Bíó og sjónvarp

Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Greene lék meðal annars Zed í Pulp Fiction.
Greene lék meðal annars Zed í Pulp Fiction. Getty

Bandaríski leikarinn Peter Greene, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem illi öryggisvörðurinn Zed í kvikmyndinni Pulp Fiction, er látinn. Greene varð sextugur í október. 

Um feril Greene er fjallað í frétt NBC, en hann var einnig þekktur fyrir frammistöðu sína sem skúrkurinn Dorian í kvikmyndinni The Mask. 

„Enginn lék skúrka betur en Peter,“ sagði Gregg Edwards, umboðsmaður Greene, í samtali við NBC í tilefni andlátsins. 

„En hann átti sér aðra hlið sem fæstir sáu, og hjarta úr gulli.“

Aðrar kvikmyndir þar sem Greene brá fyrir voru Clean Shaven frá 1993, The Usual Suspects og Training Day. 

Dánarorsök Greene er enn ókunn, en hann fannst látinn í íbúð sinni í New York-borg í gær eftir að nágrannar tilkynntu um að tónlist hefði heyrst frá íbúð hans í meira en sólarhring. Hann lætur eftir sig systur og bróður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.