Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2025 16:59 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Julia Demaree Nikhinson Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að tveir dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn (ICC) verði beittir refsiaðgerðum. Er það vegna meintrar óvildar dómaranna í garð Ísrael og óréttmætra aðgerða, samkvæmt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Aðgerðirnar beinast, samkvæmt upplýsingum á vef utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, að dómurunum Gocha Lordkipanidze frá Georgíu og Erdenebalsuren Damdin frá Mongólíu. Eru þeir sagðir hafa tekið beinan þátt í því að rannsaka, handtaka og lögsækja ísraelska ríkisborgara, án samþykkis yfirvalda þar. Þá segir ennfremur að hvorki Bandaríkin né Ísrael séu aðilar að Rómarsamþykktinni um stofnun dómstólsins og því heyri Bandaríkjamenn og Ísraelar ekki undir hann. Nánast öll önnur vestræn lýðræðisríki eru aðilar að Rómarsamþykktinni. Rubio segir í yfirlýsingu að Bandaríkin muni standa gegn ofstæki dómara ICC og verjast misbeitingu valds þeirra og „augljósri vanvirðingu“ þeirra fyrir fullveldi Bandaríkjanna og Ísrael. Brugðist verði við þessum aðgerðum með áþreifanlegum afleiðingum fyrir dómarana. Today, the Trump Administration is sanctioning two International Criminal Court judges directly engaged in politicized and illegitimate actions against Israel. The United States has been clear: we will continue to respond with significant and tangible consequences to protect…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) December 18, 2025 Bandaríkjamenn hafa áður beitt starfsmenn dómstólsins refsiaðgerðum. Yfirsaksóknari ICC kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og þá hafa bankareikningar hans verið frystir og félagasamtök eru hætt að vinna með dómstólnum vegna þessara refsiaðgerða. Þeim var beitt í febrúar eftir að dómarar við ICC gáfu út handtökuskipun á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Dómararnir tveir sem verið er að beita refsiaðgerðum greiddu á mánudaginn atkvæði með meirihluta dómara ICC um að fella ekki niður handtökuskipanirnar á hendur Netanjahú og Gallant og að halda áfram rannsóknum á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gasaströndinni. Bandaríkjamenn hafa nú beitt að minnsta kosti átta dómara og þrjá saksóknara refsiaðgerðum af þessu tagi. AFP fréttaveitan vitnar í yfirlýsingu frá dómstólnum þar sem segir að um sé að ræða grófa árás á sjálfstæði óháðs dómstóls. Refsiaðgerðunum er hafnað. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Aðgerðirnar beinast, samkvæmt upplýsingum á vef utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, að dómurunum Gocha Lordkipanidze frá Georgíu og Erdenebalsuren Damdin frá Mongólíu. Eru þeir sagðir hafa tekið beinan þátt í því að rannsaka, handtaka og lögsækja ísraelska ríkisborgara, án samþykkis yfirvalda þar. Þá segir ennfremur að hvorki Bandaríkin né Ísrael séu aðilar að Rómarsamþykktinni um stofnun dómstólsins og því heyri Bandaríkjamenn og Ísraelar ekki undir hann. Nánast öll önnur vestræn lýðræðisríki eru aðilar að Rómarsamþykktinni. Rubio segir í yfirlýsingu að Bandaríkin muni standa gegn ofstæki dómara ICC og verjast misbeitingu valds þeirra og „augljósri vanvirðingu“ þeirra fyrir fullveldi Bandaríkjanna og Ísrael. Brugðist verði við þessum aðgerðum með áþreifanlegum afleiðingum fyrir dómarana. Today, the Trump Administration is sanctioning two International Criminal Court judges directly engaged in politicized and illegitimate actions against Israel. The United States has been clear: we will continue to respond with significant and tangible consequences to protect…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) December 18, 2025 Bandaríkjamenn hafa áður beitt starfsmenn dómstólsins refsiaðgerðum. Yfirsaksóknari ICC kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og þá hafa bankareikningar hans verið frystir og félagasamtök eru hætt að vinna með dómstólnum vegna þessara refsiaðgerða. Þeim var beitt í febrúar eftir að dómarar við ICC gáfu út handtökuskipun á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Dómararnir tveir sem verið er að beita refsiaðgerðum greiddu á mánudaginn atkvæði með meirihluta dómara ICC um að fella ekki niður handtökuskipanirnar á hendur Netanjahú og Gallant og að halda áfram rannsóknum á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gasaströndinni. Bandaríkjamenn hafa nú beitt að minnsta kosti átta dómara og þrjá saksóknara refsiaðgerðum af þessu tagi. AFP fréttaveitan vitnar í yfirlýsingu frá dómstólnum þar sem segir að um sé að ræða grófa árás á sjálfstæði óháðs dómstóls. Refsiaðgerðunum er hafnað.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira