Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar 13. janúar 2026 07:31 Umræða um skólamál hefur verið mikil undanfarin ár, enda málaflokkurinn einn þeirra sem snertir samfélagið í heild. Allflest börn sækja skóla og afleiddur fjöldi sem fylgir hverju barni þýðir að meirihluti Íslendinga eru í daglegri snertingu við skólastarf. Það skiptir miklu máli þegar rætt er um jafn víðfeðmt mál og skólastarf að við festumst ekki í afmörkuðu sjónarhorni sem tekur á einum þætti án þess að sjá tenginguna við aðra. Leið barns í gegnum skólakerfið er flókið og fjölbreytt ferðalag sem snýr að þroska einstaklings allt frá því að fyrst er gengið inn í leikskólann og allt til þess að framhaldsskólinn er kvaddur og einstaklingurinn er tilbúinn að taka sér stöðu sem ung manneskja í íslensku samfélagi. Forsendur á skólagöngu Allt ferðalagið á sér stað í kerfi sem hefur ólíkar forsendur. Forsendur nemanda í leikskóla snúa að frumþroskanum í bland við tengslamyndun við aðra einstaklinga. Í leikskólum er meðal annars unnið með mál og læsi, stærðfræði, náttúru, vísindi og umhverfi, svo eitthvað sé nefnt. Námið fer fram í gegnum leikinn og er mikilvægur grunnur fyrir áframhaldandi nám. Ferli nemandans í grunnskólanum kallar líklega á mestu breytingarnar á forsendum nemandans. Þær snúast fyrst um skólafærni; að ná tökum á námsefni og félagsfærni. Þær forsendur verða svo fyrirferðarmeiri þegar á skólagönguna líður, í bland við aukna kröfu um sjálfstæði í námi og leik, sem einnig tvinnast saman við flóknara námsefni sem er ætlað að leggja grunninn fyrir framhaldsskólann. Við Íslendingar getum stært okkur af því hversu margir nemendur skila sér úr grunnskólanum í framhaldsskólann. Nokkuð sem byggir á þeirri forsendu að nemendum er ætlaður staður í skólagöngunni a.m.k. til 18 ára aldurs. Aðlögun að þeirri staðreynd má segja að sé enn í gangi, sem og sú forsenda sem framhaldsskólunum hefur verið ætluð, það er, að stöðugt fleiri útskrifist þaðan með formlegt nám. Hlutverk aðstandenda og skólafólks á leiðinni Forsendur aðstandenda nemenda breytast á sama hátt – og þó. Forráðamenn gera þá sjálfsögðu kröfu frá fyrsta skóladegi barns síns að skólinn mæti náms- og félagslegum þörfum þess. Algerlega óháð bakgrunni fjölskyldu eða stöðu, hvort sem skólinn er lítill eða stór, fjölbreyttur eða einsleitur, í borg eða sveit. Forsendur kennara, stjórnenda og ráðgjafa skólanna miðast að því að mæta hverju barni, sama hversu ólíka eiginleika það hefur að geyma. Hlutverk sem hvert og eitt hefur valið að fylgja á sinni starfsævi. Metnaðurinn liggur í því að efla einstaklinginn hvern dag enda sú hugsjón lykillinn að farsælu skólastarfi. Forsendur þeirra sem reka skólanna miða að því að koma til móts við það samfélag sem að skólanum stendur. Að sá hjartsláttur samfélagsins sem þar er að finna sé í samræmi við væntingar og áherslur þess til árangurs á fjölþættu sviði skólastarfs. Forsendur stjórnvalda snúa að því að sjá til þess að gangverkið virki á þann hátt að það byggi upp farsæld samfélagsins alls. Sterkasti mælikvarði skólakerfis er jú farsæld samfélags enda byggir samfélagið ofan á þann grunn sem menntun er. Heildarmyndin þungamiðjan Þröngt sjónarhorn á málefni getur verið mikilvægt. Það dýpkar skilning á því sem rýnt er í hverju sinni og getur, ef vel er á spilum haldið, átt þátt í því að koma til móts við ólíkar forsendur. Til þess að dæmið gangi þó upp má aldrei missa sjónar á heildarmyndinni, sér í lagi þegar við skoðum jafn mikilvægt kerfi og skólakerfið. Umræða sem byggir á því hvernig það ferli sem skólagangan er skilar okkur sem samfélagi mestu út frá þeim ólíku forsendum sem snerta það. Kennarasamband Íslands kallar eftir því samtali. Við höfum tekið þátt í umræðum sem farið hafa fram í fjölmiðlum um afmarkaða þætti skólastarfs og munum gera áfram, en við köllum líka eftir samtali um heildarmyndina. Samtali um hvað við viljum fá út úr kerfinu okkar á víðari grunni. Hvernig hægt er að efla fagmennskuna í skólakerfinu, lyfta því sem vel er gert og vinna að bættum árangri þar sem við teljum það þurfa. Skoða hvaða hlutverk skólarnir okkar eiga að hafa á leið nemandans í samræmi við forsendur um verkefnið að búa einstakling undir þátttöku í samfélaginu, hvort sem er í leik, námi eða starfi. Skilvirkt samtal Þar er um ótal margt að ræða. Ræðum um hvernig við eflum málþroska- og læsisstarf í leikskólum. Tölum um hvernig við náum enn meiri árangri í lestrarnámi í grunnskólanum og aðlögun skólastarfsins að gervigreindinni með öllum sínum áskorunum. Þorum að tala um mikilvægi tónlistarnáms fyrir samfélagið og stöndum með því sem hornsteini menningar og uppbyggingu andans. Sköpum festu í umgjörð framhaldsskólans og höfum kjark til að efla þjónustu við ólíka nemendur þar. Svo er ótal margt annað sem við höfum um að ræða. Stórkarla- og stórkonulegar yfirlýsingar hafa oft og tíðum rekið á fjörur umræðunnar um menntamál. Einstök atvik í skólastarfi eða afmarkaðir þættir sem vekja upp skoðanir og eða kenningar um einhvers konar draumalausnir hafa á tíðum þakið síður fjölmiðla. Vakið umræðu sem oftar en ekki þagnar jafn skjótt og hún hófst, án áhrifa eða aðgerða – það er að segja þangað til álíka atvik hendir næst. Forsendur skólastarfs þurfa ávallt að vera í forgrunni í öllu samtali um skólamál. Ólíkar raddir úr ólíkum kimum íslensk samfélags þurfa að koma að samtalinu, sem þó verður að vera stjórnað af því fagfólki sem hefur valið sér starfsvettvang í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum í meiri mæli en nú er gert. Það ríkir sátt og friður um margt í íslensku skólakerfi en sumt viljum við gera betur. Sameinumst um heildarmyndina Félagsfólk Kennarasambands Íslands stóð saman á árinu 2025 og sýndi að þó að starf okkar geti verið ólíkt eftir skólagerðum þá sameinar okkur svo miklu meira en skilur okkur að. Þar er það fyrst og síðast metnaður fyrir því starfi að mennta nemendur í kerfinu öllu og hugsjón fyrir því að ná enn betri árangri. Við vitum það svo sannarlega að samfélagið stendur með okkur í þeirri baráttu. Átaksverkefni og ístöðulaus umræða sem sveiflast í takt við einstaka þætti skólastarfs getur aldrei leitt af sér árangur til lengri tíma. Skilvirkasta leiðin til að ná árangri til framtíðar byggir á stærri mynd og sýn til lengri tíma. Finna þarf farveg til að koma saman og móta þá framtíð sem við viljum sjá fyrir skólakerfið okkar. Þar sem ólíkar forsendur mynda saman heildarsýn, eina stóra mynd af skólakerfi sem teiknast upp af ólíkum þáttum í starfi leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla. Við, félagsfólk Kennarasambands Íslands, höfum sýnt það í verki að það skilar mestum árangri fyrir samfélagið að tala við okkur en að tala um okkur. Okkar sýn í skólamálum snýr að því ákalli sem við beinum nú inn í samfélagsumræðuna, einföldum skilaboðum sem eru full af einlægum ásetningi um enn meiri árangur í skólakerfinu – nefnilega að við mótum framtíðina saman! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Umræða um skólamál hefur verið mikil undanfarin ár, enda málaflokkurinn einn þeirra sem snertir samfélagið í heild. Allflest börn sækja skóla og afleiddur fjöldi sem fylgir hverju barni þýðir að meirihluti Íslendinga eru í daglegri snertingu við skólastarf. Það skiptir miklu máli þegar rætt er um jafn víðfeðmt mál og skólastarf að við festumst ekki í afmörkuðu sjónarhorni sem tekur á einum þætti án þess að sjá tenginguna við aðra. Leið barns í gegnum skólakerfið er flókið og fjölbreytt ferðalag sem snýr að þroska einstaklings allt frá því að fyrst er gengið inn í leikskólann og allt til þess að framhaldsskólinn er kvaddur og einstaklingurinn er tilbúinn að taka sér stöðu sem ung manneskja í íslensku samfélagi. Forsendur á skólagöngu Allt ferðalagið á sér stað í kerfi sem hefur ólíkar forsendur. Forsendur nemanda í leikskóla snúa að frumþroskanum í bland við tengslamyndun við aðra einstaklinga. Í leikskólum er meðal annars unnið með mál og læsi, stærðfræði, náttúru, vísindi og umhverfi, svo eitthvað sé nefnt. Námið fer fram í gegnum leikinn og er mikilvægur grunnur fyrir áframhaldandi nám. Ferli nemandans í grunnskólanum kallar líklega á mestu breytingarnar á forsendum nemandans. Þær snúast fyrst um skólafærni; að ná tökum á námsefni og félagsfærni. Þær forsendur verða svo fyrirferðarmeiri þegar á skólagönguna líður, í bland við aukna kröfu um sjálfstæði í námi og leik, sem einnig tvinnast saman við flóknara námsefni sem er ætlað að leggja grunninn fyrir framhaldsskólann. Við Íslendingar getum stært okkur af því hversu margir nemendur skila sér úr grunnskólanum í framhaldsskólann. Nokkuð sem byggir á þeirri forsendu að nemendum er ætlaður staður í skólagöngunni a.m.k. til 18 ára aldurs. Aðlögun að þeirri staðreynd má segja að sé enn í gangi, sem og sú forsenda sem framhaldsskólunum hefur verið ætluð, það er, að stöðugt fleiri útskrifist þaðan með formlegt nám. Hlutverk aðstandenda og skólafólks á leiðinni Forsendur aðstandenda nemenda breytast á sama hátt – og þó. Forráðamenn gera þá sjálfsögðu kröfu frá fyrsta skóladegi barns síns að skólinn mæti náms- og félagslegum þörfum þess. Algerlega óháð bakgrunni fjölskyldu eða stöðu, hvort sem skólinn er lítill eða stór, fjölbreyttur eða einsleitur, í borg eða sveit. Forsendur kennara, stjórnenda og ráðgjafa skólanna miðast að því að mæta hverju barni, sama hversu ólíka eiginleika það hefur að geyma. Hlutverk sem hvert og eitt hefur valið að fylgja á sinni starfsævi. Metnaðurinn liggur í því að efla einstaklinginn hvern dag enda sú hugsjón lykillinn að farsælu skólastarfi. Forsendur þeirra sem reka skólanna miða að því að koma til móts við það samfélag sem að skólanum stendur. Að sá hjartsláttur samfélagsins sem þar er að finna sé í samræmi við væntingar og áherslur þess til árangurs á fjölþættu sviði skólastarfs. Forsendur stjórnvalda snúa að því að sjá til þess að gangverkið virki á þann hátt að það byggi upp farsæld samfélagsins alls. Sterkasti mælikvarði skólakerfis er jú farsæld samfélags enda byggir samfélagið ofan á þann grunn sem menntun er. Heildarmyndin þungamiðjan Þröngt sjónarhorn á málefni getur verið mikilvægt. Það dýpkar skilning á því sem rýnt er í hverju sinni og getur, ef vel er á spilum haldið, átt þátt í því að koma til móts við ólíkar forsendur. Til þess að dæmið gangi þó upp má aldrei missa sjónar á heildarmyndinni, sér í lagi þegar við skoðum jafn mikilvægt kerfi og skólakerfið. Umræða sem byggir á því hvernig það ferli sem skólagangan er skilar okkur sem samfélagi mestu út frá þeim ólíku forsendum sem snerta það. Kennarasamband Íslands kallar eftir því samtali. Við höfum tekið þátt í umræðum sem farið hafa fram í fjölmiðlum um afmarkaða þætti skólastarfs og munum gera áfram, en við köllum líka eftir samtali um heildarmyndina. Samtali um hvað við viljum fá út úr kerfinu okkar á víðari grunni. Hvernig hægt er að efla fagmennskuna í skólakerfinu, lyfta því sem vel er gert og vinna að bættum árangri þar sem við teljum það þurfa. Skoða hvaða hlutverk skólarnir okkar eiga að hafa á leið nemandans í samræmi við forsendur um verkefnið að búa einstakling undir þátttöku í samfélaginu, hvort sem er í leik, námi eða starfi. Skilvirkt samtal Þar er um ótal margt að ræða. Ræðum um hvernig við eflum málþroska- og læsisstarf í leikskólum. Tölum um hvernig við náum enn meiri árangri í lestrarnámi í grunnskólanum og aðlögun skólastarfsins að gervigreindinni með öllum sínum áskorunum. Þorum að tala um mikilvægi tónlistarnáms fyrir samfélagið og stöndum með því sem hornsteini menningar og uppbyggingu andans. Sköpum festu í umgjörð framhaldsskólans og höfum kjark til að efla þjónustu við ólíka nemendur þar. Svo er ótal margt annað sem við höfum um að ræða. Stórkarla- og stórkonulegar yfirlýsingar hafa oft og tíðum rekið á fjörur umræðunnar um menntamál. Einstök atvik í skólastarfi eða afmarkaðir þættir sem vekja upp skoðanir og eða kenningar um einhvers konar draumalausnir hafa á tíðum þakið síður fjölmiðla. Vakið umræðu sem oftar en ekki þagnar jafn skjótt og hún hófst, án áhrifa eða aðgerða – það er að segja þangað til álíka atvik hendir næst. Forsendur skólastarfs þurfa ávallt að vera í forgrunni í öllu samtali um skólamál. Ólíkar raddir úr ólíkum kimum íslensk samfélags þurfa að koma að samtalinu, sem þó verður að vera stjórnað af því fagfólki sem hefur valið sér starfsvettvang í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum í meiri mæli en nú er gert. Það ríkir sátt og friður um margt í íslensku skólakerfi en sumt viljum við gera betur. Sameinumst um heildarmyndina Félagsfólk Kennarasambands Íslands stóð saman á árinu 2025 og sýndi að þó að starf okkar geti verið ólíkt eftir skólagerðum þá sameinar okkur svo miklu meira en skilur okkur að. Þar er það fyrst og síðast metnaður fyrir því starfi að mennta nemendur í kerfinu öllu og hugsjón fyrir því að ná enn betri árangri. Við vitum það svo sannarlega að samfélagið stendur með okkur í þeirri baráttu. Átaksverkefni og ístöðulaus umræða sem sveiflast í takt við einstaka þætti skólastarfs getur aldrei leitt af sér árangur til lengri tíma. Skilvirkasta leiðin til að ná árangri til framtíðar byggir á stærri mynd og sýn til lengri tíma. Finna þarf farveg til að koma saman og móta þá framtíð sem við viljum sjá fyrir skólakerfið okkar. Þar sem ólíkar forsendur mynda saman heildarsýn, eina stóra mynd af skólakerfi sem teiknast upp af ólíkum þáttum í starfi leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla. Við, félagsfólk Kennarasambands Íslands, höfum sýnt það í verki að það skilar mestum árangri fyrir samfélagið að tala við okkur en að tala um okkur. Okkar sýn í skólamálum snýr að því ákalli sem við beinum nú inn í samfélagsumræðuna, einföldum skilaboðum sem eru full af einlægum ásetningi um enn meiri árangur í skólakerfinu – nefnilega að við mótum framtíðina saman! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar