Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2025 12:05 Margir liggja heima í kósýfötum þessa dagana og glíma við inflúensuna. Getty Inflúensufaraldurinn er enn á uppleið og segir sóttvarnalæknir erfitt að segja til um hvenær hann nái hámarki. Þá megi búast við að seinni bylgja inflúensunnar taki við eftir áramótin og að hún gangi jafnvel ekki niður fyrr en í mars. Í síðustu viku greindust 116 með inflúensuna. Um var að ræða fólk á öllum aldri. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir nokkuð um alvarleg veikindi, en 27 voru með inflúensuna á Landspítalanum í síðustu viku. „Þetta er ennþá á uppleið, þannig að það er ekki hægt að spá nákvæmlega hvenær toppinum er náð, en það er oftast svona í janúar. Við verðum bara að sjá til. Það er mikil útbreiðsla og það er allur aldur sem er að sýkjast og verða veikur, líka börn, ung börn.“ Hún segir miður að ekki hafi verið nógu mikið um bólusetningar. Þá verði veikindin alvarlegri enda dragi bólusetningar úr alvarleika veikinda. „Þó maður jafnvel smitist þá verður maður ekki eins veikur.“ Guðrún segir fólk vera að veikjast núna við inflúensu af tegund A, en jafnan komi tegund B síðar þá. „Hún kemur oft seinna og svona langdregið, jafnvel fram í mars, apríl og tegund B leggst oft meira á börnin en fullorðna, þannig að þetta er ekki endilega búið enn. Það er ekki hægt að spá alveg fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk fari varlega, noti almennar sóttvarnir og hugi að hreinlæti og umgengni. Fólk sem ekki er búið að láta bólusetja sig er hvatt til þess. „Það er auðvitað minna til af bóluefni eftir því sem lengra líður. Bóluefnið fer hratt út og það fer í ákveðna forgangsröð til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila fyrst og síðan til annarra aðila og svo er það svona gefið frjálst í desember. Þannig að það er kannski ekki mikið eftir,“ segir Guðrún. Þannig hafi hún ekki nákvæma yfirsýn yfir stöðuna á bóluefninu. „En ef að fólk getur fengið bólusetningu, þá hvetjum við til þess.“ Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Í síðustu viku greindust 116 með inflúensuna. Um var að ræða fólk á öllum aldri. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir nokkuð um alvarleg veikindi, en 27 voru með inflúensuna á Landspítalanum í síðustu viku. „Þetta er ennþá á uppleið, þannig að það er ekki hægt að spá nákvæmlega hvenær toppinum er náð, en það er oftast svona í janúar. Við verðum bara að sjá til. Það er mikil útbreiðsla og það er allur aldur sem er að sýkjast og verða veikur, líka börn, ung börn.“ Hún segir miður að ekki hafi verið nógu mikið um bólusetningar. Þá verði veikindin alvarlegri enda dragi bólusetningar úr alvarleika veikinda. „Þó maður jafnvel smitist þá verður maður ekki eins veikur.“ Guðrún segir fólk vera að veikjast núna við inflúensu af tegund A, en jafnan komi tegund B síðar þá. „Hún kemur oft seinna og svona langdregið, jafnvel fram í mars, apríl og tegund B leggst oft meira á börnin en fullorðna, þannig að þetta er ekki endilega búið enn. Það er ekki hægt að spá alveg fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk fari varlega, noti almennar sóttvarnir og hugi að hreinlæti og umgengni. Fólk sem ekki er búið að láta bólusetja sig er hvatt til þess. „Það er auðvitað minna til af bóluefni eftir því sem lengra líður. Bóluefnið fer hratt út og það fer í ákveðna forgangsröð til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila fyrst og síðan til annarra aðila og svo er það svona gefið frjálst í desember. Þannig að það er kannski ekki mikið eftir,“ segir Guðrún. Þannig hafi hún ekki nákvæma yfirsýn yfir stöðuna á bóluefninu. „En ef að fólk getur fengið bólusetningu, þá hvetjum við til þess.“
Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira