innviðum í öllum hverfum. Borg þar sem foreldrar hafa val um dagvistun og börn komast að í kjölfar fæðingarorlofs. Borg þar sem umferð gengur greitt og borgarbúar velja að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Borg þar sem borgarbúar hafa val um fjölbreytta búsetu. Borg þar sem atvinnulífið fær frið til að skapa störf og verðmæti fyrir samfélagið. Þessi framtíðarsýn kallar á breyttar áherslur í borgarstjórn. Þá framtíðarsýn þarf að móta á faglegan, framsækin og styðjandi hátt fyrir alla nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Leiðarljósið er meira val og betri þjónusta fyrir borgarbúa, minna bruðl og bras í borgarstjórn. Ég er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Ég hef verið bæjarstjóri, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins. Ég hef unnið með fólki úr öllum flokkum við að straumlínulaga rekstur, bæta þjónustu og efla samfélög. Meðal annars fyrir Reykjavíkurborg. Alltof oft stranda góðar hugmyndir og komast ekki til framkvæmda. Óþreyja mín fyrir því hefur vaxið og nú vil ég stíga inn á pólitíska sviðið, taka ábyrgð, ná góðum árangri og auka traust til borgarstjórnar. Reynsla mín af því að leiða fólk saman og finna sameiginlegar lausnir mun bæta rekstur borgarinnar og skila peningum í þjónustuna sem við viljum fá,“ segir í tilkynningunni. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Róbert greinir frá þessu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla i dag. Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík ákvað í síðasta mánuði að leiðtogavali flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar verði þann 31.janúar næstkomandi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnt að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Í tilkynningu Róberts segir að Reykjavík sé stærsta og öflugasta sveitarfélag landsins og eigi að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Það hafi ekki tekist. „Það eru langir biðlistar í þjónustu fyrir börn, umferðin fer á hliðina þegar snjóar og ungt fólk leitar út fyrir borgina í leit að húsnæði og leikskólaþjónustu. Á meðan tekur borgarstjórn 12 tíma að fjalla um fjárhagsáætlun og helsta fréttin er ágreiningur um selalaug! Engin furða að traust til borgarstjórnar mælist lægra en hitastig í maí. Þetta á ekki að vera bragurinn á framsækinni borg. Ég gekk til liðs við Viðreisn árið 2016 vegna þess að flokkurinn boðar valfrelsi, styður við atvinnulífið og hefur kjark til að taka til í fjármálum og rekstri. Ég býð mig fram í fyrsta sæti til að leiða öflugan hóp til sigurs í borgarstjórnarkosningum. Ég sé fyrir mér borg með skilvirkum rekstri og fjárfestingu í innviðum í öllum hverfum. Borg þar sem foreldrar hafa val um dagvistun og börn komast að í kjölfar fæðingarorlofs. Borg þar sem umferð gengur greitt og borgarbúar velja að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Borg þar sem borgarbúar hafa val um fjölbreytta búsetu. Borg þar sem atvinnulífið fær frið til að skapa störf og verðmæti fyrir samfélagið. Þessi framtíðarsýn kallar á breyttar áherslur í borgarstjórn. Þá framtíðarsýn þarf að móta á faglegan, framsækin og styðjandi hátt fyrir alla nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Leiðarljósið er meira val og betri þjónusta fyrir borgarbúa, minna bruðl og bras í borgarstjórn. Ég er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Ég hef verið bæjarstjóri, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins. Ég hef unnið með fólki úr öllum flokkum við að straumlínulaga rekstur, bæta þjónustu og efla samfélög. Meðal annars fyrir Reykjavíkurborg. Alltof oft stranda góðar hugmyndir og komast ekki til framkvæmda. Óþreyja mín fyrir því hefur vaxið og nú vil ég stíga inn á pólitíska sviðið, taka ábyrgð, ná góðum árangri og auka traust til borgarstjórnar. Reynsla mín af því að leiða fólk saman og finna sameiginlegar lausnir mun bæta rekstur borgarinnar og skila peningum í þjónustuna sem við viljum fá,“ segir í tilkynningunni.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira