Innlent

Ís­lendingar í al­var­legu um­ferðar­slysi í Suður-Afríku

Lovísa Arnardóttir skrifar
Vísir hefur ekki upplýsingar um hvar í Suður-Afríku slysið varð. Myndin er tekin nærri Jóhannesarborg og er úr safni.
Vísir hefur ekki upplýsingar um hvar í Suður-Afríku slysið varð. Myndin er tekin nærri Jóhannesarborg og er úr safni. Vísir/Getty

Íslensk fjölskylda lenti í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudaginn. Fjölskyldan er búsett á Íslandi en á ferðalagi ytra. Málið er á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er um mjög alvarlegt slys að ræða og er unnið að því að upplýsa aðstandendur fólksins og tengda aðila um það sem gerðist. Í svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Vísis kemur fram að ráðuneytinu sé kunnugt um málið og að það sé á borði borgaraþjónustunnar.

„Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um að íslenskir ríkisborgarar hafi lent í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku. Málið er á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið,“ segir í svari ráðuneytisins til fréttastofu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×