Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar 17. desember 2025 09:33 Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk úr verndarflokki er pólitísk ákvörðun sem gengur gegn öllu því sem rammaáætlun stendur fyrir: faglegu, óháðu og lýðræðislegu ferli um vernd og nýtingu náttúruauðlinda. Þegar virkjunarkostur sem var metinn með hæsta verndargildi allra kosta er tekinn úr verndarflokki án efnislegra raka, er ekki lengur verið að starfa á grundvelli sérfræðiþekkingar, heldur pólitískra sjónarmiða sem eiga ekki samleið með því samráðs- og fagferli sem rammaáætlun byggir á og þjóna hagsmunum örfárra í stað almennings í landinu. Vatnasvæði Hamarsvirkjunar á upptök sín á einu síðasta heila víðernissvæði Austurhálendis. Þar hafa sérfræðistofnanir ríkisins - Náttúrufræðistofnun, faghópar rammaáætlunar og fjölmargir fræðimenn - bent á mjög hátt verndargildi landslags, lífríkis, hreindýrabúsvæða og vatnafars. Þetta eru ekki tilfinningarök. Þetta eru staðreyndir. Það er líka staðreynd að engin skýr og trúverðug orkuþörf hefur verið lögð fram sem réttlætir röskun á svona dýrmætu svæði. Vandinn á Austurlandi er flutningskerfið - ekki raforkuframleiðsla. Hamarsvirkjun bætir engu við öryggi netsins; hún getur jafnvel aukið truflanir. Þrátt fyrir þetta er gripið til sömu tuggunnar um „orkuskort“ til að hygla sérhagsmunum, en auðvitað ætti í þessu samhengi að taka fram að hvergi er framleidd jafnmikil orka á hvern íbúa eins og á Austurlandi. Á sama tíma blasir við sú staðreynd að Arctic Hydro, einkafyrirtækið sem vill virkja, er með skuldir upp á 8,5 milljarða króna og tapaði 453 milljónum króna á síðasta ári, en árið þar á undan tapaði félagið 289 milljónum. Qair Iceland, sem er í eigu Qair International, erlends félags, fer með 91,3% hlut í Arctic Hydro. Það er umhugsunarefni þegar ráðherra virðist tilbúinn til að fórna ríkisjörðum, friðlýstum verðmætum og víðernum í þágu slíks einkafélags sem er einungis bundið hagsmunum sinnar eigin starfsemi, en ekki langtímahagsmunum samfélagsins.Í þessu sést greinilega að samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumálaráðuneytis nær engri átt. Júlíus Sólnes, fyrsti umhverfisráðherra Íslands og Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra, sammæltust um, á sínum tíma, þegar verið var að stofna umhverfisráðuneytið að sami maðurinn mætti aldrei vera iðnaðar- og orkumálaráðherra og umhverfisráðherra og gengu enn lengra og töldu best að þessir tveir ráðherrar væru ekki í sama stjórnmálaflokki, samkvæmt Júlíusi. Samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumála er eins og að setja refinn yfir hænsnakofann; hagsmunir verndar og nýtingar fara einfaldlega ekki saman. Í grundvallaratriðum snýst þetta um það hvort framtíð íslenskra víðerna eigi að ráðast af óháðri sérfræðiþekkingu og lýðræðislegu ferli eða af þrýstingi þeirra sem hafa stórkostlegan fjárhagslegan ávinning af framkvæmdum sem þessum og einungis eigin hagsmuna að gæta? Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk eykur ekki orkuöryggi á Austurlandi eða varfærni í orkuframleiðslu. Það er ekki ábyrg ákvarðanataka. Það er afsal á þjóðareign sem faglegt ferli ætti að vernda, en verndargildi víðerna er látið víkja fyrir hagsmunum einkaaðila. Nú þarf kjark til að bregðast við þessari vendingu orkumálaráðherra.Kjark til að draga skýr mörk.Kjark til að verja víðerni sem verða ekki endurheimt.Nú þarf kjark til að segja nei.Nei við skammtímagróða.Nei við pólitískri handstýringu á rammaáætlun. Og já - já við náttúrunni, lýðræðinu og sameiginlegum framtíðarhagsmunum. Ég hvet alla sem áhuga hafa á vernd íslenskrar náttúru að skrá sig í NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands og/eða Landvernd og leggja baráttunni lið. Refinn burt úr hænsnakofanum! Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Múlaþing Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk úr verndarflokki er pólitísk ákvörðun sem gengur gegn öllu því sem rammaáætlun stendur fyrir: faglegu, óháðu og lýðræðislegu ferli um vernd og nýtingu náttúruauðlinda. Þegar virkjunarkostur sem var metinn með hæsta verndargildi allra kosta er tekinn úr verndarflokki án efnislegra raka, er ekki lengur verið að starfa á grundvelli sérfræðiþekkingar, heldur pólitískra sjónarmiða sem eiga ekki samleið með því samráðs- og fagferli sem rammaáætlun byggir á og þjóna hagsmunum örfárra í stað almennings í landinu. Vatnasvæði Hamarsvirkjunar á upptök sín á einu síðasta heila víðernissvæði Austurhálendis. Þar hafa sérfræðistofnanir ríkisins - Náttúrufræðistofnun, faghópar rammaáætlunar og fjölmargir fræðimenn - bent á mjög hátt verndargildi landslags, lífríkis, hreindýrabúsvæða og vatnafars. Þetta eru ekki tilfinningarök. Þetta eru staðreyndir. Það er líka staðreynd að engin skýr og trúverðug orkuþörf hefur verið lögð fram sem réttlætir röskun á svona dýrmætu svæði. Vandinn á Austurlandi er flutningskerfið - ekki raforkuframleiðsla. Hamarsvirkjun bætir engu við öryggi netsins; hún getur jafnvel aukið truflanir. Þrátt fyrir þetta er gripið til sömu tuggunnar um „orkuskort“ til að hygla sérhagsmunum, en auðvitað ætti í þessu samhengi að taka fram að hvergi er framleidd jafnmikil orka á hvern íbúa eins og á Austurlandi. Á sama tíma blasir við sú staðreynd að Arctic Hydro, einkafyrirtækið sem vill virkja, er með skuldir upp á 8,5 milljarða króna og tapaði 453 milljónum króna á síðasta ári, en árið þar á undan tapaði félagið 289 milljónum. Qair Iceland, sem er í eigu Qair International, erlends félags, fer með 91,3% hlut í Arctic Hydro. Það er umhugsunarefni þegar ráðherra virðist tilbúinn til að fórna ríkisjörðum, friðlýstum verðmætum og víðernum í þágu slíks einkafélags sem er einungis bundið hagsmunum sinnar eigin starfsemi, en ekki langtímahagsmunum samfélagsins.Í þessu sést greinilega að samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumálaráðuneytis nær engri átt. Júlíus Sólnes, fyrsti umhverfisráðherra Íslands og Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra, sammæltust um, á sínum tíma, þegar verið var að stofna umhverfisráðuneytið að sami maðurinn mætti aldrei vera iðnaðar- og orkumálaráðherra og umhverfisráðherra og gengu enn lengra og töldu best að þessir tveir ráðherrar væru ekki í sama stjórnmálaflokki, samkvæmt Júlíusi. Samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumála er eins og að setja refinn yfir hænsnakofann; hagsmunir verndar og nýtingar fara einfaldlega ekki saman. Í grundvallaratriðum snýst þetta um það hvort framtíð íslenskra víðerna eigi að ráðast af óháðri sérfræðiþekkingu og lýðræðislegu ferli eða af þrýstingi þeirra sem hafa stórkostlegan fjárhagslegan ávinning af framkvæmdum sem þessum og einungis eigin hagsmuna að gæta? Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk eykur ekki orkuöryggi á Austurlandi eða varfærni í orkuframleiðslu. Það er ekki ábyrg ákvarðanataka. Það er afsal á þjóðareign sem faglegt ferli ætti að vernda, en verndargildi víðerna er látið víkja fyrir hagsmunum einkaaðila. Nú þarf kjark til að bregðast við þessari vendingu orkumálaráðherra.Kjark til að draga skýr mörk.Kjark til að verja víðerni sem verða ekki endurheimt.Nú þarf kjark til að segja nei.Nei við skammtímagróða.Nei við pólitískri handstýringu á rammaáætlun. Og já - já við náttúrunni, lýðræðinu og sameiginlegum framtíðarhagsmunum. Ég hvet alla sem áhuga hafa á vernd íslenskrar náttúru að skrá sig í NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands og/eða Landvernd og leggja baráttunni lið. Refinn burt úr hænsnakofanum! Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar