Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar 30. desember 2025 08:32 Hvað er popúlismi? Popúlismi er dreginn af enska orðinu popular, sem merkir vinsælt, eða populus úr latínu, orð yfir fólkið, almúgann eða almenning. Popptónlist er til dæmis vinsæl tónlist almennings. Hér áður fyrr var hinn stóri hópur, almenningur, oft nefndur pöpullinn. Þóra Kristín, fv. fréttamaður, var gestur í Sifrinu og eyddi þar mestum tíma sínum í að tala um hinn, að hennar mati, hræðilega popúlisma í heiminum og hinn jafn hræðilega popúlíska Miðflokk. Þóra, ásamt fleirum — þó þeim fari fækkandi — talar um popúlisma og popúlíska stjórnmálaflokka í neikvæðri merkingu. Hvernig tekist hefur að snúa raunverulegri merkingu orðsins á hvolf væri áhugavert rannsóknarefni. Líklega má rekja það til þess að þessi hópur aðhyllist aðrar kenningar, stefnur eða jafnvel trúarbrögð — eða einfaldlega öfugan skilning á raunveruleikanum. Jafnvel að þetta fólk snúi öllu á hvolf og telji gott illt og öfugt. Þessi svokallaði popúlismi er þó ekki sprottinn upp úr engu. Hann á rætur að rekja til almennings sem hefur fengið nóg af fyrri stefnum hefðbundinna stjórnmálaflokka og sérhagsmunahópa. Nú er fólk að fylgja eigin skoðun og vilja. Gömlu flokkarnir sjá vinsældirnar og hafa því notað orðið popúlismi með niðurlægingartón til nýju vinsælu flokkanna, líkt og gert var af ákveðnu fólki gegn Bítlunum þegar þeir komu fram. Hugtakið né orðið er á engan hátt neikvætt, en þegar það er nefnt með niðurlægjandi tón er verið að segja satt en gert til að skapa neikvæða ímynd og fæla fólk frá nýju flokkunum — og það tekst, en aðeins í skamman tíma. MeToo og samfélagsleg viðbrögð MeToo-hreyfingin var gegn kynferðislegu ofbeldi og valdníðslu og hafði djúp og víðtæk áhrif. Sú bylting var löngu tímabær og má þakka fyrir hana. Margir upplifðu hins vegar að einföld orð eða athafnir væru túlkaðar með ýtrustum hætti. Sumir misstu vinnu án þess að fá skýringar á því hvað þeir gerðu af sér, aðrir voru sniðgengnir félagslega, sérstaklega frægir menn, eins og menn í pólitík, viðskiptalífinu, tónlistar- og íþróttamenn, og þeir sem reyndu að bera í bætiflákann fyrir viðkomandi urðu sjálfir útskúfaðir. Undirritaður á dóttur sem á fimm dætur. Ég þurfti að íhuga vel hvernig ég ætti og mætti koma fram við stúlkurnar. Faðmlag af fyrra bragði var t.d. sett á rauðan lista og koss á kinn bannaður. Í kjölfar MeToo bættist við aukin áhersla á fjölbreytta kynvitund og ný orðfæri, sem margir eiga erfitt með að skilja. Þess skal getið að ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem þarfnast aðstoðar vegna líkamlegra, sálfræðilegra eða geðfræðilegra áskorana. Þessar „kynjabreytingar“ eru oft kynntar sem sigrar — sem þær kunna að vera — ekkert síður en þegar manneskja fær nýtt hjarta eða annað líffæri og fær framhaldslíf að gjöf. Svo kemur svokölluð vók-hugsun, regnhlífarhugtak sem nær yfir bæði MeToo, kynjapólitík, minnihlutavernd, innflytjendamál og fleira. Hugmyndafræði þar sem allir eiga að vera góðir við alla, alltaf. Landamæri eiga að vera opin og gagnrýni er oft túlkuð sem fordómar, útlendingahatur og jafnvel rasismi. Nú er Evrópusambandið að sekta ríki sem neita að taka við hælisleitendum um tugi milljóna evra á mánuði. Slíkt gæti einnig kostað Ísland tugi milljarða króna á ári ef við værum í Evrópusambandinu. Í ofanálag virðist meiga flagga öllum fánum opinberlega nema þeim íslenska. Innflytjendur og loftslagsmál Afleiðingarnar eru að vera góður við suma en aðrir, almenningur, taka afleiðingunum og borga brúsann. Meðal annars með auknu álagi á húsnæðismarkað og hækkandi verði á húsnæði; heilbrigðiskerfið er sprungið og forgangur þar fyrir suma en ekki alla; skólar þar sem kenna þarf á mörgum tungumálum; aukin glæpatíðni, svo fátt eitt sé nefnt. En ekki síst skal nefna sundrungu sem hefur skapast meðal þjóðarinnar; þjóðar sem hefur staðið saman í gegnum þykkt og þunnt í hundruð ára, en er nú að sundrast. Þetta gremst stórum hluta almúgans, pöplinum, sem hefur fengið nóg. Á sama tíma er gert ráð fyrir að við berum mikla ábyrgð á loftslagsbreytingum, þrátt fyrir að losun Íslands sé óveruleg í alþjóðlegu samhengi. Kína mengar til dæmis jafn mikið á þremur klukkustundum og við Íslendingar á einu ári. Kolefnisgjald er lagt á skip og flugvélar sem skilar eitt og sér milljörðum króna á ári. Svo er rætt um lokun álvera. Lokun eins álvers á Íslandi með græna orku boðar tíu kolaálver í Kína. Ekki ætti að þurfa að nefna að við búum á eyju og allt þetta hækkar verðlag. En við vitum ekkert hvert eða í hvað þessir kolefnisgjaldapeningar fara. Orðtækið „byltingin étur börnin sín“ á því vel við. Er von að fólk spyrji: Er þetta það sem ég vil? Popúlistaflokkarnir Þessu hafa hinir „hræðilegu“ popúlísku stjórnmálaflokkar barist gegn og með fólkinu og vilja eðlileg samskipti kynjanna, stjórn á innflytjendamálum og að spurt sé gagnrýnið um loftslagsmálin. Í Evrópu vex fylgi þessara svokölluðu popúlistaflokka verulega og þeir eru orðnir stærstu eða meðal stærstu flokka í fjölmörgum löndum. Gömlu flokkarnir gera hins vegar allt til að halda þeim frá völdum. Ekki mikið vók í raun þar. Þessir flokkar eru þó alls ekki lítill minnihluti sem þarf að vernda, heldur öfl með 20–30% atkvæða í mörgum löndum. Engu að síður er sú hætta fyrir hendi þegar um ósanngjarna gagnrýni er að ræða að þessir flokkar taki til öfga ráða sem ekki má gerast. Niðurstaða Því megum við þakka fyrir að svokallaðir popúlískir flokkar hafi komið fram fyrir fólkið með aukið fylgi — og megi þeir vaxa og vaxa. Þeir endurspegla vilja stórs hluta fólksins í landinu, jafnvel þótt sumir þori ekki að viðurkenna það opinberlega, heldur enn þá aðeins í þegjandi hljóði, nema hugsanlega í kjörklefanum. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Fjölmiðlar Innflytjendamál MeToo Loftslagsmál Jafnréttismál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað er popúlismi? Popúlismi er dreginn af enska orðinu popular, sem merkir vinsælt, eða populus úr latínu, orð yfir fólkið, almúgann eða almenning. Popptónlist er til dæmis vinsæl tónlist almennings. Hér áður fyrr var hinn stóri hópur, almenningur, oft nefndur pöpullinn. Þóra Kristín, fv. fréttamaður, var gestur í Sifrinu og eyddi þar mestum tíma sínum í að tala um hinn, að hennar mati, hræðilega popúlisma í heiminum og hinn jafn hræðilega popúlíska Miðflokk. Þóra, ásamt fleirum — þó þeim fari fækkandi — talar um popúlisma og popúlíska stjórnmálaflokka í neikvæðri merkingu. Hvernig tekist hefur að snúa raunverulegri merkingu orðsins á hvolf væri áhugavert rannsóknarefni. Líklega má rekja það til þess að þessi hópur aðhyllist aðrar kenningar, stefnur eða jafnvel trúarbrögð — eða einfaldlega öfugan skilning á raunveruleikanum. Jafnvel að þetta fólk snúi öllu á hvolf og telji gott illt og öfugt. Þessi svokallaði popúlismi er þó ekki sprottinn upp úr engu. Hann á rætur að rekja til almennings sem hefur fengið nóg af fyrri stefnum hefðbundinna stjórnmálaflokka og sérhagsmunahópa. Nú er fólk að fylgja eigin skoðun og vilja. Gömlu flokkarnir sjá vinsældirnar og hafa því notað orðið popúlismi með niðurlægingartón til nýju vinsælu flokkanna, líkt og gert var af ákveðnu fólki gegn Bítlunum þegar þeir komu fram. Hugtakið né orðið er á engan hátt neikvætt, en þegar það er nefnt með niðurlægjandi tón er verið að segja satt en gert til að skapa neikvæða ímynd og fæla fólk frá nýju flokkunum — og það tekst, en aðeins í skamman tíma. MeToo og samfélagsleg viðbrögð MeToo-hreyfingin var gegn kynferðislegu ofbeldi og valdníðslu og hafði djúp og víðtæk áhrif. Sú bylting var löngu tímabær og má þakka fyrir hana. Margir upplifðu hins vegar að einföld orð eða athafnir væru túlkaðar með ýtrustum hætti. Sumir misstu vinnu án þess að fá skýringar á því hvað þeir gerðu af sér, aðrir voru sniðgengnir félagslega, sérstaklega frægir menn, eins og menn í pólitík, viðskiptalífinu, tónlistar- og íþróttamenn, og þeir sem reyndu að bera í bætiflákann fyrir viðkomandi urðu sjálfir útskúfaðir. Undirritaður á dóttur sem á fimm dætur. Ég þurfti að íhuga vel hvernig ég ætti og mætti koma fram við stúlkurnar. Faðmlag af fyrra bragði var t.d. sett á rauðan lista og koss á kinn bannaður. Í kjölfar MeToo bættist við aukin áhersla á fjölbreytta kynvitund og ný orðfæri, sem margir eiga erfitt með að skilja. Þess skal getið að ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem þarfnast aðstoðar vegna líkamlegra, sálfræðilegra eða geðfræðilegra áskorana. Þessar „kynjabreytingar“ eru oft kynntar sem sigrar — sem þær kunna að vera — ekkert síður en þegar manneskja fær nýtt hjarta eða annað líffæri og fær framhaldslíf að gjöf. Svo kemur svokölluð vók-hugsun, regnhlífarhugtak sem nær yfir bæði MeToo, kynjapólitík, minnihlutavernd, innflytjendamál og fleira. Hugmyndafræði þar sem allir eiga að vera góðir við alla, alltaf. Landamæri eiga að vera opin og gagnrýni er oft túlkuð sem fordómar, útlendingahatur og jafnvel rasismi. Nú er Evrópusambandið að sekta ríki sem neita að taka við hælisleitendum um tugi milljóna evra á mánuði. Slíkt gæti einnig kostað Ísland tugi milljarða króna á ári ef við værum í Evrópusambandinu. Í ofanálag virðist meiga flagga öllum fánum opinberlega nema þeim íslenska. Innflytjendur og loftslagsmál Afleiðingarnar eru að vera góður við suma en aðrir, almenningur, taka afleiðingunum og borga brúsann. Meðal annars með auknu álagi á húsnæðismarkað og hækkandi verði á húsnæði; heilbrigðiskerfið er sprungið og forgangur þar fyrir suma en ekki alla; skólar þar sem kenna þarf á mörgum tungumálum; aukin glæpatíðni, svo fátt eitt sé nefnt. En ekki síst skal nefna sundrungu sem hefur skapast meðal þjóðarinnar; þjóðar sem hefur staðið saman í gegnum þykkt og þunnt í hundruð ára, en er nú að sundrast. Þetta gremst stórum hluta almúgans, pöplinum, sem hefur fengið nóg. Á sama tíma er gert ráð fyrir að við berum mikla ábyrgð á loftslagsbreytingum, þrátt fyrir að losun Íslands sé óveruleg í alþjóðlegu samhengi. Kína mengar til dæmis jafn mikið á þremur klukkustundum og við Íslendingar á einu ári. Kolefnisgjald er lagt á skip og flugvélar sem skilar eitt og sér milljörðum króna á ári. Svo er rætt um lokun álvera. Lokun eins álvers á Íslandi með græna orku boðar tíu kolaálver í Kína. Ekki ætti að þurfa að nefna að við búum á eyju og allt þetta hækkar verðlag. En við vitum ekkert hvert eða í hvað þessir kolefnisgjaldapeningar fara. Orðtækið „byltingin étur börnin sín“ á því vel við. Er von að fólk spyrji: Er þetta það sem ég vil? Popúlistaflokkarnir Þessu hafa hinir „hræðilegu“ popúlísku stjórnmálaflokkar barist gegn og með fólkinu og vilja eðlileg samskipti kynjanna, stjórn á innflytjendamálum og að spurt sé gagnrýnið um loftslagsmálin. Í Evrópu vex fylgi þessara svokölluðu popúlistaflokka verulega og þeir eru orðnir stærstu eða meðal stærstu flokka í fjölmörgum löndum. Gömlu flokkarnir gera hins vegar allt til að halda þeim frá völdum. Ekki mikið vók í raun þar. Þessir flokkar eru þó alls ekki lítill minnihluti sem þarf að vernda, heldur öfl með 20–30% atkvæða í mörgum löndum. Engu að síður er sú hætta fyrir hendi þegar um ósanngjarna gagnrýni er að ræða að þessir flokkar taki til öfga ráða sem ekki má gerast. Niðurstaða Því megum við þakka fyrir að svokallaðir popúlískir flokkar hafi komið fram fyrir fólkið með aukið fylgi — og megi þeir vaxa og vaxa. Þeir endurspegla vilja stórs hluta fólksins í landinu, jafnvel þótt sumir þori ekki að viðurkenna það opinberlega, heldur enn þá aðeins í þegjandi hljóði, nema hugsanlega í kjörklefanum. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun