Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar 13. desember 2025 09:01 Til ykkar sem stýrið orkufyrirtækjum og veitum og til ykkar sem eigið eftir að velja ykkur náms- og starfsleiðir: orkan okkar er ekki bara megavött, jarðhitaholur og raflínur. Orkan okkar er fólk. Ef við nýtum ekki hæfileika alls hópsins, þá nýtum við ekki orkuna til fulls. Núna starfar stór hópur kvenna í orku- og veitugeiranum í mjög fjölbreyttum störfum. Þær starfa á aflstöðvum og í stjórnstöðvum, í fjármálum og greiningu, í öryggis- og gæðamálum, við þróun virkjunarkosta, í mannauði og samskiptum, hönnun og stafrænni þróun, bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Hver og ein á sinn þátt í að skapa orkuna á Íslandi. Lítil breyting en samt svo mikil Sem formaður KÍO, Kvenna í orkumálum, og stjórnandi í orkugeiranum í rúman áratug sé ég þessa breidd á hverjum degi. Við hjá KÍO höfum frá árinu 2017 unnið að greiningu með ráðgjafarfyrirtækinu EY á kynjahlutföllum innan stærstu fyrirtækja geirans. Niðurstöðurnar sýna að hlutfall kvenna í hópi starfsfólks orku- og veitugeirans hefur ekki breyst mikið á þessum árum, að undanskildum framkvæmdastjórnum þar sem hlutur kvenna hefur aukist. Hlutföllin segja þó ekki alla söguna. Geirinn hefur stækkað og því hefur konum í greininni fjölgað verulega, þótt hlutfallið standi að mestu í stað. Á vinnustöðunum upplifum við þannig gjörbreytingu á síðustu fimm árum, jafnvel þótt tölfræðin sýni aðeins hóflega breytingu. Ástæðan er meðal annars sú að samsetning hópsins hefur breyst. Konur eru ekki lengur að stórum hluta í þjónustu- og stoðhlutverkum; þær eru komnar í áhrifastöður í orkugeiranum. Þær leiða þróunarverkefni, stýra stafrænum umbreytingum, fjármagna framkvæmdir, byggja upp öryggis- og umbótamenningu, hanna stafrænar lausnir og taka þátt í flóknum ákvörðunum um nýtingu og uppbyggingu. Hópurinn er líka orðinn mun fjölbreyttari, yngri og eldri konur, ólík menntun og ólíkur bakgrunnur. Mest hallar enn á í störfum sem krefjast iðnmenntunar og þar þurfum við að gera betur. Til þess þarf bæði breitt samstarf við yfirvöld og menntastofnanir og fleiri og fjölbreyttari fyrirmyndir. Einn, tveir... Af tólf stærstu orku- og veitufyrirtækjum landsins situr kona á forstjórastóli í tveimur þeirra. Það er framför og hún skiptir máli, en hún segir okkur líka að það eru tækifæri til að gera betur. Fjölbreytt teymi taka betri ákvarðanir, leysa hraðar úr flóknum áskorunum og skapa meira traust, það veit hver sá sem hefur stýrt breytingum eða setið í stjórn. Í geira þar sem við erum að fjárfesta fyrir tugi milljarða, breyta landnotkun og tryggja orkuskipti fyrir heila þjóð er einfaldlega óskynsamlegt að nýta ekki hæfileika fólks af öllum kynjum og með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu. Þess vegna höfum við í KÍO sett af stað vitundarvakninguna „Hér starfa líka konur“. Með viðtölum og myndum á samfélagsmiðlum sýnum við konur í ólíkum störfum og búum þannig til fyrirmyndir: jarðfræðing sem kortleggur jarðhita, sérfræðing í stjórnstöð sem fylgist með flæði orkunnar, fjármálastjóra sem tryggir að góðar hugmyndir fái eldsneyti, rafvirkja sem sinnir rekstri og viðhaldi í aflstöð og öryggis- og gæðastjóra sem byggir upp trausta öryggismenningu. Þar fyrir utan höldum við viðburði allt árið þar sem konur í geiranum tengjast og mynda sterkt faglegt net. Skýr skilaboð Skilaboðin til ungs fólks og þeirra sem eru að velta næstu skrefum fyrir sér eru einföld: það eru fleiri leiðir inn í orkugeirann en þú heldur. Þetta er sannarlega geiri fyrir tæknifólk og verkfræðinga,en líka fyrir lögfræðinga, hönnuði, rafvirkja, pípara, verkefnastjóra, rekstrarfólk og mannauðs- og samskiptasérfræðinga. Þetta er vettvangur fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem vill hafa áhrif og byggja upp innviði framtíðar. Skilaboðin til fyrirtækjanna eru ekki síður skýr: það skiptir máli hvernig þið ráðið, leiðið og lyftið fólki upp. Ég er sannfærð um að aukin fjölbreytni í starfsmannahópnum á öllum sviðum orkugeirans muni auka verðmætasköpun og ýta undir samkeppnishæfni hans til framtíðar. Höfundur er formaður KÍO - Kvenna í orkumálum og forstöðumaður hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Til ykkar sem stýrið orkufyrirtækjum og veitum og til ykkar sem eigið eftir að velja ykkur náms- og starfsleiðir: orkan okkar er ekki bara megavött, jarðhitaholur og raflínur. Orkan okkar er fólk. Ef við nýtum ekki hæfileika alls hópsins, þá nýtum við ekki orkuna til fulls. Núna starfar stór hópur kvenna í orku- og veitugeiranum í mjög fjölbreyttum störfum. Þær starfa á aflstöðvum og í stjórnstöðvum, í fjármálum og greiningu, í öryggis- og gæðamálum, við þróun virkjunarkosta, í mannauði og samskiptum, hönnun og stafrænni þróun, bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Hver og ein á sinn þátt í að skapa orkuna á Íslandi. Lítil breyting en samt svo mikil Sem formaður KÍO, Kvenna í orkumálum, og stjórnandi í orkugeiranum í rúman áratug sé ég þessa breidd á hverjum degi. Við hjá KÍO höfum frá árinu 2017 unnið að greiningu með ráðgjafarfyrirtækinu EY á kynjahlutföllum innan stærstu fyrirtækja geirans. Niðurstöðurnar sýna að hlutfall kvenna í hópi starfsfólks orku- og veitugeirans hefur ekki breyst mikið á þessum árum, að undanskildum framkvæmdastjórnum þar sem hlutur kvenna hefur aukist. Hlutföllin segja þó ekki alla söguna. Geirinn hefur stækkað og því hefur konum í greininni fjölgað verulega, þótt hlutfallið standi að mestu í stað. Á vinnustöðunum upplifum við þannig gjörbreytingu á síðustu fimm árum, jafnvel þótt tölfræðin sýni aðeins hóflega breytingu. Ástæðan er meðal annars sú að samsetning hópsins hefur breyst. Konur eru ekki lengur að stórum hluta í þjónustu- og stoðhlutverkum; þær eru komnar í áhrifastöður í orkugeiranum. Þær leiða þróunarverkefni, stýra stafrænum umbreytingum, fjármagna framkvæmdir, byggja upp öryggis- og umbótamenningu, hanna stafrænar lausnir og taka þátt í flóknum ákvörðunum um nýtingu og uppbyggingu. Hópurinn er líka orðinn mun fjölbreyttari, yngri og eldri konur, ólík menntun og ólíkur bakgrunnur. Mest hallar enn á í störfum sem krefjast iðnmenntunar og þar þurfum við að gera betur. Til þess þarf bæði breitt samstarf við yfirvöld og menntastofnanir og fleiri og fjölbreyttari fyrirmyndir. Einn, tveir... Af tólf stærstu orku- og veitufyrirtækjum landsins situr kona á forstjórastóli í tveimur þeirra. Það er framför og hún skiptir máli, en hún segir okkur líka að það eru tækifæri til að gera betur. Fjölbreytt teymi taka betri ákvarðanir, leysa hraðar úr flóknum áskorunum og skapa meira traust, það veit hver sá sem hefur stýrt breytingum eða setið í stjórn. Í geira þar sem við erum að fjárfesta fyrir tugi milljarða, breyta landnotkun og tryggja orkuskipti fyrir heila þjóð er einfaldlega óskynsamlegt að nýta ekki hæfileika fólks af öllum kynjum og með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu. Þess vegna höfum við í KÍO sett af stað vitundarvakninguna „Hér starfa líka konur“. Með viðtölum og myndum á samfélagsmiðlum sýnum við konur í ólíkum störfum og búum þannig til fyrirmyndir: jarðfræðing sem kortleggur jarðhita, sérfræðing í stjórnstöð sem fylgist með flæði orkunnar, fjármálastjóra sem tryggir að góðar hugmyndir fái eldsneyti, rafvirkja sem sinnir rekstri og viðhaldi í aflstöð og öryggis- og gæðastjóra sem byggir upp trausta öryggismenningu. Þar fyrir utan höldum við viðburði allt árið þar sem konur í geiranum tengjast og mynda sterkt faglegt net. Skýr skilaboð Skilaboðin til ungs fólks og þeirra sem eru að velta næstu skrefum fyrir sér eru einföld: það eru fleiri leiðir inn í orkugeirann en þú heldur. Þetta er sannarlega geiri fyrir tæknifólk og verkfræðinga,en líka fyrir lögfræðinga, hönnuði, rafvirkja, pípara, verkefnastjóra, rekstrarfólk og mannauðs- og samskiptasérfræðinga. Þetta er vettvangur fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem vill hafa áhrif og byggja upp innviði framtíðar. Skilaboðin til fyrirtækjanna eru ekki síður skýr: það skiptir máli hvernig þið ráðið, leiðið og lyftið fólki upp. Ég er sannfærð um að aukin fjölbreytni í starfsmannahópnum á öllum sviðum orkugeirans muni auka verðmætasköpun og ýta undir samkeppnishæfni hans til framtíðar. Höfundur er formaður KÍO - Kvenna í orkumálum og forstöðumaður hjá Landsvirkjun.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun