Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar 7. janúar 2026 07:02 Í stjórnmálum skiptir mestu máli að fólk standi við orð sín þegar á reynir. Við sáum skýrt dæmi um slíka forystu hjá Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra og fyrrverandi stjórnarformanni Samtaka íslenskra sveitarfélaga, þegar hún gegndi lykilhlutverki í að leysa hnútinn í erfiðri kjaradeilu kennara. Þar sýndi hún að hún býr yfir þeirri blöndu festu, yfirvegunar og samráðsvilja sem samfélagið okkar þarfnast. Kjaradeilur snúast ekki aðeins um tölur á blaði. Þær snúast um traust, virðingu og skilningi á hvernig ákvarðanir hafa áhrif á daglegt líf fólks. Heiða Björg nálgaðist verkefnið út frá þeim sjónarhóli, af ábyrgð og raunsæi, hlustaði á ólíkar raddir og lagði áherslu á lausnir sem stóðust til lengri tíma. Úr varð niðurstaða sem sýndi að hægt er að leysa flókin mál með samtali og sanngirni fremur en áframhaldandi átökum. Þessi reynsla endurspeglar helstu áherslumál Heiðu Bjargar í stjórnmálum, ekki síst þegar horft er til áskorana sem blasa við í Reykjavík. Sem borgarstjóri hefur hún lagt ríka áherslu á sterka og sanngjarna grunnþjónustu sveitarfélaga, ábyrga fjármálastjórn og félagslegt réttlæti. Fyrir Reykjavík þýðir það borg sem hefur bolmagn til að fjárfesta í innviðum og fólkinu sínu, rösklega 138 þúsund manns. Í samgöngumálum hefur Heiða Björg talað fyrir raunhæfum lausnum þar sem almenningssamgöngur, virkir ferðamátar og bílaumferð eru skoðuð í samhengi, með það að markmiði að bæta flæði, öryggi og lífsgæði borgarbúa. Hún nálgast samgöngur sem félagslegt og umhverfislegt réttlætismál, þar sem fólk á að hafa raunverulegt val um hvernig það ferðast um borgina. Heiða Björg hefur tekið skýra og raunsæja afstöðu til Borgarlínunnar sem lykilverkefnis í þróun almenningssamgangna í Reykjavík til framtíðar. Hún lítur á Borgarlínu sem nauðsynlegan valkost sem bætir flæði, eykur áreiðanleika samgangna og styrkir lífsgæði borgarbúa, án þess að stilla henni upp sem andstæðu við einkabílinn. Áhersla hennar er á vandaða útfærslu í samráði við íbúana og að verkefnið þjóni heildarhagsmunum borgarinnar til lengri tíma. Hún hefur nálgast umræðuna um Sundabraut af yfirvegun og ábyrgð og lagt áherslu á að svo stórt samgönguverkefni verði unnið á grundvelli vandaðs skipulags, umhverfismats og virks samráðs við borgarbúa, fremur en að taka fyrirfram afgerandi afstöðu án fullnægjandi gagna. Að hennar mati þarf Sundabraut, líkt og önnur stór innviðaverkefni, að þjóna heildarhagsmunum borgarinnar, bæta samgöngur og öryggi, en jafnframt taka fullt tillit til umhverfis- og hverfissjónarmiða. Í húsnæðismálum hefur hún lagt áherslu á að borgin taki virkan þátt í að tryggja nægt framboð íbúða á viðráðanlegu verði. Það felur í sér uppbyggingu fyrir ólíka tekjuhópa, sterkara félagslegt húsnæðiskerfi og ábyrgari skipulagsákvarðanir sem þjóna fyrst og fremst íbúum en ekki skammtímahagsmunum. Hún hefur beitt sér fyrir auknu framboði húsnæðis, hraðari uppbyggingu í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og óhagnaðardrifin íbúðafélög, með það að markmiði að tryggja ungu fólki, fjölskyldum og tekjulægri hópum raunhæfa möguleika á öruggu húsnæði í Reykjavík til framtíðar. Hún hefur boðað Reykvíkinga til funda um húsnæðismál, undir yfirskriftinni „Byggjum borg fyrir fólk“, þar sem farið er yfir framtíðarsýn í uppbyggingu húsnæðis, hvar eigi að byggja og hvernig tryggja megi sanngjarnan húsnæðismarkað, m.a. með aðkomu óhagnaðardrifinna íbúðafélaga. Hún stóð á síðasta ári að stofnun verkefnis um byggingu allt að 4.000 íbúða í Úlfarsárdal í samstarfi við innviðafélag og opnaði fyrir viðræður við áhugasama aðila til að styðja við þessa uppbyggingu með það að markmiði að búa til fleiri valkosti fyrir ungt fólk og kaupendur með lægri tekjur. Hún er ekki lóðabraskari sem brosir á móti sólu í von um hagnað á góðum degi. Þá hefur Heiða Björg verið skýr í afstöðu sinni um mikilvægi leikskólamála. Hún skilur að leikskólinn er ekki aðeins fyrsta skólastigið heldur lykilinnviður fyrir fjölskyldur og jafnrétti á vinnumarkaði. Lausnir í leikskólamálum þurfa að byggja á virðingu fyrir starfsfólki, stöðugleika í rekstri og raunverulegum möguleikum foreldra til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í komandi borgarstjórnarkosningum stöndum við frammi fyrir vali um hvers konar forystu við viljum. Viljum við skammtímalausnir, átök og skotgrafir – eða viljum við yfirvegaða, lausnamiðaða forystu sem byggir á samræðu og ábyrgð? Að mínu mati hefur Heiða Björg sýnt í verki að hún býr yfir þeirri forystu sem Reykjavík þarf á að halda, enda kemur hún úr grasrót jafnaðarmannastefnunnar sem byggir á rótgrónum hugmyndum um mótun samfélagsins út frá jöfnuði. Ég styð Heiðu Björgu til þess að leiða Samfylkinguna í borginni vegna þess að hún hefur sannað að hún getur leitt mál í gegnum erfiðar aðstæður, sameinað ólíka hagsmuni og skilað raunverulegum árangri. Slík forysta og reynsla skiptir máli – ekki aðeins í erfiðum kjaradeilum sem við höfum orðið vitni að, heldur í framtíðarsýn fyrir borgina okkar. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnmálum skiptir mestu máli að fólk standi við orð sín þegar á reynir. Við sáum skýrt dæmi um slíka forystu hjá Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra og fyrrverandi stjórnarformanni Samtaka íslenskra sveitarfélaga, þegar hún gegndi lykilhlutverki í að leysa hnútinn í erfiðri kjaradeilu kennara. Þar sýndi hún að hún býr yfir þeirri blöndu festu, yfirvegunar og samráðsvilja sem samfélagið okkar þarfnast. Kjaradeilur snúast ekki aðeins um tölur á blaði. Þær snúast um traust, virðingu og skilningi á hvernig ákvarðanir hafa áhrif á daglegt líf fólks. Heiða Björg nálgaðist verkefnið út frá þeim sjónarhóli, af ábyrgð og raunsæi, hlustaði á ólíkar raddir og lagði áherslu á lausnir sem stóðust til lengri tíma. Úr varð niðurstaða sem sýndi að hægt er að leysa flókin mál með samtali og sanngirni fremur en áframhaldandi átökum. Þessi reynsla endurspeglar helstu áherslumál Heiðu Bjargar í stjórnmálum, ekki síst þegar horft er til áskorana sem blasa við í Reykjavík. Sem borgarstjóri hefur hún lagt ríka áherslu á sterka og sanngjarna grunnþjónustu sveitarfélaga, ábyrga fjármálastjórn og félagslegt réttlæti. Fyrir Reykjavík þýðir það borg sem hefur bolmagn til að fjárfesta í innviðum og fólkinu sínu, rösklega 138 þúsund manns. Í samgöngumálum hefur Heiða Björg talað fyrir raunhæfum lausnum þar sem almenningssamgöngur, virkir ferðamátar og bílaumferð eru skoðuð í samhengi, með það að markmiði að bæta flæði, öryggi og lífsgæði borgarbúa. Hún nálgast samgöngur sem félagslegt og umhverfislegt réttlætismál, þar sem fólk á að hafa raunverulegt val um hvernig það ferðast um borgina. Heiða Björg hefur tekið skýra og raunsæja afstöðu til Borgarlínunnar