Innlent

Fimm bíla á­rekstur á Reykja­nes­braut og tveir fluttir á slysa­deild

Agnar Már Másson skrifar
Mikil bílaröð er á vettvangi við Hvassahraun.
Mikil bílaröð er á vettvangi við Hvassahraun. Aðsend

Hið minnsta tveir hafa verið fluttir til skoðunar á slysadeild eftir fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut við Hvassahraun upp úr klukkan 23 í kvöld. 

Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við Vísi að einum bíl hafi fyrst verið ekið á vegrið og í kjölfarið hafi fleiri árkestrar orðið á vettvangi. Alls hafi fimm bílar lent í árekstrinum. 

Slökkviliðsmaðurinn gat ekki sagt til um alvarleika áverka á hinum slösuðu. Hann segir að afar hált sé á brautinni.

Sjónarvottur segist við Vísi hafa séð fjölda lögreglu- og sjúkrabíla streyma að vettvangi en slysið varð á þeim vegarhelmingi sem ekinn er á leið til Reykjavíkur. Löng bílaröð hafi myndast við vettvang slyssins. Hann lýsir því að brautin hafi verið glansandi vegna hálku.

Veistu meira um málið? Þú getur sent okkur fréttaskot hér eða sent okkur skilaboð á ritstjorn@visir.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×