Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar 15. desember 2025 12:02 Þökk sé EES get ég stundað nám við einn virtasta skóla Frakklands á verði HÍ og fæ til þess styrki frá EES í ofan á lag. Í kjölfarið væri svo lítið mál fyrir mig að fá vinnu og starfa innan EES. Þessi tækifæri vill Miðflokkurinn taka af Íslendingum, að ótöldu öllu öðru sem samningurinn hefur fært okkur eins og aðgang að stærsta markaði heims, sem meirihluti viðskipta okkar fara í gegnum. En af hverju eru svona margir til í að kasta þessum réttindum á glæ? Einn prófessoranna minna í skólanum er frá Kólumbíu. Í einum tíma sagði hún okkur frá kosningum um friðarsamning þar í landi. Fólk skiptist í tvær fylkingar, þau sem vildu kjósa með og þau sem vildu kjósa á móti. Prófessorinn minn hefur stúderað og kennt lögfræði í áratugi og hafði kynnt sér samninginn vel, sem taldi rúmlega 200 síður. Það kom honum því verulega á óvart að heyra nei-fylkinguna tala gegn samningnum, að þeirra sögn því hann réðist gegn „hefðbundnum fjölskyldugildum“. Í samningnum var að einhverju leyti snert á réttindum kvenna og hinsegin fólks, ekki einu sinni sérlega róttæk ákvæði, en það var ekki meginefni samningsins. Raunverulegar ástæður nei-fylkingarinnar fyrir að vilja kjósa gegn voru efnahagslegs eðlis, en það hefði ekki náð til fjöldans, og var jafnvel ekki í þágu hagsmuna fjöldans. Í staðinn var almenningur æstur upp í að trúa að samningurinn snerist um að rústa þjóðlegum fjölskyldugildum og undirstoðum samfélagsins. Hver hefur svosem tíma til að lesa 200 síður? Kennarinn minn áttaði sig á því að markmiðið var peningar og völd. Stjórnmálamennirnir sem héldu fram þessum áróðri vildu að fólkið kysi reitt og óupplýst, til að fá það til að kjósa með hagsmunum stjórnmálamannanna. Þetta er einmitt grunnurinn í popúlisma. Þú býrð til ímyndaða grýlu og býður sjálfan þig svo fram sem bjargvættinn sem reddar öllu, til þess að fá völd. Í þessu tilviki er grýlan EES og hinn meinti bjargvættur er Miðflokkurinn. Ert þú, lesandi góður, til í að skerða tækifæri þín og barna þinna, borga hærra vöruverð, búa við landlægan skort á sérfræðiþekkingu og takmörkuð atvinnutækifæri, til þess eins að hefta hingað flutning erlendra ríkisborgara? Að halda að okkar örhagkerfi geti landað betri sérsamningi er ekkert annað en barnaskapur. Miðflokkurinn vill að kjósendur gangi inn í kjörklefann reiðir og óupplýstir. Þeim er sama að fólk kjósi gegn eigin hagsmunum svo fremi sem þeir geti setið áfram við kjötkatlana. Þetta er ekki flóknara en það. Höfundur er lögfræðingur og nemi við Sciences Po í París Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein EES-samningurinn Utanríkismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þökk sé EES get ég stundað nám við einn virtasta skóla Frakklands á verði HÍ og fæ til þess styrki frá EES í ofan á lag. Í kjölfarið væri svo lítið mál fyrir mig að fá vinnu og starfa innan EES. Þessi tækifæri vill Miðflokkurinn taka af Íslendingum, að ótöldu öllu öðru sem samningurinn hefur fært okkur eins og aðgang að stærsta markaði heims, sem meirihluti viðskipta okkar fara í gegnum. En af hverju eru svona margir til í að kasta þessum réttindum á glæ? Einn prófessoranna minna í skólanum er frá Kólumbíu. Í einum tíma sagði hún okkur frá kosningum um friðarsamning þar í landi. Fólk skiptist í tvær fylkingar, þau sem vildu kjósa með og þau sem vildu kjósa á móti. Prófessorinn minn hefur stúderað og kennt lögfræði í áratugi og hafði kynnt sér samninginn vel, sem taldi rúmlega 200 síður. Það kom honum því verulega á óvart að heyra nei-fylkinguna tala gegn samningnum, að þeirra sögn því hann réðist gegn „hefðbundnum fjölskyldugildum“. Í samningnum var að einhverju leyti snert á réttindum kvenna og hinsegin fólks, ekki einu sinni sérlega róttæk ákvæði, en það var ekki meginefni samningsins. Raunverulegar ástæður nei-fylkingarinnar fyrir að vilja kjósa gegn voru efnahagslegs eðlis, en það hefði ekki náð til fjöldans, og var jafnvel ekki í þágu hagsmuna fjöldans. Í staðinn var almenningur æstur upp í að trúa að samningurinn snerist um að rústa þjóðlegum fjölskyldugildum og undirstoðum samfélagsins. Hver hefur svosem tíma til að lesa 200 síður? Kennarinn minn áttaði sig á því að markmiðið var peningar og völd. Stjórnmálamennirnir sem héldu fram þessum áróðri vildu að fólkið kysi reitt og óupplýst, til að fá það til að kjósa með hagsmunum stjórnmálamannanna. Þetta er einmitt grunnurinn í popúlisma. Þú býrð til ímyndaða grýlu og býður sjálfan þig svo fram sem bjargvættinn sem reddar öllu, til þess að fá völd. Í þessu tilviki er grýlan EES og hinn meinti bjargvættur er Miðflokkurinn. Ert þú, lesandi góður, til í að skerða tækifæri þín og barna þinna, borga hærra vöruverð, búa við landlægan skort á sérfræðiþekkingu og takmörkuð atvinnutækifæri, til þess eins að hefta hingað flutning erlendra ríkisborgara? Að halda að okkar örhagkerfi geti landað betri sérsamningi er ekkert annað en barnaskapur. Miðflokkurinn vill að kjósendur gangi inn í kjörklefann reiðir og óupplýstir. Þeim er sama að fólk kjósi gegn eigin hagsmunum svo fremi sem þeir geti setið áfram við kjötkatlana. Þetta er ekki flóknara en það. Höfundur er lögfræðingur og nemi við Sciences Po í París
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun