Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. janúar 2026 11:27 Umrædd rennibraut verður keilulaga á miðri leið. Teddi Owen Nýju vatnsrennibrautinni í sundlauginni í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Rúm vika er síðan rennibrautin, sem ber heitið Drekinn, var opnuð almenningi. Frá lokuninni er greint í tilkynningu frá sveitarfélaginu Ölfusi, en þar segir að lokunin sé tímabundin. „Unnið er að ítarlegri rannsókn á orsökum atvikanna og verður brautin ekki opnuð á ný fyrr en fullvíst er að hún uppfylli allar öryggiskröfur.“ Með sjö spor á enni eftir fall Í Facebook-hópi íbúa í Þorlákshöfn og Ölfusi skapaðist umræða í gærkvöldi vegna fjölda slysa sem orðið hafa í rennibrautinni undanfarna daga. Í þræðinum kom meðal annars fram að fullorðinn maður hefði hlotið skurð á andliti og mögulegan heilahristing vegna falls í rennibrautinni. Á hann hafi verið saumuð sjö spor. Tilgangur ferðar mannsins í rennibrautina hafi verið að sýna yngri kynslóðinni að rennibrautin væri hættulaus, en það hafi ekki gengið betur en svo. Annar íbúi segist sjá marga koma út úr brautinni haldandi um hausinn, hálsinn eða bakið og mörg börn hreinlega grátandi. Þá segist einn hafa meitt sig í bakinu og verið illt í nokkra daga. Fjöldi annarra íbúa lýsti meiðslum ýmist á sér eða börnum sínum en aðrir telja rennibrautina þægilega og að auðvelt sé að stýra hraðanum í henni. Fréttastofa fjallaði um uppbyggingu rennibrautarinnar í lok árs 2024. Þar var henni lýst sem einni hæstu og glæsilegustu rennibraut landsins. Fram kom að stigahúsið yrði tólf metra hátt og að brautin hafi kostað 150 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Sundlaugar og baðlón Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Frá lokuninni er greint í tilkynningu frá sveitarfélaginu Ölfusi, en þar segir að lokunin sé tímabundin. „Unnið er að ítarlegri rannsókn á orsökum atvikanna og verður brautin ekki opnuð á ný fyrr en fullvíst er að hún uppfylli allar öryggiskröfur.“ Með sjö spor á enni eftir fall Í Facebook-hópi íbúa í Þorlákshöfn og Ölfusi skapaðist umræða í gærkvöldi vegna fjölda slysa sem orðið hafa í rennibrautinni undanfarna daga. Í þræðinum kom meðal annars fram að fullorðinn maður hefði hlotið skurð á andliti og mögulegan heilahristing vegna falls í rennibrautinni. Á hann hafi verið saumuð sjö spor. Tilgangur ferðar mannsins í rennibrautina hafi verið að sýna yngri kynslóðinni að rennibrautin væri hættulaus, en það hafi ekki gengið betur en svo. Annar íbúi segist sjá marga koma út úr brautinni haldandi um hausinn, hálsinn eða bakið og mörg börn hreinlega grátandi. Þá segist einn hafa meitt sig í bakinu og verið illt í nokkra daga. Fjöldi annarra íbúa lýsti meiðslum ýmist á sér eða börnum sínum en aðrir telja rennibrautina þægilega og að auðvelt sé að stýra hraðanum í henni. Fréttastofa fjallaði um uppbyggingu rennibrautarinnar í lok árs 2024. Þar var henni lýst sem einni hæstu og glæsilegustu rennibraut landsins. Fram kom að stigahúsið yrði tólf metra hátt og að brautin hafi kostað 150 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Sundlaugar og baðlón Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira