Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. janúar 2026 11:27 Umrædd rennibraut verður keilulaga á miðri leið. Teddi Owen Nýju vatnsrennibrautinni í sundlauginni í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Rúm vika er síðan rennibrautin, sem ber heitið Drekinn, var opnuð almenningi. Frá lokuninni er greint í tilkynningu frá sveitarfélaginu Ölfusi, en þar segir að lokunin sé tímabundin. „Unnið er að ítarlegri rannsókn á orsökum atvikanna og verður brautin ekki opnuð á ný fyrr en fullvíst er að hún uppfylli allar öryggiskröfur.“ Með sjö spor á enni eftir fall Í Facebook-hópi íbúa í Þorlákshöfn og Ölfusi skapaðist umræða í gærkvöldi vegna fjölda slysa sem orðið hafa í rennibrautinni undanfarna daga. Í þræðinum kom meðal annars fram að fullorðinn maður hefði hlotið skurð á andliti og mögulegan heilahristing vegna falls í rennibrautinni. Á hann hafi verið saumuð sjö spor. Tilgangur ferðar mannsins í rennibrautina hafi verið að sýna yngri kynslóðinni að rennibrautin væri hættulaus, en það hafi ekki gengið betur en svo. Annar íbúi segist sjá marga koma út úr brautinni haldandi um hausinn, hálsinn eða bakið og mörg börn hreinlega grátandi. Þá segist einn hafa meitt sig í bakinu og verið illt í nokkra daga. Fjöldi annarra íbúa lýsti meiðslum ýmist á sér eða börnum sínum en aðrir telja rennibrautina þægilega og að auðvelt sé að stýra hraðanum í henni. Fréttastofa fjallaði um uppbyggingu rennibrautarinnar í lok árs 2024. Þar var henni lýst sem einni hæstu og glæsilegustu rennibraut landsins. Fram kom að stigahúsið yrði tólf metra hátt og að brautin hafi kostað 150 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Sundlaugar og baðlón Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira
Frá lokuninni er greint í tilkynningu frá sveitarfélaginu Ölfusi, en þar segir að lokunin sé tímabundin. „Unnið er að ítarlegri rannsókn á orsökum atvikanna og verður brautin ekki opnuð á ný fyrr en fullvíst er að hún uppfylli allar öryggiskröfur.“ Með sjö spor á enni eftir fall Í Facebook-hópi íbúa í Þorlákshöfn og Ölfusi skapaðist umræða í gærkvöldi vegna fjölda slysa sem orðið hafa í rennibrautinni undanfarna daga. Í þræðinum kom meðal annars fram að fullorðinn maður hefði hlotið skurð á andliti og mögulegan heilahristing vegna falls í rennibrautinni. Á hann hafi verið saumuð sjö spor. Tilgangur ferðar mannsins í rennibrautina hafi verið að sýna yngri kynslóðinni að rennibrautin væri hættulaus, en það hafi ekki gengið betur en svo. Annar íbúi segist sjá marga koma út úr brautinni haldandi um hausinn, hálsinn eða bakið og mörg börn hreinlega grátandi. Þá segist einn hafa meitt sig í bakinu og verið illt í nokkra daga. Fjöldi annarra íbúa lýsti meiðslum ýmist á sér eða börnum sínum en aðrir telja rennibrautina þægilega og að auðvelt sé að stýra hraðanum í henni. Fréttastofa fjallaði um uppbyggingu rennibrautarinnar í lok árs 2024. Þar var henni lýst sem einni hæstu og glæsilegustu rennibraut landsins. Fram kom að stigahúsið yrði tólf metra hátt og að brautin hafi kostað 150 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Sundlaugar og baðlón Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira