Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2026 14:17 Þótt árið 2026 sé aðeins fimm daga gamalt hafa bæði Enzo Maresca og Ruben Amorim verið reknir úr störfum sínum á því. getty/Nick Potts Eftir tuttugu umferðir hafa fimm af tuttugu félögum í ensku úrvalsdeildinni rekið knattspyrnustjóra. Eitt þeirra hefur gert tvær stjórabreytingar. Ruben Amorim var sagt upp störfum hjá Manchester United í morgun, eftir fjórtán mánaða starf. Portúgalinn er sjötti stjórinn sem missir starfið sitt í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Alls hefur fjórðungur félaganna í deildinni skipt um stjóra. Þann 9. september varð Nuno Espírito Santo fyrsti stjóri tímabilsins til að verða rekinn þegar Nottingham Forest lét hann fara. Graham Potter tók hatt sinn og staf hjá West Ham United 27. september og sama dag tók Nuno við Hömrunum. Ange Postecoglou var ráðinn stjóri Forest í stað Nunos en entist ekki lengi í starfi og var látinn taka pokann sinn 18. október. Wolves, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, rak Vítor Pereira 2. nóvember og réði Rob Edwards tíu dögum seinna. Á nýársdag yfirgaf Enzo Maresca Chelsea og nú í dag hlaut Amorim sömu örlög hjá United. Chelsea og United eiga enn eftir að ráða eftirmenn þeirra Marescas og Amorims. Calum McFarlene stýrði Chelsea í 1-1 jafnteflinu við Manchester City í gær. Fastlega er gert ráð fyrir því Liam Rosenior taki við Chelsea. Hann er stjóri Strasbourg í Frakklandi en eigendur þess eru þeir sömu og hjá Chelsea. Ýmsir hafa verið orðaðir við starfið hjá United, meðal annars Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, áðurnefndur Maresca og Gareth Southgate. Darren Fletcher tók tímabundið við United og stýrir liðinu gegn Burnley á miðvikudaginn. Á síðasta tímabili voru sjö stjórar reknir í ensku úrvalsdeildinni. Southampton gerði tvær stjórabreytingar og United, Leicester City, Wolves, West Ham og Everton eina hvert félag. Enski boltinn Manchester United Chelsea FC Nottingham Forest West Ham United Wolverhampton Wanderers Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fletcher fékk blessun frá Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira
Ruben Amorim var sagt upp störfum hjá Manchester United í morgun, eftir fjórtán mánaða starf. Portúgalinn er sjötti stjórinn sem missir starfið sitt í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Alls hefur fjórðungur félaganna í deildinni skipt um stjóra. Þann 9. september varð Nuno Espírito Santo fyrsti stjóri tímabilsins til að verða rekinn þegar Nottingham Forest lét hann fara. Graham Potter tók hatt sinn og staf hjá West Ham United 27. september og sama dag tók Nuno við Hömrunum. Ange Postecoglou var ráðinn stjóri Forest í stað Nunos en entist ekki lengi í starfi og var látinn taka pokann sinn 18. október. Wolves, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, rak Vítor Pereira 2. nóvember og réði Rob Edwards tíu dögum seinna. Á nýársdag yfirgaf Enzo Maresca Chelsea og nú í dag hlaut Amorim sömu örlög hjá United. Chelsea og United eiga enn eftir að ráða eftirmenn þeirra Marescas og Amorims. Calum McFarlene stýrði Chelsea í 1-1 jafnteflinu við Manchester City í gær. Fastlega er gert ráð fyrir því Liam Rosenior taki við Chelsea. Hann er stjóri Strasbourg í Frakklandi en eigendur þess eru þeir sömu og hjá Chelsea. Ýmsir hafa verið orðaðir við starfið hjá United, meðal annars Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, áðurnefndur Maresca og Gareth Southgate. Darren Fletcher tók tímabundið við United og stýrir liðinu gegn Burnley á miðvikudaginn. Á síðasta tímabili voru sjö stjórar reknir í ensku úrvalsdeildinni. Southampton gerði tvær stjórabreytingar og United, Leicester City, Wolves, West Ham og Everton eina hvert félag.
Enski boltinn Manchester United Chelsea FC Nottingham Forest West Ham United Wolverhampton Wanderers Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fletcher fékk blessun frá Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira