Svandís stígur til hliðar Agnar Már Másson skrifar 12. desember 2025 16:57 Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á næsta landsfundi flokksins. Hún hefur verið formaður í rúmt ár. Hún greinir frá því á Facebook að hún hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundi flokksins árið 2026. Ekki er ljóst hvort hún stígi strax til hliðar sem formaður. „Ákvörðunin er persónuleg og tekin af yfirvegun eftir samtöl og umhugsun,“ skrifar Svandís, sem tók við formennsku í fyrra. „Síðustu tuttugu ár hef ég helgað líf mitt stjórnmálum og baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi. Sú barátta heldur áfram. Það hafa verið forréttindi að starfa í þágu almennings og fá að vera í framlínu stjórnmálanna allan þennan tíma.“ „Ég hef fulla trú á mikilvægu hlutverki Vinstri grænna og mun leggja mitt af mörkum til að rödd hreyfingarinnar heyrist skýrt í komandi kosningum. Mannúð, réttlæti og ábyrgð gagnvart náttúrunni hafa aldrei verið brýnni,“ bætir hún við. Svandís tók við af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, nú varaformanni, en hann hafði gegnt tímabundinni formennsku eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að Katrín hafði kúplað sig úr stjórnmálum og reynt við forsetaframboð. Svandís var formlega kjörin formaður í október 2024. Formaðurinn víkur á erfiðum tíma fyrir flokkinn þar sem Vinstri græn náðu ekki manni inn á þing í síðustu þingkosningum né náði flokkurinn 2,5 prósenta lágmarkskosningu til að hljóta styrk sem stjórnmálaafl. Fylgi flokksins hefur setið í 2 til 2,5 prósentum í skoðanakönnunum frá síðustu kosningum. Það má því líklega búast við formannslagi á næsta fundi en enginn hefur formlega lýst áhuga á því að sækjast eftir formannsembættinu. Það vakti athygli í vikunni þegar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingar, stakk upp á því í vikunni að Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi tæki við sem næsti formaður. Svandís svaraði honum fullum hálsi í vikunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er líka svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Hún greinir frá því á Facebook að hún hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundi flokksins árið 2026. Ekki er ljóst hvort hún stígi strax til hliðar sem formaður. „Ákvörðunin er persónuleg og tekin af yfirvegun eftir samtöl og umhugsun,“ skrifar Svandís, sem tók við formennsku í fyrra. „Síðustu tuttugu ár hef ég helgað líf mitt stjórnmálum og baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi. Sú barátta heldur áfram. Það hafa verið forréttindi að starfa í þágu almennings og fá að vera í framlínu stjórnmálanna allan þennan tíma.“ „Ég hef fulla trú á mikilvægu hlutverki Vinstri grænna og mun leggja mitt af mörkum til að rödd hreyfingarinnar heyrist skýrt í komandi kosningum. Mannúð, réttlæti og ábyrgð gagnvart náttúrunni hafa aldrei verið brýnni,“ bætir hún við. Svandís tók við af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, nú varaformanni, en hann hafði gegnt tímabundinni formennsku eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að Katrín hafði kúplað sig úr stjórnmálum og reynt við forsetaframboð. Svandís var formlega kjörin formaður í október 2024. Formaðurinn víkur á erfiðum tíma fyrir flokkinn þar sem Vinstri græn náðu ekki manni inn á þing í síðustu þingkosningum né náði flokkurinn 2,5 prósenta lágmarkskosningu til að hljóta styrk sem stjórnmálaafl. Fylgi flokksins hefur setið í 2 til 2,5 prósentum í skoðanakönnunum frá síðustu kosningum. Það má því líklega búast við formannslagi á næsta fundi en enginn hefur formlega lýst áhuga á því að sækjast eftir formannsembættinu. Það vakti athygli í vikunni þegar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingar, stakk upp á því í vikunni að Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi tæki við sem næsti formaður. Svandís svaraði honum fullum hálsi í vikunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er líka svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira