Sport

Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jake Paul þurfti að fara í aðgerð eftir bardagann gegn Anthony Joshua.
Jake Paul þurfti að fara í aðgerð eftir bardagann gegn Anthony Joshua. vísir/getty

Gera þurfti að sárum Jakes Paul eftir boxbardagann gegn Anthony Joshua í gær. Samfélagsmiðlastjarnan tvíkjálkabrotnaði í bardaganum.

Eins og við var búist sigraði Joshua Paul en það tók sinn tíma. Í sjöttu lotu kláraði heimsmeistarinn fyrrverandi loks dæmið. Eftir bardagann fór Paul á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann hafði tvíkjálkabrotnað.

Tvær títanmálmplötur voru settar í Paul á sjúkrahúsinu auk þess sem nokkrar tennur voru fjarlægðar.

„Aðgerðin gekk vel. Takk fyrir alla væntumþykjuna og stuðninginn. Ég verð á fljótandi fæði næstu sjö dagana,“ skrifaði Paul á samfélagsmiðla. Talið er að hann verði 4-6 vikur að jafna sig á kjálkabrotinu.

Eftir bardagann sagðist Paul ætla að færa sig aftur niður um þyngdarflokk. Margir gagnrýndu að Paul hafi mætt Joshua sem er bæði mun hærri, þyngri og reyndari en hann.

Hinn 28 ára Paul hefur unnið tólf af fjórtán bardögum sínum á ferlinum. Einu töpin eru gegn Joshua og Tommy Fury.

Box

Tengdar fréttir

Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“

Lennox Lewis, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, fannst ekki mikið til frammistöðu Jakes Paul í boxbardaganum gegn Anthony Joshua koma. Hann sagði að samfélagsmiðlastjarnan hafi ekki verið í nógu góðu formi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×