sem lykilverkefnis í þróun almenningssamgangna í Reykjavík til framtíðar. Hún lítur á Borgarlínu sem nauðsynlegan valkost sem bætir flæði, eykur áreiðanleika samgangna og styrkir lífsgæði borgarbúa, án þess að stilla henni upp sem andstæðu við einkabílinn. Áhersla hennar er á vandaða útfærslu í samráði við íbúana og að verkefnið þjóni heildarhagsmunum borgarinnar til lengri tíma. Hún hefur nálgast umræðuna um Sundabraut af yfirvegun og ábyrgð og lagt áherslu á að svo stórt samgönguverkefni verði unnið á grundvelli vandaðs skipulags, umhverfismats og virks samráðs við borgarbúa, fremur en að taka fyrirfram afgerandi afstöðu án fullnægjandi gagna. Að hennar mati þarf Sundabraut, líkt og önnur stór innviðaverkefni, að þjóna heildarhagsmunum borgarinnar, bæta samgöngur og öryggi, en jafnframt taka fullt tillit til umhverfis- og hverfissjónarmiða. Í húsnæðismálum hefur hún lagt áherslu á að borgin taki virkan þátt í að tryggja nægt framboð íbúða á viðráðanlegu verði. Það felur í sér uppbyggingu fyrir ólíka tekjuhópa, sterkara félagslegt húsnæðiskerfi og ábyrgari skipulagsákvarðanir sem þjóna fyrst og fremst íbúum en ekki skammtímahagsmunum. Hún hefur beitt sér fyrir auknu framboði húsnæðis, hraðari uppbyggingu í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og óhagnaðardrifin íbúðafélög, með það að markmiði að tryggja ungu fólki, fjölskyldum og tekjulægri hópum raunhæfa möguleika á öruggu húsnæði í Reykjavík til framtíðar. Hún hefur boðað Reykvíkinga til funda um húsnæðismál, undir yfirskriftinni „Byggjum borg fyrir fólk“, þar sem farið er yfir framtíðarsýn í uppbyggingu húsnæðis, hvar eigi að byggja og hvernig tryggja megi sanngjarnan húsnæðismarkað, m.a. með aðkomu óhagnaðardrifinna íbúðafélaga. Hún stóð á síðasta ári að stofnun verkefnis um byggingu allt að 4.000 íbúða í Úlfarsárdal í samstarfi við innviðafélag og opnaði fyrir viðræður við áhugasama aðila til að styðja við þessa uppbyggingu með það að markmiði að búa til fleiri valkosti fyrir ungt fólk og kaupendur með lægri tekjur. Hún er ekki lóðabraskari sem brosir á móti sólu í von um hagnað á góðum degi. Þá hefur Heiða Björg verið skýr í afstöðu sinni um mikilvægi leikskólamála. Hún skilur að leikskólinn er ekki aðeins fyrsta skólastigið heldur lykilinnviður fyrir fjölskyldur og jafnrétti á vinnumarkaði. Lausnir í leikskólamálum þurfa að byggja á virðingu fyrir starfsfólki, stöðugleika í rekstri og raunverulegum möguleikum foreldra til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í komandi borgarstjórnarkosningum stöndum við frammi fyrir vali um hvers konar forystu við viljum. Viljum við skammtímalausnir, átök og skotgrafir – eða viljum við yfirvegaða, lausnamiðaða forystu sem byggir á samræðu og ábyrgð? Að mínu mati hefur Heiða Björg sýnt í verki að hún býr yfir þeirri forystu sem Reykjavík þarf á að halda, enda kemur hún úr grasrót jafnaðarmannastefnunnar sem byggir á rótgrónum hugmyndum um mótun samfélagsins út frá jöfnuði. Ég styð Heiðu Björgu til þess að leiða Samfylkinguna í borginni vegna þess að hún hefur sannað að hún getur leitt mál í gegnum erfiðar aðstæður, sameinað ólíka hagsmuni og skilað raunverulegum árangri. Slík forysta og reynsla skiptir máli – ekki aðeins í erfiðum kjaradeilum sem við höfum orðið vitni að, heldur í framtíðarsýn fyrir borgina okkar. Höfundur er jafnaðarmaður.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun