Fótbolti

Glódís Perla mátti þola svekkjandi niður­stöðu í Madríd

Aron Guðmundsson skrifar
Glódís í leik kvöldsins
Glódís í leik kvöldsins Vísir/Getty

Glódís Perla Viggósdóttir, bar fyrirliðabandið og var í hjarta varnarinnar hjá Bayern Munchen sem gerði 2-2 jafntefli við Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Atletico jafnaði leikinn á lokamínútum leiksins. 

Raunar var það Atletico Madrid sem skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld. Það gerði Vilde Boe Risa úr vítaspyrnu eftir að Glódís Perla hafði verið dæmd brotleg innan vítateigs. Atletico komið einu marki yfir.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 63.mínútu þegar að Pernille Harder jafnaði leikinn fyrir Bayern. Hún var svo aftur á ferðinni á 78.mínútu er hún skoraði annað mark sitt og Bayern og kom liðinu yfir í stöðuna 2-1. 

Þegar að allt virtist ætla að stefna í sigur Bayern Munchen tókst Fiammo Benítez að troða inn jöfnunarmarki fyrir Atletico Madrid og reyndist það lokamark leiksins. 

Lokatölur 2-2 jafntefli sem gerir það að verkum að Bayern situr í 6.sæti Meistaradeildarinnar með tíu stig að loknum fimm umferðum. Atletico Madrid er í 11.sæti með sjö stig.

Í öðrum leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má nefna að Chelsea gjörsamlega valtaði yfir Roma með sex mörkum gegn engum.

Þá hafði franska liðið Lyonnes betur gegn Manchester United á útivelli, 3-0. Með sigrinum jafnar Lyonnes topplið Barcelona að stigum á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×