Enski boltinn

Cunha vill skemmta og Howe treystir leik­mönnum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Búast má við jólagleði og mörkum á Old Trafford í kvöld.
Búast má við jólagleði og mörkum á Old Trafford í kvöld. Richard Martin-Roberts - CameraSport via Getty Images

Manchester United tekur á móti Newcastle United í eina leik dagsins á öðrum degi jóla í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford klukkan 20:00 í kvöld.

Enska úrvalsdeildin hitar upp fyrir leikinn sem verður sýndur beint á Sýn Sport. Mikið er undir fyrir bæði lið sem vilja klífa upp töfluna.

Klippa: Hitað upp fyrir leik Man Utd og Newcastle

Eddie Howe, þjálfari Newcastle, segist ekki stýra því mikið hvernig hans leikmenn nýti tímann yfir hátíðirnar í aðdraganda leiks kvöldsins.

„Flestir þeirra hafa spilað nógu lengi til að vita að þú getur aldrei slakað á. Sérstaklega í svona stórleikjum í kringum jólin. Þú vilt sýna þig og sanna, þeir vita það þegar þeir sitja heima um jólin, ég get ekki stýrt því, en þeir vilja standa sig og eru þeir sem þurfa að spila leikinn,“ segir Eddie Howe um undirbúning sinna manna í kringum hátíðirnar.

Matheus Cunha, framherji Manchester-liðsins, býst við skemmtilegum leik þar sem áhorfendur fái mikið fyrir peninginn.

„Ég held að stuðningsmenn Manchester United vilji að liðið vinni titla og að liðið sýni það hugarfar. En ég held að þeir fari á Old Trafford til að skemmta sér og sjá mörk. Þetta er hugarfarið í félaginu, að vinna en að vinna með skemmtun fyrir áhorfandann,“ segir Matheus Cunha, framherji United.

Upphitun fyrir leikinn má sjá í spilaranum.

Leikur Manchester United og Newcastle United er í beinni á Sýn Sport í kvöld. Útsending hefst klukkan 19:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×