Enski boltinn

Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ayden Heaven og Patrick Dorgu fagna saman sigri Manchester United á Newcastle í gær en þeir voru tveir bestu leikmenn United í leiknum.
Ayden Heaven og Patrick Dorgu fagna saman sigri Manchester United á Newcastle í gær en þeir voru tveir bestu leikmenn United í leiknum. EPA/ADAM VAUGHAN

Manchester United stakk sér af fullum krafti inn í baráttuna um Meistaradeildarsætin eftir 1-0 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í gær.

United er í fimmta sætinu en með jafnmörg stig og Chelsea (4. sæti) og Liverpool (6. sæti) sem eiga leik inni í dag. Liðið er líka sex stigum á undan Newcastle sem hefði auðveldlega getað fengið meira út úr leiknum.

Hetja kvöldsins var Daninn Patrick Dorgu sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og það skilaði þremur stigum í hús.

Markið var stórglæsilegt, viðstöðulaust skot á lofti, óverjandi niður í bláhornið eftir að Newcastle mistókst að skalla langt innkast almennilega frá markinu.

Sigurinn var risastór fyrir United-menn sem voru án margra öflugra leikmanna, þar á meðal fyrirliðans Bruno Fernandes.

Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið sem og nokkur færi úr leiknum í gær.

Klippa: Sigurmark Man United á móti Newcastle



Fleiri fréttir

Sjá meira


×