Álfta­nes - Tinda­stóll 78-137 | Ó­trú­leg sýning gestanna

Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar
Dedrick Basile og David Okeke í baráttunni á Álftanesi í kvöld.
Dedrick Basile og David Okeke í baráttunni á Álftanesi í kvöld. vísir/Anton

Tindastóll setti upp algjöra sýningu á Álftanesi í kvöld, þegar liðið rassskellti heimamenn með ótrúlegum 59 stiga sigri, 137-78. Stólarnir skoruðu 73 stig í fyrri hálfleik.

Þetta var fjórða tap Álftaness í röð í Bónus-deildinni og er liðið í 8. sæti með fjóra sigra úr fyrstu tíu leikjum sínum. Tindastóll hefur hins vegar aðeins tapað tveimur leikjum og er í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Grindavík.

Það var snemma ljóst í hvað stefndi í kvöld og var Tindastóll tuttugu stigum yfir í hálfleik, 73-53. Skagfirðingar héldu svo bara áfram að bæta við forskotið í seinni hálfleik og unnu að lokum algjöran risasigur.

Uppgjörið kemur hingað innan skamms.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira