23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar 6. janúar 2026 07:30 Reykjavíkurborg er eina höfuðborg Norðurlanda þar sem allir borgarfulltrúar eru í 100% starfi hjá borginni. Heildarkostnaður við borgarfulltrúa í Reykjavík er tæplega 700 m.kr. á ári. Það er upplifun borgarbúa að stjórnsýsla og ákvarðanataka hjá Reykjavíkurborg sé of flókin, að of mikill tími borgarstjórnar fari mál sem skipta litlu, ákvarðanir taki langan tíma og kostnaður sé of mikill. Þessi upplifun borgarbúa endurspeglast í könnunum sem sýna að traust til borgarstjórnar er undir 10%. Þetta þarf ekki að vera svona. Sem leiðtogi Viðreisnar í borgarstjórn mun ég nýta þekkingu mína og reynslu til að einfalda kerfið, bæta ákvarðanatöku og endurvekja traust. Ég hef mikla reynslu sem bæjarstjóri og ráðgjafi í opinberri stjórnsýslu, en líka úr atvinnulífinu og hef menntun í góðum stjórnarháttum. Þessi reynsla og þekking mun skipta máli við að endurskipuleggja þungt og ósveigjanlegt stjórnkerfi. Í hinum höfuðborgum Norðurlanda er meirihluti borgarfulltrúa í hlutastarfi og sinna öðrum störfum samhliða. Lykilaðilar, eins og borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar eru í fullu starfi, sem eru 5% til 20% af fjölda fulltrúa. Á þann hátt verður skýrari lína milli pólitískrar stefnu, framkvæmdar og rekstrar. Að auki eru átta varaborgarfulltrúar í Reykjavík í 70% starfi, á launum sem eru hærri en meðallaun í landinu. Samtals eru því 31 fulltrúi sem vinna ekki við annað en að sitja í borgarstjórn. Er það kannski ástæða þess að hver borgarstjórnarfundur tekur 7-12 tíma og borgarbúar tengja lítið við það sem er að gerast? Alltof mikið af fólki sem þarf að koma sínu að. Einu rökin sem ég hef heyrt fyrir þessu fyrirkomulagi í Reykjavík er að borgarstjórn ber sig saman við Alþingi, en ekki önnur sveitarfélög. Það er misskilningur sem þarf að leiðrétta. Reykjavíkurborg á meira sameiginlegt með Árborg en Alþingi. Það er ekki bara dýrt að vera með 31 borgarfulltrúa á launum, það er líka slæmt út frá góðum stjórnarháttum. Í hlutafélagi myndu eigendur aldrei samþykkja að öll stjórnin væri í fullu starfi því það veikir stöðu stjórnar varðandi eftirlit og ábyrgð. Eigendur félaga vilja að stjórnarmenn hafi önnur störf, öðlist reynslu og séu í tengslum við atvinnulíf og samfélag. Ekki að þeir séu inni í daglegum rekstri og verði samdauna núverandi ástandi. Hlutverk stjórna, hvort sem það er í hlutafélagi eða sveitarfélagi er að að setja stefnu, sinna eftirliti með rekstri og halda stjórnendum ábyrgum. Sem leiðtogi Viðreisnar mun ég beita mér fyrir breytingum í borgarstjórn til að bæta stjórnarhætti, auka traust og lækka kostnað. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er eina höfuðborg Norðurlanda þar sem allir borgarfulltrúar eru í 100% starfi hjá borginni. Heildarkostnaður við borgarfulltrúa í Reykjavík er tæplega 700 m.kr. á ári. Það er upplifun borgarbúa að stjórnsýsla og ákvarðanataka hjá Reykjavíkurborg sé of flókin, að of mikill tími borgarstjórnar fari mál sem skipta litlu, ákvarðanir taki langan tíma og kostnaður sé of mikill. Þessi upplifun borgarbúa endurspeglast í könnunum sem sýna að traust til borgarstjórnar er undir 10%. Þetta þarf ekki að vera svona. Sem leiðtogi Viðreisnar í borgarstjórn mun ég nýta þekkingu mína og reynslu til að einfalda kerfið, bæta ákvarðanatöku og endurvekja traust. Ég hef mikla reynslu sem bæjarstjóri og ráðgjafi í opinberri stjórnsýslu, en líka úr atvinnulífinu og hef menntun í góðum stjórnarháttum. Þessi reynsla og þekking mun skipta máli við að endurskipuleggja þungt og ósveigjanlegt stjórnkerfi. Í hinum höfuðborgum Norðurlanda er meirihluti borgarfulltrúa í hlutastarfi og sinna öðrum störfum samhliða. Lykilaðilar, eins og borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar eru í fullu starfi, sem eru 5% til 20% af fjölda fulltrúa. Á þann hátt verður skýrari lína milli pólitískrar stefnu, framkvæmdar og rekstrar. Að auki eru átta varaborgarfulltrúar í Reykjavík í 70% starfi, á launum sem eru hærri en meðallaun í landinu. Samtals eru því 31 fulltrúi sem vinna ekki við annað en að sitja í borgarstjórn. Er það kannski ástæða þess að hver borgarstjórnarfundur tekur 7-12 tíma og borgarbúar tengja lítið við það sem er að gerast? Alltof mikið af fólki sem þarf að koma sínu að. Einu rökin sem ég hef heyrt fyrir þessu fyrirkomulagi í Reykjavík er að borgarstjórn ber sig saman við Alþingi, en ekki önnur sveitarfélög. Það er misskilningur sem þarf að leiðrétta. Reykjavíkurborg á meira sameiginlegt með Árborg en Alþingi. Það er ekki bara dýrt að vera með 31 borgarfulltrúa á launum, það er líka slæmt út frá góðum stjórnarháttum. Í hlutafélagi myndu eigendur aldrei samþykkja að öll stjórnin væri í fullu starfi því það veikir stöðu stjórnar varðandi eftirlit og ábyrgð. Eigendur félaga vilja að stjórnarmenn hafi önnur störf, öðlist reynslu og séu í tengslum við atvinnulíf og samfélag. Ekki að þeir séu inni í daglegum rekstri og verði samdauna núverandi ástandi. Hlutverk stjórna, hvort sem það er í hlutafélagi eða sveitarfélagi er að að setja stefnu, sinna eftirliti með rekstri og halda stjórnendum ábyrgum. Sem leiðtogi Viðreisnar mun ég beita mér fyrir breytingum í borgarstjórn til að bæta stjórnarhætti, auka traust og lækka kostnað. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar