Körfubolti

Martin öflugur í öruggum sigri

Valur Páll Eiríksson skrifar
Martin og félagar hans í Alba þurftu ekki að hafa neitt sérlega mikið fyrir sigri dagsins.
Martin og félagar hans í Alba þurftu ekki að hafa neitt sérlega mikið fyrir sigri dagsins. Soeren Stache/picture alliance via Getty Images

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti glimrandi leik er Alba Berlín vann þægilegan 87-62 sigur á Heidelberg í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Martin var að venju í stóru hlutverki hjá Alba sem mætti botnliði Heidelberg í Berlín síðdegis. Skemmst er frá því að segja að sigur heimamanna var aldrei í hættu.

Alba náði snemma góðri forystu og lét hana aldrei af hendi gegn töluvert slakara liði. Munurinn varð að endingu 25 stig, 87-62.

Martin var lengi vel stigahæstur Alba-manna í leiknum en hann lauk leik með 16 stig, tvö fráköst og þrjár stoðsendingar. Aðeins Jack Kayil skoraði meira, með 19 stig.

Alba er í þriðja sæti deildarinnar með tuttugu stig eftir 15 leiki, jafnt Wurzberg að stigum í öðru sæti en þeir síðarnefndu eiga leik inni. Bayern Munchen leiðir deildina með 26 stig eftir 14 leiki.

Heidelberg deilir botnsæti deildarinnar með Hamburg Towers, bæði eru með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×