Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 10. desember 2025 14:03 Allt bendir til að upptaka kílómetragjalda á næsta ári muni auka hagnað olíufélaga á kostnað almennings og breyting á „almennri heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignar inn á húsnæðislán“ jafngildi milljörðum í skattahækkun á millistéttina. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskoða eða fresta áformum um álagningu kílómetragjalda og veita öllum húsnæðiseigendum heimild til hámarksnýtingar í séreignarleiðinni. Kílómetragjöld á almenning og aukin álagning á eldsneyti á nýju ári Stjórnvöld hafa boðað upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á næsta ári og tilsvarandi niðurfellingu olíugjalda og vörugjalda. Gert er ráð fyrir að niðurfelling olíugjalda og vörugjalda á árinu 2026, upp á rúmlega 20 milljarða króna m.v. horfur ársins 2025, muni að fullu skila sér í lækkuðu eldsneytisverði á dælu. Viska bendir á, rétt eins og Alþýðusambandið hefur ítrekað gert, að olíufélögin hafa engan hvata til að skila niðurfellingu gjalda að fullu til neytenda og stjórnvöld hafa ekki í hyggju að hafa eftirlit með verðinu. Álagning á eldsneyti mun því hækka á nýju ári til hagsbóta fyrir olíufélögin og almenningur greiða hærra verð fyrir eldsneyti en áður, þegar horft er til kílómetragjalda og aukinnar álagningar á dælunni. Viska hvetur stjórnvöld til að fresta upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á árinu 2026 og halda gjöldum á eldsneyti óbreyttum, í það minnsta þangað til að verðbólgan nær markmiði og stjórnvöld hafa tryggt viðunandi eftirlit með olíufélögunum. Minnst 4 milljarða skattahækkun líkleg vegna séreignarúrræðisins Í umsögn Visku um fjárlagafrumvarpið er bent á að virði “almennrar heimildar til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán” jafngildi rúmlega 7 milljörðum í skattaafslátt miðað við núverandi notkun. Síðan þá hefur ríkisstjórnin boðað afnám úrræðisins að hluta á árinu 2026 með þeim orðum að „allir eigendur íbúða muni geta nýtt sér heimildina í 10 ár”. Leiða má líkum að því að stjórnvöld hafi í hyggju að veita öllum 10 ára glugga til að nýta heimildina frá fyrstu nýtingu, óháð því hversu mikið úrræðið er nýtt. Ef 50% þeirra sem nýtt hafa úrræðið detta út núna um áramótin (sem er varfærið mat) verður því afnuminn skattaafsláttur á árinu 2026 sem nemur minnst tæplega 4 milljörðum króna. Líta má á það afnám sem ígildi skattahækkana. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskilgreina 10 ára hámarkið og veita öllum húsnæðiseigendum, sem keyptu húsnæði fyrir 2016, heimild til að nýta ígildi 10 ára skattaafsláttar þ.e. 5 milljónir fyrir einstakling og 7,5 milljónir fyrir hjón. Sú leið tryggir jafnræði allra og er sanngjarnari gagnvart lægri tekjuhópum en núverandi leið. Millistéttin getur ekki tekið á sig meiri byrðar og síaukinn jöfnuð (meira um það síðar) Þótt Viska fagni þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að koma jafnvægi á fjármálin með aukinni tekjuöflun bendir Viska á að millitekjuhópar og efri millitekjuhópar eru þegar skattlagðir í botn á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar greiðir nær enga beina skatta þegar leiðrétt er fyrir tilfærslum og millistéttin hefur þegar greitt mikið fyrir jöfnuðinn. Með krónutöluhækkunum og tilfærslu barna- og vaxtabóta til lægri tekjuhópa. Bótakerfin á Íslandi eru mun lágtekjumiðaðri en á öðrum Norðurlöndum og skattlagning, þegar einnig er horft til skyldugreiðslna utan skatta, er hærri en á mörgum öðrum Norðurlöndum. Viska mun fjalla nánar um stöðu millitekjuhópa á Íslandi á nýju ári í samanburði Norðurlanda. Meira um það síðar. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags, stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hilmarsson Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Allt bendir til að upptaka kílómetragjalda á næsta ári muni auka hagnað olíufélaga á kostnað almennings og breyting á „almennri heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignar inn á húsnæðislán“ jafngildi milljörðum í skattahækkun á millistéttina. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskoða eða fresta áformum um álagningu kílómetragjalda og veita öllum húsnæðiseigendum heimild til hámarksnýtingar í séreignarleiðinni. Kílómetragjöld á almenning og aukin álagning á eldsneyti á nýju ári Stjórnvöld hafa boðað upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á næsta ári og tilsvarandi niðurfellingu olíugjalda og vörugjalda. Gert er ráð fyrir að niðurfelling olíugjalda og vörugjalda á árinu 2026, upp á rúmlega 20 milljarða króna m.v. horfur ársins 2025, muni að fullu skila sér í lækkuðu eldsneytisverði á dælu. Viska bendir á, rétt eins og Alþýðusambandið hefur ítrekað gert, að olíufélögin hafa engan hvata til að skila niðurfellingu gjalda að fullu til neytenda og stjórnvöld hafa ekki í hyggju að hafa eftirlit með verðinu. Álagning á eldsneyti mun því hækka á nýju ári til hagsbóta fyrir olíufélögin og almenningur greiða hærra verð fyrir eldsneyti en áður, þegar horft er til kílómetragjalda og aukinnar álagningar á dælunni. Viska hvetur stjórnvöld til að fresta upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á árinu 2026 og halda gjöldum á eldsneyti óbreyttum, í það minnsta þangað til að verðbólgan nær markmiði og stjórnvöld hafa tryggt viðunandi eftirlit með olíufélögunum. Minnst 4 milljarða skattahækkun líkleg vegna séreignarúrræðisins Í umsögn Visku um fjárlagafrumvarpið er bent á að virði “almennrar heimildar til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán” jafngildi rúmlega 7 milljörðum í skattaafslátt miðað við núverandi notkun. Síðan þá hefur ríkisstjórnin boðað afnám úrræðisins að hluta á árinu 2026 með þeim orðum að „allir eigendur íbúða muni geta nýtt sér heimildina í 10 ár”. Leiða má líkum að því að stjórnvöld hafi í hyggju að veita öllum 10 ára glugga til að nýta heimildina frá fyrstu nýtingu, óháð því hversu mikið úrræðið er nýtt. Ef 50% þeirra sem nýtt hafa úrræðið detta út núna um áramótin (sem er varfærið mat) verður því afnuminn skattaafsláttur á árinu 2026 sem nemur minnst tæplega 4 milljörðum króna. Líta má á það afnám sem ígildi skattahækkana. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskilgreina 10 ára hámarkið og veita öllum húsnæðiseigendum, sem keyptu húsnæði fyrir 2016, heimild til að nýta ígildi 10 ára skattaafsláttar þ.e. 5 milljónir fyrir einstakling og 7,5 milljónir fyrir hjón. Sú leið tryggir jafnræði allra og er sanngjarnari gagnvart lægri tekjuhópum en núverandi leið. Millistéttin getur ekki tekið á sig meiri byrðar og síaukinn jöfnuð (meira um það síðar) Þótt Viska fagni þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að koma jafnvægi á fjármálin með aukinni tekjuöflun bendir Viska á að millitekjuhópar og efri millitekjuhópar eru þegar skattlagðir í botn á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar greiðir nær enga beina skatta þegar leiðrétt er fyrir tilfærslum og millistéttin hefur þegar greitt mikið fyrir jöfnuðinn. Með krónutöluhækkunum og tilfærslu barna- og vaxtabóta til lægri tekjuhópa. Bótakerfin á Íslandi eru mun lágtekjumiðaðri en á öðrum Norðurlöndum og skattlagning, þegar einnig er horft til skyldugreiðslna utan skatta, er hærri en á mörgum öðrum Norðurlöndum. Viska mun fjalla nánar um stöðu millitekjuhópa á Íslandi á nýju ári í samanburði Norðurlanda. Meira um það síðar. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags, stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra á Íslandi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun