Erlent

„Arki­tektar gervi­greindar“ manneskja ársins hjá Time

Atli Ísleifsson skrifar
Í rökstuðningi segir að 2025 hafi verið árið þar sem öllum hafi verið ljóst um möguleika gervigreindar.
Í rökstuðningi segir að 2025 hafi verið árið þar sem öllum hafi verið ljóst um möguleika gervigreindar. Time

Bandaríska tímaritið Time hefur valið „arkitekta gervigreindar“ sem manneskju ársins.

Tímaritið greindi frá þessu í morgun. Í rökstuðningi segir að 2025 hafi verið árið þar sem öllum hafi verið ljóst um möguleika gervigreindar. Ekki verði aftur snúið og sama hver spurningin var þá var gervigreindin svarið.

Oft ríkir mikil eftirvænting fyrir vali Time á manneskju ársins en það hefur blaðið gert í bráðum hundrað ár í röð en útnefninguna hlýtur sá sem tímaritið telur hafa haft hvað mest áhrif á umheiminn ár hvert.

Donald Trump, sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna í annað sinn í nóvember á síðasta ári, var manneskja ársins að mati Time Magazine á síðasta ári. Bandaríska söngkonan Taylor Swift var manneskja ársins 2023, Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu og „andi Úkraínu“ árið 2022. 

Árið 2021 var Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, manneskja ársins hjá TIME en Joe Biden og Kamala Harris, þá verðandi forseti og varaforseti, árið 2020.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×