Körfubolti

Haukar stálu sigri af Hamar/Þór

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Krystal-Jade Freeman skoraði 25 stig í kvöld og hirti níu fráköst í ofanálag
Krystal-Jade Freeman skoraði 25 stig í kvöld og hirti níu fráköst í ofanálag Vísir/Anton Brink

Haukar sóttu sigur til Þorlákshafnar þegar liðið vann 88-85 gegn Hamar/Þór í æsispennandi leik 14. umferð Bónus deildar kvenna.

Haukakonur leiddu leikinn lengst af en Hamar/Þór virtist ætla að hafa sigurinn.

Heimaliðið leiddi með sjö stigum þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, en kastaði svo sigrinum frá sér.

Tinna Guðrún Alexandersdóttir minnkaði muninn með sneiðskoti en Krystal-Jade Freeman og Sigrún Björg Ólafsdóttir settu svo þriggja stiga skot sem jöfnuðu og unnu leikinn fyrir Hauka.

Hamar/Þór tókst því ekki að jafna Ármann að stigum og situr enn sem fastast í neðsta sæti deildarinnar en Haukarnir hoppa upp fyrir Keflavík í fimmta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×