Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir skrifa 22. desember 2025 08:00 Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu síðastliðin 45 ár en fyrsta gangan var á farin árið 1980. Árlega tekur fjöldi fólks sér hlé frá jólastressinu til að leggja sitt af mörkum og taka undir kröfuna um frið og afvopnun í heiminum og eiga sannkallaða friðarstund. Fyrstu þrjú árin stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga fyrir Þorláksmessugöngum og voru þær helgaðar baráttunni gegn kjarnorkuvá og til að vekja athygli á hættunni á gjöreyðingarstríði. Snemma á níunda áratugnum voru stofnaðar margar friðarhreyfingar hér á landi og mynduðu þær saman Samstarfshóp friðarhreyfinga sem hefur skipulagt göngurnar æ síðan. Friðargöngur eru einnig árlega á sama tíma á Akureyri og Ísafirði. Frá upphafi var baráttan gegn kjarnorkuvopnum meðal annars á höfunum umhverfis Ísland mjög áberandi. Eftir fall Sovétríkjanna og lok Kalda stríðsins töldu margir að friðsamlegra yrði í heiminum en sú varð því miður ekki raunin. Kjarnorkuafvopnun stórveldanna gekk hægt og stríð brutust út víða meðal annars í Evrópu. Friðarsinnar fengu því ótal tilefni til að benda á og mótmæla stríðsátökum og drápum á óbreyttum borgurum víða um heim. Á Þorláksmessu 1990 var til dæmis lýst áhyggjum vegna innrásar Íraka í Kúveit og aukinnar hættu á styrjöld við Persaflóa sem braust út ári seinna. Á tíunda áratugnum voru stríðsátök í fyrrum Júgóslavíu fordæmd og heræfingum á Íslandi mótmælt. Þá var einnig vakin athygli á kjarnorkusprengingum Frakka, Indverja og Pakistana. Stríðunum í Afganistan og Írak í byrjun þessarar aldar var mótmælt og hvatt til þess að friðsamlegar lausnir yrðu fundnar. Á Þorláksmessu 2001 var því mótmælt að hryðjuverkamaðurinn Sharon stjórnaði Ísrael í skjóli Bandaríkjastjórnar. Ástandið í Palestínu gerði það að verkum að ekki væri lengur hægt að taka heilshugar undir jólasálminn “Bjart er yfir Betlehem”. Eins og allir vita átti ástandið í Palestínu eftir að versna enn meira og enda með þjóðarmorði Ísraelshers á íbúum Gaza. Málstaður friðar skiptir ekki síður máli í dag en fyrir fjörutíu og fimm árum þegar gangan var fyrst gengin. Stríðsátök geysa víða í heiminum og þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu fjölmiðla. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í vígvæðingu og ekkert lát virðist vera á hernaðarátökum um allan heim. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað stóraukin útgjöld til hernaðarmála, þvert gegn vilja íslensks almennings. Friðarsinnar benda á að friður verður aldrei tryggður með vopnum og aukin vígvæðing eykur aðeins hættuna á stríði. Við bendum á að friðsamlegar lausnir eru einu lausnirnar sem duga. Gengið verður á þremur stöðum þann 23.desember. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 þar sem friðarhreyfingarnar selja göngufólki rafkerti og þaðan verður gengið niður á Austurvöll. Á Akureyri verður gengið frá Samkomuhúsinu á Ráðhústorg og á Ísafirði frá Ísafjarðarkirkju að Silfurtorgi. Allar göngurnar leggja af stað klukkan 18. Fh. Samstarfshóps Friðarhreyfinga Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Samstarfshóps FriðarhreyfingaElín Oddný Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur Samstarfshóps Friðarhreyfinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu síðastliðin 45 ár en fyrsta gangan var á farin árið 1980. Árlega tekur fjöldi fólks sér hlé frá jólastressinu til að leggja sitt af mörkum og taka undir kröfuna um frið og afvopnun í heiminum og eiga sannkallaða friðarstund. Fyrstu þrjú árin stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga fyrir Þorláksmessugöngum og voru þær helgaðar baráttunni gegn kjarnorkuvá og til að vekja athygli á hættunni á gjöreyðingarstríði. Snemma á níunda áratugnum voru stofnaðar margar friðarhreyfingar hér á landi og mynduðu þær saman Samstarfshóp friðarhreyfinga sem hefur skipulagt göngurnar æ síðan. Friðargöngur eru einnig árlega á sama tíma á Akureyri og Ísafirði. Frá upphafi var baráttan gegn kjarnorkuvopnum meðal annars á höfunum umhverfis Ísland mjög áberandi. Eftir fall Sovétríkjanna og lok Kalda stríðsins töldu margir að friðsamlegra yrði í heiminum en sú varð því miður ekki raunin. Kjarnorkuafvopnun stórveldanna gekk hægt og stríð brutust út víða meðal annars í Evrópu. Friðarsinnar fengu því ótal tilefni til að benda á og mótmæla stríðsátökum og drápum á óbreyttum borgurum víða um heim. Á Þorláksmessu 1990 var til dæmis lýst áhyggjum vegna innrásar Íraka í Kúveit og aukinnar hættu á styrjöld við Persaflóa sem braust út ári seinna. Á tíunda áratugnum voru stríðsátök í fyrrum Júgóslavíu fordæmd og heræfingum á Íslandi mótmælt. Þá var einnig vakin athygli á kjarnorkusprengingum Frakka, Indverja og Pakistana. Stríðunum í Afganistan og Írak í byrjun þessarar aldar var mótmælt og hvatt til þess að friðsamlegar lausnir yrðu fundnar. Á Þorláksmessu 2001 var því mótmælt að hryðjuverkamaðurinn Sharon stjórnaði Ísrael í skjóli Bandaríkjastjórnar. Ástandið í Palestínu gerði það að verkum að ekki væri lengur hægt að taka heilshugar undir jólasálminn “Bjart er yfir Betlehem”. Eins og allir vita átti ástandið í Palestínu eftir að versna enn meira og enda með þjóðarmorði Ísraelshers á íbúum Gaza. Málstaður friðar skiptir ekki síður máli í dag en fyrir fjörutíu og fimm árum þegar gangan var fyrst gengin. Stríðsátök geysa víða í heiminum og þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu fjölmiðla. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í vígvæðingu og ekkert lát virðist vera á hernaðarátökum um allan heim. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað stóraukin útgjöld til hernaðarmála, þvert gegn vilja íslensks almennings. Friðarsinnar benda á að friður verður aldrei tryggður með vopnum og aukin vígvæðing eykur aðeins hættuna á stríði. Við bendum á að friðsamlegar lausnir eru einu lausnirnar sem duga. Gengið verður á þremur stöðum þann 23.desember. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 þar sem friðarhreyfingarnar selja göngufólki rafkerti og þaðan verður gengið niður á Austurvöll. Á Akureyri verður gengið frá Samkomuhúsinu á Ráðhústorg og á Ísafirði frá Ísafjarðarkirkju að Silfurtorgi. Allar göngurnar leggja af stað klukkan 18. Fh. Samstarfshóps Friðarhreyfinga Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Samstarfshóps FriðarhreyfingaElín Oddný Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur Samstarfshóps Friðarhreyfinga
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun