Er Miðflokkurinn hægriflokkur? Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. janúar 2026 14:41 Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor eru ósammála um hvort Miðflokkurinn teljist hægriflokkur. Fræði- og stjórnmálamönnum kemur ekki saman um stöðu Miðflokksins á hinum pólitíska ás. Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst af stefnumálum og málflutningi flokksins að hann sé einn tveggja hægriflokka á Íslandi en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir einungis einn hægriflokk á Íslandi; Sjálfstæðisflokkinn. Athygli vakti fyrr í vikunni þegar Sigurður Kári Kristjánsson sagði Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn á landinu í samfélagsmiðlafærslu. Tilefnið var grein Heimildarinnar um sundung hægri manna á Íslandi þar sem haft er eftir Eiríki Bergmann prófessor í stjórnmálafræði að á Íslandi séu þrír hægriflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn. Viðreisn ekki talin hægriflokkur Í 1.2. grein í lögum Miðflokksins segir að flokkurinn sé með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna. Það hefur þó ekki vafist fyrir kjörnum fulltrúum flokksins að vísa til hans sem hægriflokks, líkt og Sigríður Á. Andersen gerði til dæmis í hlaðvarpinu Þjóðmál í síðasta mánuði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur alla jafna leitast við að skilgreina flokkinn sem íhaldsflokk sem aðhyllist skynsemishyggju, síðast í Kryddsíld á gamlársdag. Hann hefur sjaldnast látið stöðu á pólitískum ás fylgja skilgreiningunni. Sigurður Kári og Ólafur Þ. Harðarson rökræddu stöðu Miðflokksins á Sprengisandi í morgun. Þeir eru sammála um að ekki sé unnt að skilgreina Viðreisn sem hægriflokk en ósammála um stöðu Miðflokksins. Ólafur segir að sé litið á stefnu og málflutning Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins séu þeir báðir til hægri. Hann vísar til stefnumála um minni ríkisútgjöld og lægri skatta. Til að nálgast vísbendingar um staðsetningu stjórnmálaflokka á pólitíska ásnum sé einnig hægt að líta á gjörðir flokkanna við stjórnvölinn. Það sé þó ekki hægt í tilviki Miðflokksins þar sem flokkurinn hefur aldrei setið í ríkisstjórn. Ef litið er á viðhorf kjósendanna sjálfra sé einnig ljóst að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi hægrisinnuðustu viðhorfin og kjósendur Miðflokksins séu ekki langt undan. Viðreisn sé þó langt undan í þeim efnum. „Kjósendur Viðreisnar eru rétt hægra megin við miðjuna þegar þeirra viðhorf eru skoðuð. Og Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, kjósendur þeirra eru á mjög svipuðum stað. Samfylkingin leitar til vinstri og svo litlu vinstri flokkarnir enn lengra til vinstri.“ Miðflokkur steli fylgi Sjalla sem eigi að sækja til hægri Sigurður Kári segist að undanförnu hafa orðið var við að skoðanasystkini hans tvístrist úr Sjálfstæðisflokknum, ýmist í Viðreisn, sem var stofnuð af fyrrverandi Sjálfstæðismönnum, eða í Miðflokkinn. Hann segir það koma honum spánskt fyrir sjónir, þar sem hann telur hvorugan flokkinn hægri flokk. „Ég er þarna að reyna að útskýra það að hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn séu hægriflokkar. Þetta fólk eigi bara hreinlega ekki heima í þessum tveimur flokkum. Þess vegna sé betra að horfa eitthvað annað,“ segir Sigurður. Hann segir minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins skýrast af því að það skorti á tillögur sem endurspegli hægristefnu flokksins í efnahagsmálum. Þegar hann sat á þingi fyrir flokkinn hafi hann til að mynda talað fyrir því að leggja niður Ríkisútvarpið. „Ég myndi vilja sjá hérna tillögur um það að minnka efnahagsreikning ríkisins. Ég meina, af hverju er tryggingafélag hérna í eigu ríkisins? Af hverju á ríkið stóran hluta í Landsbankanum og fleiri viðskiptabönkum og ríkisreknum fyrirtækjum? Af hverju er ríkið að reka fjölmiðil? Af hverju koma ekki fram tillögur frá Sjálfstæðisflokknum í þessa veru?“ segir Sigurður. Hann telur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að undanförnu misst flokksmenn, sem aðhyllast hægri hugmyndafræði, yfir til Miðflokksins vegna þess að valkostirnir séu ekki nægilega skýrir. „Mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að færa sig lengra til hægri í þessum skilningi, sem skýr hægriflokkur sem berst fyrir atvinnulífinu, eflingu þess og verðmætasköpun og frelsi í landinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Athygli vakti fyrr í vikunni þegar Sigurður Kári Kristjánsson sagði Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn á landinu í samfélagsmiðlafærslu. Tilefnið var grein Heimildarinnar um sundung hægri manna á Íslandi þar sem haft er eftir Eiríki Bergmann prófessor í stjórnmálafræði að á Íslandi séu þrír hægriflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn. Viðreisn ekki talin hægriflokkur Í 1.2. grein í lögum Miðflokksins segir að flokkurinn sé með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna. Það hefur þó ekki vafist fyrir kjörnum fulltrúum flokksins að vísa til hans sem hægriflokks, líkt og Sigríður Á. Andersen gerði til dæmis í hlaðvarpinu Þjóðmál í síðasta mánuði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur alla jafna leitast við að skilgreina flokkinn sem íhaldsflokk sem aðhyllist skynsemishyggju, síðast í Kryddsíld á gamlársdag. Hann hefur sjaldnast látið stöðu á pólitískum ás fylgja skilgreiningunni. Sigurður Kári og Ólafur Þ. Harðarson rökræddu stöðu Miðflokksins á Sprengisandi í morgun. Þeir eru sammála um að ekki sé unnt að skilgreina Viðreisn sem hægriflokk en ósammála um stöðu Miðflokksins. Ólafur segir að sé litið á stefnu og málflutning Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins séu þeir báðir til hægri. Hann vísar til stefnumála um minni ríkisútgjöld og lægri skatta. Til að nálgast vísbendingar um staðsetningu stjórnmálaflokka á pólitíska ásnum sé einnig hægt að líta á gjörðir flokkanna við stjórnvölinn. Það sé þó ekki hægt í tilviki Miðflokksins þar sem flokkurinn hefur aldrei setið í ríkisstjórn. Ef litið er á viðhorf kjósendanna sjálfra sé einnig ljóst að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi hægrisinnuðustu viðhorfin og kjósendur Miðflokksins séu ekki langt undan. Viðreisn sé þó langt undan í þeim efnum. „Kjósendur Viðreisnar eru rétt hægra megin við miðjuna þegar þeirra viðhorf eru skoðuð. Og Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, kjósendur þeirra eru á mjög svipuðum stað. Samfylkingin leitar til vinstri og svo litlu vinstri flokkarnir enn lengra til vinstri.“ Miðflokkur steli fylgi Sjalla sem eigi að sækja til hægri Sigurður Kári segist að undanförnu hafa orðið var við að skoðanasystkini hans tvístrist úr Sjálfstæðisflokknum, ýmist í Viðreisn, sem var stofnuð af fyrrverandi Sjálfstæðismönnum, eða í Miðflokkinn. Hann segir það koma honum spánskt fyrir sjónir, þar sem hann telur hvorugan flokkinn hægri flokk. „Ég er þarna að reyna að útskýra það að hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn séu hægriflokkar. Þetta fólk eigi bara hreinlega ekki heima í þessum tveimur flokkum. Þess vegna sé betra að horfa eitthvað annað,“ segir Sigurður. Hann segir minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins skýrast af því að það skorti á tillögur sem endurspegli hægristefnu flokksins í efnahagsmálum. Þegar hann sat á þingi fyrir flokkinn hafi hann til að mynda talað fyrir því að leggja niður Ríkisútvarpið. „Ég myndi vilja sjá hérna tillögur um það að minnka efnahagsreikning ríkisins. Ég meina, af hverju er tryggingafélag hérna í eigu ríkisins? Af hverju á ríkið stóran hluta í Landsbankanum og fleiri viðskiptabönkum og ríkisreknum fyrirtækjum? Af hverju er ríkið að reka fjölmiðil? Af hverju koma ekki fram tillögur frá Sjálfstæðisflokknum í þessa veru?“ segir Sigurður. Hann telur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að undanförnu misst flokksmenn, sem aðhyllast hægri hugmyndafræði, yfir til Miðflokksins vegna þess að valkostirnir séu ekki nægilega skýrir. „Mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að færa sig lengra til hægri í þessum skilningi, sem skýr hægriflokkur sem berst fyrir atvinnulífinu, eflingu þess og verðmætasköpun og frelsi í landinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira